Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar 4. mars 2025 09:30 Lech Wałęsa, fyrrum forseti Póllands, hefur skrifað opið bréf vegna framkomu stjórnvalda Bandaríkjanna í garð Úkraínu. Áður en Wałęsa varð forseti leiddi hann andspyrnu gegn Sovétstjórninni í heimalandinu sínu. Undir bréfið rita 38 aðrir sem tóku þátt í þeirri baráttu með honum. Það hefst svona, í þýðingu undirritaðs: Við horfðum á fréttir um samtal þitt við forseta Úkraínu, Volodymyr Zelensky, af ótta og andúð. Okkur þykja væntingar þínar um að sýna eigi virðingu og þakklæti fyrir efnislega aðstoð Bandaríkjanna til Úkraínu í baráttunni gegn Rússlandi móðgandi. Þakklætið eiga skilið hetjulegir úkraínskir hermenn sem hafa úthellt blóði sínu í vörn fyrir gildi hins frjálsa heims. Þeir hafa dáið á víglínunni í meira en 11 ár í nafni þessara gilda og sjálfstæðis föðurlands síns, sem á var ráðist af Rússlandi Pútíns. Við skiljum ekki hvernig leiðtogi lands, sem er táknmynd hins frjálsa heims, getur ekki séð þetta. Okkur greip einnig skelfing, þar sem að andrúmsloftið í herberginu í þessu samtali minnti okkur á það sem við þekkjum vel úr yfirheyrslum öryggisþjónustunnar og sölum kommúnistadómstóla. Saksóknarar og dómarar að fyrirskipan hinnar allsráðandi kommúnistalögreglu útskýrðu fyrir okkur að þeir héldu á öllum spilunum en við á engum. Þeir kröfðust þess að við hættum starfsemi okkar, með þeim rökum að þúsundir saklausra manna þjáðust vegna okkar. Þeir sviptu okkur frelsi okkar og borgaralegum réttindum af því að við neituðum að vinna með stjórnvöldum og sýna þeim þakklæti. Okkur er misboðið að Volodymyr Zelensky forseti hafi verið meðhöndlaður á sama hátt. Saga 20. aldarinnar sýnir að í hvert skipti sem Bandaríkin hafa reynt að fjarlægja sig lýðræðislegum gildum og bandamönnum sínum í Evrópu, varð það á endanum ógn við þau sjálf. Í bréfinu er síðan minnt á skuldbindinguna sem Bandaríkin gengust undir ásamt Bretlandi árið 1994 með Búdapest-samkomulaginu, þar sem Úkraína féllst á að gefa eftir kjarnorkuvopn sín í skiptum fyrir varnir á landamærum sínum. Sú skuldbinding hafi verið skilyrðislaus. Þetta fólk þekkir það hvernig það er að berjast gegn harðstjórn. Þeir vita hvernig hún virkar. Harðstjórn virkar nefnilega alltaf og alls staðar eins af því að ofbeldi og valdbeiting er frumstæð og einföld. Fyrir þessa baráttu fékk Wałęsa Friðarverðlaun Nóbels. Ekki fyrir að tala fyrir friði heldur fyrir að berjast fyrir honum. Að sama skapi eru leiðirnar til að halda aftur af harðstjórn einfaldar. Það er gert með samningum og samvinnu og með því að passa það af öllu afli af það séu línur sem ekki er farið yfir. Slíkt kerfi verður aldrei fullkomið – í öll kerfi er innbyggður ófullkomleiki og hræsni – en ef við ætlum að láta það vera afsökun til að brjóta bara niður öll slík kerfi og leyfa harðstjórum bara að ráðskast með okkur hin án baráttu þá getum við bara eins gleymt því að hér hafi nokkurn tímann verið gerð tilraun til að byggja upp eitthvað sem kallast siðmenning. Við Íslendingar höfum sem betur fer lengi búið við þann lúxus að þurfa ekki að láta okkur svona lagað varða, ekki frekar en við þurfum. Allt frá lýðveldisstofnun hið minnsta. Aðrir hafa bara einfaldlega séð um þetta fyrir okkur. Nú er hins vegar svo komið að sá lúxus er horfinn. Þetta eru þeir tímar sem við lifum á og við ráðum því ekki. Við ráðum bara hvernig við bregðumst við og hvort við viljum þar læra af öðrum. Hér á Íslandi búa núna vel rúmlega 20.000 Pólverjar. Ef okkur er fyllilega alvarlega um að við viljum frið, þá er kannski nærtækt að ræða við fólk sem hefur reynslu af því að berjast fyrir honum. Höfundur er friðarsinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldór Auðar Svansson Mest lesið „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Aðdragandi 7. oktober 2023 í Palestínu Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Útlendingamálin á réttri leið Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Kvíðir þú jólunum? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann skrifar Skoðun NPA breytir lífum – það gleymist í umræðunni Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Sjá meira
Lech Wałęsa, fyrrum forseti Póllands, hefur skrifað opið bréf vegna framkomu stjórnvalda Bandaríkjanna í garð Úkraínu. Áður en Wałęsa varð forseti leiddi hann andspyrnu gegn Sovétstjórninni í heimalandinu sínu. Undir bréfið rita 38 aðrir sem tóku þátt í þeirri baráttu með honum. Það hefst svona, í þýðingu undirritaðs: Við horfðum á fréttir um samtal þitt við forseta Úkraínu, Volodymyr Zelensky, af ótta og andúð. Okkur þykja væntingar þínar um að sýna eigi virðingu og þakklæti fyrir efnislega aðstoð Bandaríkjanna til Úkraínu í baráttunni gegn Rússlandi móðgandi. Þakklætið eiga skilið hetjulegir úkraínskir hermenn sem hafa úthellt blóði sínu í vörn fyrir gildi hins frjálsa heims. Þeir hafa dáið á víglínunni í meira en 11 ár í nafni þessara gilda og sjálfstæðis föðurlands síns, sem á var ráðist af Rússlandi Pútíns. Við skiljum ekki hvernig leiðtogi lands, sem er táknmynd hins frjálsa heims, getur ekki séð þetta. Okkur greip einnig skelfing, þar sem að andrúmsloftið í herberginu í þessu samtali minnti okkur á það sem við þekkjum vel úr yfirheyrslum öryggisþjónustunnar og sölum kommúnistadómstóla. Saksóknarar og dómarar að fyrirskipan hinnar allsráðandi kommúnistalögreglu útskýrðu fyrir okkur að þeir héldu á öllum spilunum en við á engum. Þeir kröfðust þess að við hættum starfsemi okkar, með þeim rökum að þúsundir saklausra manna þjáðust vegna okkar. Þeir sviptu okkur frelsi okkar og borgaralegum réttindum af því að við neituðum að vinna með stjórnvöldum og sýna þeim þakklæti. Okkur er misboðið að Volodymyr Zelensky forseti hafi verið meðhöndlaður á sama hátt. Saga 20. aldarinnar sýnir að í hvert skipti sem Bandaríkin hafa reynt að fjarlægja sig lýðræðislegum gildum og bandamönnum sínum í Evrópu, varð það á endanum ógn við þau sjálf. Í bréfinu er síðan minnt á skuldbindinguna sem Bandaríkin gengust undir ásamt Bretlandi árið 1994 með Búdapest-samkomulaginu, þar sem Úkraína féllst á að gefa eftir kjarnorkuvopn sín í skiptum fyrir varnir á landamærum sínum. Sú skuldbinding hafi verið skilyrðislaus. Þetta fólk þekkir það hvernig það er að berjast gegn harðstjórn. Þeir vita hvernig hún virkar. Harðstjórn virkar nefnilega alltaf og alls staðar eins af því að ofbeldi og valdbeiting er frumstæð og einföld. Fyrir þessa baráttu fékk Wałęsa Friðarverðlaun Nóbels. Ekki fyrir að tala fyrir friði heldur fyrir að berjast fyrir honum. Að sama skapi eru leiðirnar til að halda aftur af harðstjórn einfaldar. Það er gert með samningum og samvinnu og með því að passa það af öllu afli af það séu línur sem ekki er farið yfir. Slíkt kerfi verður aldrei fullkomið – í öll kerfi er innbyggður ófullkomleiki og hræsni – en ef við ætlum að láta það vera afsökun til að brjóta bara niður öll slík kerfi og leyfa harðstjórum bara að ráðskast með okkur hin án baráttu þá getum við bara eins gleymt því að hér hafi nokkurn tímann verið gerð tilraun til að byggja upp eitthvað sem kallast siðmenning. Við Íslendingar höfum sem betur fer lengi búið við þann lúxus að þurfa ekki að láta okkur svona lagað varða, ekki frekar en við þurfum. Allt frá lýðveldisstofnun hið minnsta. Aðrir hafa bara einfaldlega séð um þetta fyrir okkur. Nú er hins vegar svo komið að sá lúxus er horfinn. Þetta eru þeir tímar sem við lifum á og við ráðum því ekki. Við ráðum bara hvernig við bregðumst við og hvort við viljum þar læra af öðrum. Hér á Íslandi búa núna vel rúmlega 20.000 Pólverjar. Ef okkur er fyllilega alvarlega um að við viljum frið, þá er kannski nærtækt að ræða við fólk sem hefur reynslu af því að berjast fyrir honum. Höfundur er friðarsinni.
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun