Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar 3. mars 2025 12:32 Þingmannaráðstefnan um norðurskautsmál er umræðuvettvangur þingmanna frá ríkjum við norðurskautið, sem og fulltrúa ríkisstjórna, háskólastofnana og félagasamtaka sem láta sig málefni norðurskautsins varða. Fyrsta ráðstefna þingmanna og fulltrúa norðurskautssvæða var haldin í Reykjavík árið 1993 og var hún undanfari þingmannanefndar um norðurskautsmál sem formlega var sett á laggirnar árið 1994. Almennt má segja að helstu verkefni í norðurskautssamstarfi lúti að sjálfbærri þróun og umhverfismálum á norðurslóðum. Einnig hefur sérstök áhersla verið lögð á varðveislu menningararfleifðar og lífshátta þeirra þjóðflokka sem byggja landsvæðin við norðurskaut, sem og aukna efnahagslega og félagslega velferð íbúa norðursins. Það sem skiptir þó orðið megin máli í dag er rík áhersla á að halda norðurslóðum sem lágspennusvæði í alþjóðasamskiptum. Mikil umræða hefur verið á alþjóðavettvangi um friðsamleg samskipti þjóða síðan Rússland réðist inn í Úkraínu og í tengslum við innrásina sendi þingmannanefndin frá sér yfirlýsingu árið 2022 þar sem kemur fram að friðsamlegt samstarf á norðurslóðum sé nauðsynleg forsenda fyrir starfi þingmannanefndar um norðurskautsmál. Á vettvangi þingmannanefndar um norðurskautsmál (SCPAR) á árinu 2024 bar hæst umræða um ólögmæta innrás Rússa í Úkraínu og starf þingmannanefndar um norðurskautsmál án þátttöku Rússa. Á þingmannaráðstefnu um norðurskautsmál (CPAR) sem haldin var í Kiruna í Svíþjóð 20.–22. mars á síðasta ári var sjónum beint að öryggi og viðbúnaði á norðurslóðum. Þar var lögð áhersla á leiðir til að tryggja að norðurslóðir verði áfram lágspennusvæði þrátt fyrir aukna hernaðaruppbyggingu og spennu á svæðinu. Í yfirlýsingu ráðstefnunnar er tilmælum beint til ríkisstjórna á norðurskautssvæðinu, Norðurskautsráðsins og stofnana Evrópusambandsins um nauðsyn þess að viðhalda sterku alþjóðlegu samstarfi á norðurslóðum til að stuðla að friði og stöðugleika á svæðinu. Ennfremur voru málefni Grænlands til umræðu á fundum nefndarinnar og greindi formaður utanríkismálanefndar Grænlands frá því að í febrúar 2024 hafi Grænland gefið út stefnu um utanríkis-, öryggis- og varnarmál. Stefnunnar hafði verið beðið með eftirvæntingu í nokkur ár og miðar hún að því að tryggja stöðuga stefnu í utanríkismálum fyrir Grænland. Meginskilaboð stefnunnar koma skýrt fram í titli hennar, „Ekkert um okkur án okkar“. Málefni norðurslóða hafa verið þeim sem hér skrifar hugleikin í mörg ár og sem bæjarstjóra á Akureyri á árunum 2010-2018 gefist mörg tækifæri til að taka þátt í fundum, ráðstefnum og verkefnavinnu sem tengdust málefnum norðurslóða. Þar ber kannski helst að nefna setu mína í stjórn Northern Forum sem er samstarf borgar-, bæjar- og ríkisstjóra, sveitarfélaga og svæða á norðurslóðum þar sem sæti áttu fulltrúar frá flestum þjóðum sem hafa átt fulltrúa í Norðurskautsráðinu. Eins má nefna aðkomu mína að undirbúningi að formlegu samstarfs borgar- og bæjarstjóra á norðurslóðum: The Arctic Mayors’ Forum, en í því samstarfi eru í dag borgar- og bæjarstjórar frá Kanada, Grænlandi, Finnlandi, Íslandi, Noregi, Svíþjóð og Bandaríkjunum. Virkt samstarf þeirra ríkja sem eiga aðild að Norðurskautsráðinu er mjög aðkallandi og það er mikilvægt fyrir Ísland að eiga fulltrúa við borðið. Það er að mínu mati mjög mikilvægt fyrir okkur sem fullvalda þjóð að eiga setu við öll stærri alþjóðleg borð þar sem rætt er um hagsmuni okkar og þar sem ákvarðanir um okkar mál eru teknar. Við Íslendingar höfum sýnt það í okkar störfum sem m.a. snúa að málefnum norðurslóða að við eigum erindi og á okkur er hlustað. Það þekki ég af eigin raun. Okkar rödd hefur því heilmikið vægi á alþjóðlegum vettvangi og þá stöðu þurfum við að halda áfram að styrkja. Athygli stórveldanna hefur í mörg ár verið á norðurslóðum og þá ekki síst vegna þeirra tækifæra sem felast m.a. í auknum möguleikum á siglingaleiðinni yfir norðurheimskautið. Athygli stórveldanna á norðurslóðum hefur síst minnkað að undanförnu eins og flestum er kunnugt um. Þessu verðum við ekki aðeins að fylgjast vel með heldur vera virk í öllu samstarfi sem snertir svæðið. Í málefnum norðurslóða liggja bæði hagsmunir og tækifæri fyrir okkur Íslendinga og mikilvægt að við nýtum okkur þann vettvang sem best. Höfundur er þingmaður Viðreisnar og formaður þingnefndar um málefni norðurslóða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eiríkur Björn Björgvinsson Norðurslóðir Utanríkismál Viðreisn Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þingmannaráðstefnan um norðurskautsmál er umræðuvettvangur þingmanna frá ríkjum við norðurskautið, sem og fulltrúa ríkisstjórna, háskólastofnana og félagasamtaka sem láta sig málefni norðurskautsins varða. Fyrsta ráðstefna þingmanna og fulltrúa norðurskautssvæða var haldin í Reykjavík árið 1993 og var hún undanfari þingmannanefndar um norðurskautsmál sem formlega var sett á laggirnar árið 1994. Almennt má segja að helstu verkefni í norðurskautssamstarfi lúti að sjálfbærri þróun og umhverfismálum á norðurslóðum. Einnig hefur sérstök áhersla verið lögð á varðveislu menningararfleifðar og lífshátta þeirra þjóðflokka sem byggja landsvæðin við norðurskaut, sem og aukna efnahagslega og félagslega velferð íbúa norðursins. Það sem skiptir þó orðið megin máli í dag er rík áhersla á að halda norðurslóðum sem lágspennusvæði í alþjóðasamskiptum. Mikil umræða hefur verið á alþjóðavettvangi um friðsamleg samskipti þjóða síðan Rússland réðist inn í Úkraínu og í tengslum við innrásina sendi þingmannanefndin frá sér yfirlýsingu árið 2022 þar sem kemur fram að friðsamlegt samstarf á norðurslóðum sé nauðsynleg forsenda fyrir starfi þingmannanefndar um norðurskautsmál. Á vettvangi þingmannanefndar um norðurskautsmál (SCPAR) á árinu 2024 bar hæst umræða um ólögmæta innrás Rússa í Úkraínu og starf þingmannanefndar um norðurskautsmál án þátttöku Rússa. Á þingmannaráðstefnu um norðurskautsmál (CPAR) sem haldin var í Kiruna í Svíþjóð 20.–22. mars á síðasta ári var sjónum beint að öryggi og viðbúnaði á norðurslóðum. Þar var lögð áhersla á leiðir til að tryggja að norðurslóðir verði áfram lágspennusvæði þrátt fyrir aukna hernaðaruppbyggingu og spennu á svæðinu. Í yfirlýsingu ráðstefnunnar er tilmælum beint til ríkisstjórna á norðurskautssvæðinu, Norðurskautsráðsins og stofnana Evrópusambandsins um nauðsyn þess að viðhalda sterku alþjóðlegu samstarfi á norðurslóðum til að stuðla að friði og stöðugleika á svæðinu. Ennfremur voru málefni Grænlands til umræðu á fundum nefndarinnar og greindi formaður utanríkismálanefndar Grænlands frá því að í febrúar 2024 hafi Grænland gefið út stefnu um utanríkis-, öryggis- og varnarmál. Stefnunnar hafði verið beðið með eftirvæntingu í nokkur ár og miðar hún að því að tryggja stöðuga stefnu í utanríkismálum fyrir Grænland. Meginskilaboð stefnunnar koma skýrt fram í titli hennar, „Ekkert um okkur án okkar“. Málefni norðurslóða hafa verið þeim sem hér skrifar hugleikin í mörg ár og sem bæjarstjóra á Akureyri á árunum 2010-2018 gefist mörg tækifæri til að taka þátt í fundum, ráðstefnum og verkefnavinnu sem tengdust málefnum norðurslóða. Þar ber kannski helst að nefna setu mína í stjórn Northern Forum sem er samstarf borgar-, bæjar- og ríkisstjóra, sveitarfélaga og svæða á norðurslóðum þar sem sæti áttu fulltrúar frá flestum þjóðum sem hafa átt fulltrúa í Norðurskautsráðinu. Eins má nefna aðkomu mína að undirbúningi að formlegu samstarfs borgar- og bæjarstjóra á norðurslóðum: The Arctic Mayors’ Forum, en í því samstarfi eru í dag borgar- og bæjarstjórar frá Kanada, Grænlandi, Finnlandi, Íslandi, Noregi, Svíþjóð og Bandaríkjunum. Virkt samstarf þeirra ríkja sem eiga aðild að Norðurskautsráðinu er mjög aðkallandi og það er mikilvægt fyrir Ísland að eiga fulltrúa við borðið. Það er að mínu mati mjög mikilvægt fyrir okkur sem fullvalda þjóð að eiga setu við öll stærri alþjóðleg borð þar sem rætt er um hagsmuni okkar og þar sem ákvarðanir um okkar mál eru teknar. Við Íslendingar höfum sýnt það í okkar störfum sem m.a. snúa að málefnum norðurslóða að við eigum erindi og á okkur er hlustað. Það þekki ég af eigin raun. Okkar rödd hefur því heilmikið vægi á alþjóðlegum vettvangi og þá stöðu þurfum við að halda áfram að styrkja. Athygli stórveldanna hefur í mörg ár verið á norðurslóðum og þá ekki síst vegna þeirra tækifæra sem felast m.a. í auknum möguleikum á siglingaleiðinni yfir norðurheimskautið. Athygli stórveldanna á norðurslóðum hefur síst minnkað að undanförnu eins og flestum er kunnugt um. Þessu verðum við ekki aðeins að fylgjast vel með heldur vera virk í öllu samstarfi sem snertir svæðið. Í málefnum norðurslóða liggja bæði hagsmunir og tækifæri fyrir okkur Íslendinga og mikilvægt að við nýtum okkur þann vettvang sem best. Höfundur er þingmaður Viðreisnar og formaður þingnefndar um málefni norðurslóða.
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar