Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 4. mars 2025 21:04 Eyvindur og Aðalbjörg Rún, kúabændur á Stóru – Mörk í Rangárþingi eystra með verðlaunin sín frá Búnaðarsambandi Suðurlands, sem Sveinn Sigurmundsson, framkvæmdastjóri afhenti þeim á aðalfundi kúabænda á Suðurlandi á Hvolvelli í gær. Magnús Hlynur Hreiðarsson Kúabændurnir, sem eiga afurðahæsta kúabú landsins annað árið í röð vilja fá norskar kýr til landsins því þær muni alltaf nýta heyið betur og mjólka meira en íslenska kýrnar. Hér erum við að tala um bændurnar á bænum Stóru – Mörk í Rangárþingi eystra. Aðalfundur Félags kúabænda á Suðurlandi fór fram í Hvolnum á Hvolsvelli í gær þar sem Búnaðarsamband Suðurlands veitti m.a. verðlaun fyrir góðan árangur kúabúa á nýliðnu ári. Ábúendurnir á Stóru – Mörk fengu Huppu styttuna svonefndu, sem er farandgripur og svo verðlaunaplatta fyrir frábæran árangur með kúabúið en kýrnar á búinu mjólkuðu rétt rúmlega níu þúsund lítra á árskú 2024 en þetta er í fyrsta sinn, sem kúabú fer yfir níu þúsund lítra á árskú og er því Íslandsmet í afurðum. 130 mjólkurkýr eru á bænum. Þetta er ótrúlega vel gert hjá ykkur, eruð þið ekki ánægð? „Jú og mikil vinna og allir dagar eins,” segir Aðalbjörg Rún Ásgeirsdóttir, kúabóndi á Stóru-Mörk. „Þessar kýr eru eins og fjögurra ára krakkar og vilja hafa alla daga nákvæmlega eins, já kannski ekkert mjög rómantískt en mikil vinna og allir dagar nákvæmlega eins,” bætir Eyvindur Ágústsson, kúabóndi á bænum við. Kýrnar á Stóru-Mörk, settu Íslandsmet í afurðum á síðasta ári en þetta er annað árið í röð, sem kúabúið er það afurðahæsta á Íslandi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og bændurnir eru æstir í að flytja inn nýtt kúakyn til landsins. „Já, að sjálfsögðu. Ég held að við eigum að vera opin fyrir því að skoða þetta eins og allt annað miðað við hvað allt hvernig búrekstur er orðin þungur í dag. Ég vil flytja inn NFR norskar rauðar, þær heilla mig mest,” segir Aðalbjörg Rún. En hvað segir Eyvindur? „Ég myndi allan daginn velja þessar norsku rauðu, það eru rosalega heilsuhraust kýr og með góða fóðurnýtingu þannig að við myndum fá bara mun meiri mjólk út í heyinu okkar heldur en við gerum í dag og minka þá þetta innflutta kjarnfóður.” Og þessi skilaboð í lokin frá Aðalbjörgu Rún „Við eigum bara að vera opin og skoða allar hliðar á öllum málum. Við erum það og vonum bara að það séu fleiri, sem geri það líka”. Fallegur kálfur í fjósinu á Stóru – Mörk.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rangárþing eystra Landbúnaður Kýr Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Fleiri fréttir Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Sjá meira
Aðalfundur Félags kúabænda á Suðurlandi fór fram í Hvolnum á Hvolsvelli í gær þar sem Búnaðarsamband Suðurlands veitti m.a. verðlaun fyrir góðan árangur kúabúa á nýliðnu ári. Ábúendurnir á Stóru – Mörk fengu Huppu styttuna svonefndu, sem er farandgripur og svo verðlaunaplatta fyrir frábæran árangur með kúabúið en kýrnar á búinu mjólkuðu rétt rúmlega níu þúsund lítra á árskú 2024 en þetta er í fyrsta sinn, sem kúabú fer yfir níu þúsund lítra á árskú og er því Íslandsmet í afurðum. 130 mjólkurkýr eru á bænum. Þetta er ótrúlega vel gert hjá ykkur, eruð þið ekki ánægð? „Jú og mikil vinna og allir dagar eins,” segir Aðalbjörg Rún Ásgeirsdóttir, kúabóndi á Stóru-Mörk. „Þessar kýr eru eins og fjögurra ára krakkar og vilja hafa alla daga nákvæmlega eins, já kannski ekkert mjög rómantískt en mikil vinna og allir dagar nákvæmlega eins,” bætir Eyvindur Ágústsson, kúabóndi á bænum við. Kýrnar á Stóru-Mörk, settu Íslandsmet í afurðum á síðasta ári en þetta er annað árið í röð, sem kúabúið er það afurðahæsta á Íslandi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og bændurnir eru æstir í að flytja inn nýtt kúakyn til landsins. „Já, að sjálfsögðu. Ég held að við eigum að vera opin fyrir því að skoða þetta eins og allt annað miðað við hvað allt hvernig búrekstur er orðin þungur í dag. Ég vil flytja inn NFR norskar rauðar, þær heilla mig mest,” segir Aðalbjörg Rún. En hvað segir Eyvindur? „Ég myndi allan daginn velja þessar norsku rauðu, það eru rosalega heilsuhraust kýr og með góða fóðurnýtingu þannig að við myndum fá bara mun meiri mjólk út í heyinu okkar heldur en við gerum í dag og minka þá þetta innflutta kjarnfóður.” Og þessi skilaboð í lokin frá Aðalbjörgu Rún „Við eigum bara að vera opin og skoða allar hliðar á öllum málum. Við erum það og vonum bara að það séu fleiri, sem geri það líka”. Fallegur kálfur í fjósinu á Stóru – Mörk.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Rangárþing eystra Landbúnaður Kýr Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Fleiri fréttir Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Sjá meira