Lagið er fyrsta lag af komandi plötu Daniils en án þess að vilja gefa of mikið upp segir hann breiðskífuna væntanlega fljótlega.
Þeir voru sömuleiðis að gefa út tónlistarmyndband sem unnið er af leikstjóranum Gunnari Degi oft er kenndur við listakollektívið Fly.south.
Hér má sjá tónlistarmyndbandið:
Bæði Daniil og Birnir hafa gefið af sér gott orð undanfarin ár og eru með vinsælustu tónlistarmönnum landsins. Það eru því stórar fregnir í rappbransanum hérlendis að þeir komi saman á þessu sumarlega popplagi.
„Birnir hefur alltaf verið einn af mínum uppáhalds tónlistarmönnum og það hefur lengi verið í planinu að koma honum á lag. Hann átti upprunalega að vera með á Ef Þeir Vilja Beef en það gekk ekki alveg upp en svo gekk þetta upp hjá okkur núna,“ segir Daniil en síðastnefnda lagið er hans stærsta hingað til og fékk hann Joey Christ með sér í lið þar.
„Þetta er fyrsti singúllinn af nýju plötunni og ég hlakka til að fólk fái að heyra meira.“
Hér má heyra lagið Hjörtu á streymisveitunni Spotify.