Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar 3. mars 2025 14:32 Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins áformar að leggja fram frumvarp, (Omnibus) sem felur í sér minni sjálfbærnikröfur á evrópsk fyrirtæki sem skyldug hafa verið til þess að vinna eftir nýrri sjálfbærinlöggjöf, CSRD. Markmið frumvarpsins er að draga úr skrifræði til þess að auka samkeppnishæfi evrópskra fyrirtækja. Drög að nýja frumvarpinu gera ráð fyrir léttingu á kröfum til fyrirtækja en eftir breytingar er áformað að kröfurnar nái til fyrirtækja sem hafa meira en 1.000 starfsmenn og velta meira en 450 milljónum evrum árlega. Þannig félög verði skyldug að útbúa, með reglulegu millibili, skýrslur sem útlista hvernig félögin gæta þess að draga úr neikvæðum áhrifum sínum á umhverfi og samfélag. Sjálfbærni er góður business Mörg stærri félög á Íslandi eru komin langt í innleiðingu sinni á CSRD, búin að gera sínar mikilvægisgreiningar og byrjuð að vinna með ESRS staðlana. Sú vinna gerir félögin samkeppnishæfari og þar með betri fjárfestingakosti. Sá kostnaður sem félögin hafa lagt í innleiðinguna skilar sér því fljótt tilbaka í betri rekstri og sterkari ímynd. Þessi félög eru hvött til þess að halda ótrauð áfram sinni sjálfbærnivinnu þrátt fyrir að kröfur séu mildaðar og staðlar einfaldaðir. Sú góða vinna sem farið hefur fram til þessa má alls ekki fara til spillis en einföldun á regluverki er ekki tækifæri til að hætta heldur tækifæri til að gera enn betur. Sjálfbærni er góður „business" og vinnan sem farið hefur í innleiðingu leiðir af sér betur rekið fyrirtæki, meiri yfirsýn og betra skipulag á rekstrinum auk mögulegrar hagræðingar og nýrra viðskiptatækifæra. Ekki má heldur gleyma þeim félagslegu stefnum og áherslum sem fjölmörg félög hafa sett á oddinn og sagt frá í sjálfbærniskýrslum sínum. Þegar á heildina er litið má ekki gleyma því að betur rekin fyrirtæki sem þekkja alla sína starfsemi og virðiskeðju verða á endanum samkeppnishæfari og betri fjárfestingakostir. Bakslag í réttindi Alþjóðlega erum við að berjast við margs konar félagslegt bakslag. Þar má nefna bakslag í réttindum kvenna víða um heim að ekki sé minnst á samkynhneigða og transfólk. Trumpáhrifin sjást víða. Á Íslandi, sem telst jafnréttasta land í heimi, þurfum við að standa vörð um þau réttindi sem hér hafa náðst og sækja fram. Við þurfum að hafna mannréttindabrotum, mansali og barnaþrælkun hvar sem við verðum þeirra vör. Sú vinna sem við höfum unnið á árinu m.a. með því að greina virðiskeðjur fyrirtækjanna, og rekja uppruna vara, hefur skilað okkur margfaldri þekkingu á því hvaðan vörurnar koma og hvernig umhverfi þeirra er. Þessa vinnu verðum við að varðveita. Frelsi til að líta undan Nýja frumvarpinu er einnig ætlað að milda reglur sem innleiða átti um birgja, CSDDD, sem í dag leggja þá skyldu á stærri fyrirtæki að skoða hvort birgjar hafi gerst sekir um mannréttindabrot eða illa meðferð á umhverfi. Þýðir aflagning kvaða að við höfum algjört frelsi? Skortur á ramma ætti ekki að breyta því að við viljum breyta vel og veljum að líta ekki undan þegar við sjáum brotið á fólki. Við höfum ekki frelsi til mannréttindabrota eða til þess að hneppa aðra í þrældóm eða barnaþrælkun, fara illa með starfsmenn og þar fram eftir götunum. Afléttar kvaðir ættu ekki að breyta neinu þar um. Ef við hugsum aðeins með hjartanu en ekki höfðinu, viljum við þá klæðast fatnaði sem börn hafa unnið við ómanneskjulegar aðstæður? Með því að halda áfram á beinu brautinni með góða stjórnarhætti, vönduð umhverfismál og félagsleg réttindi gerum við fyrirtækin okkar betri. Ég hvet því íslensk fyrirtæki til að kynna sér Omnibus vel og hef trú á því að á Íslandi vilji góðir stjórnendur gera sínar áhættugreiningar áfram og framkvæma tvöfaldar mikilvægisgreiningar til þess að vita hvar áhættuþættir og tækifæri þeirra til framtíðar liggja. Svo mikið höfum við lært af vegferð okkar í innleiðingu á CSRD að við viljum alls ekki aflæra það og aukin sjálfbærnivinna skilar samkeppnishæfara umhverfi. Höfundur er stjórnendaráðgjafi og eigandi Podium. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Magnúsdóttir Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun „Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins“ Rakel Hinriksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun „Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins“ Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Sjá meira
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins áformar að leggja fram frumvarp, (Omnibus) sem felur í sér minni sjálfbærnikröfur á evrópsk fyrirtæki sem skyldug hafa verið til þess að vinna eftir nýrri sjálfbærinlöggjöf, CSRD. Markmið frumvarpsins er að draga úr skrifræði til þess að auka samkeppnishæfi evrópskra fyrirtækja. Drög að nýja frumvarpinu gera ráð fyrir léttingu á kröfum til fyrirtækja en eftir breytingar er áformað að kröfurnar nái til fyrirtækja sem hafa meira en 1.000 starfsmenn og velta meira en 450 milljónum evrum árlega. Þannig félög verði skyldug að útbúa, með reglulegu millibili, skýrslur sem útlista hvernig félögin gæta þess að draga úr neikvæðum áhrifum sínum á umhverfi og samfélag. Sjálfbærni er góður business Mörg stærri félög á Íslandi eru komin langt í innleiðingu sinni á CSRD, búin að gera sínar mikilvægisgreiningar og byrjuð að vinna með ESRS staðlana. Sú vinna gerir félögin samkeppnishæfari og þar með betri fjárfestingakosti. Sá kostnaður sem félögin hafa lagt í innleiðinguna skilar sér því fljótt tilbaka í betri rekstri og sterkari ímynd. Þessi félög eru hvött til þess að halda ótrauð áfram sinni sjálfbærnivinnu þrátt fyrir að kröfur séu mildaðar og staðlar einfaldaðir. Sú góða vinna sem farið hefur fram til þessa má alls ekki fara til spillis en einföldun á regluverki er ekki tækifæri til að hætta heldur tækifæri til að gera enn betur. Sjálfbærni er góður „business" og vinnan sem farið hefur í innleiðingu leiðir af sér betur rekið fyrirtæki, meiri yfirsýn og betra skipulag á rekstrinum auk mögulegrar hagræðingar og nýrra viðskiptatækifæra. Ekki má heldur gleyma þeim félagslegu stefnum og áherslum sem fjölmörg félög hafa sett á oddinn og sagt frá í sjálfbærniskýrslum sínum. Þegar á heildina er litið má ekki gleyma því að betur rekin fyrirtæki sem þekkja alla sína starfsemi og virðiskeðju verða á endanum samkeppnishæfari og betri fjárfestingakostir. Bakslag í réttindi Alþjóðlega erum við að berjast við margs konar félagslegt bakslag. Þar má nefna bakslag í réttindum kvenna víða um heim að ekki sé minnst á samkynhneigða og transfólk. Trumpáhrifin sjást víða. Á Íslandi, sem telst jafnréttasta land í heimi, þurfum við að standa vörð um þau réttindi sem hér hafa náðst og sækja fram. Við þurfum að hafna mannréttindabrotum, mansali og barnaþrælkun hvar sem við verðum þeirra vör. Sú vinna sem við höfum unnið á árinu m.a. með því að greina virðiskeðjur fyrirtækjanna, og rekja uppruna vara, hefur skilað okkur margfaldri þekkingu á því hvaðan vörurnar koma og hvernig umhverfi þeirra er. Þessa vinnu verðum við að varðveita. Frelsi til að líta undan Nýja frumvarpinu er einnig ætlað að milda reglur sem innleiða átti um birgja, CSDDD, sem í dag leggja þá skyldu á stærri fyrirtæki að skoða hvort birgjar hafi gerst sekir um mannréttindabrot eða illa meðferð á umhverfi. Þýðir aflagning kvaða að við höfum algjört frelsi? Skortur á ramma ætti ekki að breyta því að við viljum breyta vel og veljum að líta ekki undan þegar við sjáum brotið á fólki. Við höfum ekki frelsi til mannréttindabrota eða til þess að hneppa aðra í þrældóm eða barnaþrælkun, fara illa með starfsmenn og þar fram eftir götunum. Afléttar kvaðir ættu ekki að breyta neinu þar um. Ef við hugsum aðeins með hjartanu en ekki höfðinu, viljum við þá klæðast fatnaði sem börn hafa unnið við ómanneskjulegar aðstæður? Með því að halda áfram á beinu brautinni með góða stjórnarhætti, vönduð umhverfismál og félagsleg réttindi gerum við fyrirtækin okkar betri. Ég hvet því íslensk fyrirtæki til að kynna sér Omnibus vel og hef trú á því að á Íslandi vilji góðir stjórnendur gera sínar áhættugreiningar áfram og framkvæma tvöfaldar mikilvægisgreiningar til þess að vita hvar áhættuþættir og tækifæri þeirra til framtíðar liggja. Svo mikið höfum við lært af vegferð okkar í innleiðingu á CSRD að við viljum alls ekki aflæra það og aukin sjálfbærnivinna skilar samkeppnishæfara umhverfi. Höfundur er stjórnendaráðgjafi og eigandi Podium.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun