Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar 4. mars 2025 18:03 Í aðdraganda forsetakosninga á síðasta ári varaði ég við afleiðingum þess að stjórnvöld á Íslandi myndu draga okkar áður friðsælu þjóð með hernaðaráróðri í holræsi styrjalda. Réttilega sagði ég það landráð að einn einstaklingur í embætti utanríkisráðherra tæki ákvörðun um hundruð milljóna króna vopnakaup til handa erlendu ríki til stríðs við annað erlent ríki, utan NATO í átökum utan varnarsvæðis Íslands. Þá höfðu vopn verið keypt án aðkomu Alþingis. Landráð Ég sagði það einnig landráð þegar nýkjörinn forseti Íslands skrifaði undir fjárlög með milljarða króna vopnakaupum án þess að vísa því til þjóðarinnar sem ætti að eiga síðasta orðið um slíka grundvallar breytingu á stöðu Íslands á alþjóðavettvangi. Forseti Íslands laug sig í embætti Halla Tómasdóttir sveik sína kjósendur nokkrum mánuðum eftir að hún náði kjöri út á þá lygaþvælu sem valt uppúr henni á framboðsfundum og í fjölmiðlum að hún vildi ekki styðja slík vopnakaup. Ég sagði einnig það fásinnu að öryggi Íslands væri tryggt með 5gr. NATO samnings eða varnarsamningi við bandaríkin. Sagði að menn myndu fljótlega sjá það að ekkert væri á þetta að treysta. Eina leiðin til að tryggja frið á Íslandi væri að Ísland talaði fyrir friði. Ísland ætti að gerast boðberi friðar á alþjóða vettvangi og hafna hverskyns hernaðarþátttöku og vopnakaupum. Ísland hertekið Stórveldi eins og bandaríkin hafa alltaf hagað málum sjálfum sér til framdráttar og valtað yfir smáríki. Það er þess vegna mun líklegra að bandaríkin hertaki Ísland sjái þeir sé hag í því, frekar en að koma Íslensku þjóðinni til bjargar. Þeir stóðu ekki með okkur í Icesave og munu ekki gera það ef á okkur verður ráðist nema þeir sjái eigin hag í því. Brjótist út stríð á norðurslóðum er alls ekki ólíkilegt að þeir hertaki Ísland til að nota landið sem skotpall. Á Keflavíkurflugvelli eru bækistöðvar hermanna sem geta staðist kjarnorkusprengju. Íslenska þjóðin getur hins vegar, að mati ráðamanna, étið það sem úti frýs og hafa engin slík byrgi verið byggð til að vernda þjóðina hér. Sjálfskipaðir “hershöfðingjar” í utanríkisráðuneytinu fara um heiminn með hernaðaráróður og segja ekki eitt orð til friðar. Ísland óvinaþjóð Búið er að skilgreina Ísland og Íslendinga sem óvinaþjóð í Rússlandi eftir herskáar yfirlýsingar Íslenskra ráðamanna, lokun sendiráðs og vopnasendingar. Þetta hefur komið fram í málflutningi utanríkisráðuneytis Rússlands. Íslenskir ráðamenn hella enn olíu á það ófriðarbál með því að setja til viðbótar milljarða króna af skattfé Íslendinga til vopnakaupa, og sagðir eyða peningum sem eru ekki til og setja þjóðina í skuldir, til að senda sprengur og annan slíkan ófögnuð til eins spilltasta ríkis veraldar. Allt gert til að framlengja blóðugri styrjöld gegn stærsta kjarnorkuveldi heims og senda þúsundir ungs fólks á vígvöll þar sem það er brytjað niður miskunnarlaust með blessun Íslands. Uppreisn í Úkraínu Reynt er að strika yfir staðreyndir sem fólk eins og ég sem hef starfað að friðarmálum í meira en 30 ár vita, sem er að styrjöldin á milli Rússlands og Úkraínu gerðist ekki í tómarúmi. Meira segja forseti bandaríkjanna er farinn að tala opinberlega um þá staðreynd enda þekkir vel til þess að fyrir rúmum áratug varð uppreisn og stjórnarskipti í Úkraínu með aðstoð bandarísku leyniþjónustunnar. Lýðræðislega kjörinn forseti landsins var hrakinn á brott. Í dag eru stjórnarandstæðingar í fangelsum. Ungu fólki er rænt af götum úti og sent í dauðann á vígvellinum. Sendið utanríkisráðherra í eldhúsið Það ætti engan að undra að tugir þúsunda hafa gert athugasemdir við veruleikafirrtar yfirlýsingar utanríkisráðherra Íslands á X. Hún er hreinlega að draga hinn áður góða orðstír Íslands í ræsið með gersamlega ábyrgðarlausum og herskáum yfirlýsingum. Slíkar kerlingar eiga betur heima yfir pottunum heima hjá sér en í alþjóða stjórnmálum. Höfundur er stofnandi friðar 2000 og fyrrverandi forsetaframbjóðandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ástþór Magnússon Mest lesið Katrín eða Bjarni Svandís Svavarsdóttir Skoðun Almenningssamgöngur barna og ungmenna Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun Hversdagslega streitan Sveinbjörg Júlía Svavarsdóttir og Erna Stefánsdóttir Skoðanir Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í aðdraganda forsetakosninga á síðasta ári varaði ég við afleiðingum þess að stjórnvöld á Íslandi myndu draga okkar áður friðsælu þjóð með hernaðaráróðri í holræsi styrjalda. Réttilega sagði ég það landráð að einn einstaklingur í embætti utanríkisráðherra tæki ákvörðun um hundruð milljóna króna vopnakaup til handa erlendu ríki til stríðs við annað erlent ríki, utan NATO í átökum utan varnarsvæðis Íslands. Þá höfðu vopn verið keypt án aðkomu Alþingis. Landráð Ég sagði það einnig landráð þegar nýkjörinn forseti Íslands skrifaði undir fjárlög með milljarða króna vopnakaupum án þess að vísa því til þjóðarinnar sem ætti að eiga síðasta orðið um slíka grundvallar breytingu á stöðu Íslands á alþjóðavettvangi. Forseti Íslands laug sig í embætti Halla Tómasdóttir sveik sína kjósendur nokkrum mánuðum eftir að hún náði kjöri út á þá lygaþvælu sem valt uppúr henni á framboðsfundum og í fjölmiðlum að hún vildi ekki styðja slík vopnakaup. Ég sagði einnig það fásinnu að öryggi Íslands væri tryggt með 5gr. NATO samnings eða varnarsamningi við bandaríkin. Sagði að menn myndu fljótlega sjá það að ekkert væri á þetta að treysta. Eina leiðin til að tryggja frið á Íslandi væri að Ísland talaði fyrir friði. Ísland ætti að gerast boðberi friðar á alþjóða vettvangi og hafna hverskyns hernaðarþátttöku og vopnakaupum. Ísland hertekið Stórveldi eins og bandaríkin hafa alltaf hagað málum sjálfum sér til framdráttar og valtað yfir smáríki. Það er þess vegna mun líklegra að bandaríkin hertaki Ísland sjái þeir sé hag í því, frekar en að koma Íslensku þjóðinni til bjargar. Þeir stóðu ekki með okkur í Icesave og munu ekki gera það ef á okkur verður ráðist nema þeir sjái eigin hag í því. Brjótist út stríð á norðurslóðum er alls ekki ólíkilegt að þeir hertaki Ísland til að nota landið sem skotpall. Á Keflavíkurflugvelli eru bækistöðvar hermanna sem geta staðist kjarnorkusprengju. Íslenska þjóðin getur hins vegar, að mati ráðamanna, étið það sem úti frýs og hafa engin slík byrgi verið byggð til að vernda þjóðina hér. Sjálfskipaðir “hershöfðingjar” í utanríkisráðuneytinu fara um heiminn með hernaðaráróður og segja ekki eitt orð til friðar. Ísland óvinaþjóð Búið er að skilgreina Ísland og Íslendinga sem óvinaþjóð í Rússlandi eftir herskáar yfirlýsingar Íslenskra ráðamanna, lokun sendiráðs og vopnasendingar. Þetta hefur komið fram í málflutningi utanríkisráðuneytis Rússlands. Íslenskir ráðamenn hella enn olíu á það ófriðarbál með því að setja til viðbótar milljarða króna af skattfé Íslendinga til vopnakaupa, og sagðir eyða peningum sem eru ekki til og setja þjóðina í skuldir, til að senda sprengur og annan slíkan ófögnuð til eins spilltasta ríkis veraldar. Allt gert til að framlengja blóðugri styrjöld gegn stærsta kjarnorkuveldi heims og senda þúsundir ungs fólks á vígvöll þar sem það er brytjað niður miskunnarlaust með blessun Íslands. Uppreisn í Úkraínu Reynt er að strika yfir staðreyndir sem fólk eins og ég sem hef starfað að friðarmálum í meira en 30 ár vita, sem er að styrjöldin á milli Rússlands og Úkraínu gerðist ekki í tómarúmi. Meira segja forseti bandaríkjanna er farinn að tala opinberlega um þá staðreynd enda þekkir vel til þess að fyrir rúmum áratug varð uppreisn og stjórnarskipti í Úkraínu með aðstoð bandarísku leyniþjónustunnar. Lýðræðislega kjörinn forseti landsins var hrakinn á brott. Í dag eru stjórnarandstæðingar í fangelsum. Ungu fólki er rænt af götum úti og sent í dauðann á vígvellinum. Sendið utanríkisráðherra í eldhúsið Það ætti engan að undra að tugir þúsunda hafa gert athugasemdir við veruleikafirrtar yfirlýsingar utanríkisráðherra Íslands á X. Hún er hreinlega að draga hinn áður góða orðstír Íslands í ræsið með gersamlega ábyrgðarlausum og herskáum yfirlýsingum. Slíkar kerlingar eiga betur heima yfir pottunum heima hjá sér en í alþjóða stjórnmálum. Höfundur er stofnandi friðar 2000 og fyrrverandi forsetaframbjóðandi
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar