Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir og Ingólfur Bender skrifa 3. mars 2025 10:45 Í nýrri innviðaskýrslu Samtaka iðnaðarins og Félags ráðgjafarverkfræðinga er lagt mat á viðhaldsþörf á stórum hluta þeirra innviða sem við treystum á í daglegu lífi. Niðurstöðurnar eru sláandi: uppsöfnuð viðhaldsskuld innviða á Íslandi er nú komin upp í 680 milljarða króna. Það sem meira er, lítið hefur gengið að vinna á skuldinni þrátt fyrir fjölda viðvarana undanfarin ár. Til samanburðar mældist innviðaskuldin 420 milljarðar króna í sambærilegri skýrslu sem gefin var út fyrir fjórum árum. Langstærsti hluti þessarar skuldar tengist vegakerfinu, en þar er áætlað að viðhaldsskuldin sé á bilinu 265–290 milljarðar króna. Það þarf því ekki að koma á óvart að samgöngumálin brenni á fólki um allt land; almenningi, stjórnendum fyrirtækja og sveitarstjórnarfólki, enda er ástand vegakerfisins víða ófullnægjandi. Það er mat höfunda innviðaskýrslunnar að ónóg fjárfesting og viðhald á undanförnum árum hafi leitt til versnandi ástands samgönguinnviða. Skuldasöfnun sem bitnar á komandi kynslóðum Viðhaldsskuldin er í raun form skuldasöfnunar af hálfu hins opinbera. Með því að fresta nauðsynlegu viðhaldi eru ríki og sveitarfélög að velta kostnaðinum yfir á komandi kynslóðir. Afleiðingarnar eru ekki aðeins fjárhagslegar heldur hefur þetta líka áhrif á öryggi vegfarenda og lífsgæði almennings. Afleiðingar þess að sinna viðhaldi ekki eru mjög alvarlegar og kostnaðarsamar. Því lengur sem viðhaldi er slegið á frest, því meiri verður kostnaðurinn þegar loks er ráðist í aðgerðir. Vegir sem ekki fá reglulegt viðhald ganga hraðar úr sér og þurfa dýrari lagfæringar síðar meir. Á meðan uppfyllir vegakerfið ekki lágmarkskröfur, hamlar atvinnulífi, eykur slysahættu og minnkar möguleika fólks til að búa og starfa í dreifðari byggðum. Fagnaðarefni að innviðaráðherra vilji bregðast við Samtök iðnaðarins hafa undanfarið átt fundi með öllum landshlutasamtökum sveitarfélaga. Á þeim fundum hefur komið skýrt fram að samgöngumálin eru eitt helsta áhyggjuefni sveitarstjórna. Á mörgum svæðum landsins er ástand vegakerfisins þannig að það ógnar jafnvel öryggi og velferð samfélaganna. Í því ljósi er það mikið fagnaðarefni að Eyjólfur Ármannsson, innviðaráðherra, skuli hafa lýst því yfir í fréttum Ríkisútvarpsins nýlega að hann hyggist óska eftir auknu fjármagni til viðhalds á vegakerfinu. Hann lagði áherslu á að Vegagerðin þurfi meira fjármagn strax í sumar svo hægt sé að hefjast handa við nauðsynlegar lagfæringar. Ráðherra hefur þegar sent erindi á fjármálaráðherra og ætlar að taka málið upp í ríkisstjórn. Þessi áhersla ráðherra er bæði skynsamleg og tímabær. Ljóst er að núverandi staða samgönguinnviða kallar á tafarlausar aðgerðir og það er mikilvægt að stjórnvöld sýni í verki að þau ætli að bregðast við þessari þróun. Verktakar eru tilbúnir Á meðal þeirra sem kunna að hafa efasemdir um slíka fjárfestingu má heyra raddir sem segja að ekki sé hægt að bæta við fleiri verkefnum í sumar. Það er hins vegar rangt. Íslenskir verktakar hafa fulla burði til að taka að sér aukin verkefni og munu standa klárir ef fjármögnun verður tryggð. Við getum því ekki látið slíkar röksemdir tefja bráðnauðsynlegar aðgerðir. Nú er tíminn til að bregðast við og það er í höndum stjórnvalda að tryggja að fjármagnið skili sér til Vegagerðarinnar. Við fögnum því að innviðaráðherra hyggist sækja aukið fjármagn til vegaviðhalds og skorum á ríkisstjórnina að fylgja þeim áherslum eftir. Skilaboðin frá sveitarfélögum, atvinnulífi og almenningi eru skýr: Það er ekki hægt að bíða lengur. Jóhanna Klara er sviðsstjóri mannvirkjasviðs Samtaka iðnaðarins og Ingólfur er aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vegagerð Byggingariðnaður Ingólfur Bender Mest lesið Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Er ballið að byrja? Fastir pennar Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Í nýrri innviðaskýrslu Samtaka iðnaðarins og Félags ráðgjafarverkfræðinga er lagt mat á viðhaldsþörf á stórum hluta þeirra innviða sem við treystum á í daglegu lífi. Niðurstöðurnar eru sláandi: uppsöfnuð viðhaldsskuld innviða á Íslandi er nú komin upp í 680 milljarða króna. Það sem meira er, lítið hefur gengið að vinna á skuldinni þrátt fyrir fjölda viðvarana undanfarin ár. Til samanburðar mældist innviðaskuldin 420 milljarðar króna í sambærilegri skýrslu sem gefin var út fyrir fjórum árum. Langstærsti hluti þessarar skuldar tengist vegakerfinu, en þar er áætlað að viðhaldsskuldin sé á bilinu 265–290 milljarðar króna. Það þarf því ekki að koma á óvart að samgöngumálin brenni á fólki um allt land; almenningi, stjórnendum fyrirtækja og sveitarstjórnarfólki, enda er ástand vegakerfisins víða ófullnægjandi. Það er mat höfunda innviðaskýrslunnar að ónóg fjárfesting og viðhald á undanförnum árum hafi leitt til versnandi ástands samgönguinnviða. Skuldasöfnun sem bitnar á komandi kynslóðum Viðhaldsskuldin er í raun form skuldasöfnunar af hálfu hins opinbera. Með því að fresta nauðsynlegu viðhaldi eru ríki og sveitarfélög að velta kostnaðinum yfir á komandi kynslóðir. Afleiðingarnar eru ekki aðeins fjárhagslegar heldur hefur þetta líka áhrif á öryggi vegfarenda og lífsgæði almennings. Afleiðingar þess að sinna viðhaldi ekki eru mjög alvarlegar og kostnaðarsamar. Því lengur sem viðhaldi er slegið á frest, því meiri verður kostnaðurinn þegar loks er ráðist í aðgerðir. Vegir sem ekki fá reglulegt viðhald ganga hraðar úr sér og þurfa dýrari lagfæringar síðar meir. Á meðan uppfyllir vegakerfið ekki lágmarkskröfur, hamlar atvinnulífi, eykur slysahættu og minnkar möguleika fólks til að búa og starfa í dreifðari byggðum. Fagnaðarefni að innviðaráðherra vilji bregðast við Samtök iðnaðarins hafa undanfarið átt fundi með öllum landshlutasamtökum sveitarfélaga. Á þeim fundum hefur komið skýrt fram að samgöngumálin eru eitt helsta áhyggjuefni sveitarstjórna. Á mörgum svæðum landsins er ástand vegakerfisins þannig að það ógnar jafnvel öryggi og velferð samfélaganna. Í því ljósi er það mikið fagnaðarefni að Eyjólfur Ármannsson, innviðaráðherra, skuli hafa lýst því yfir í fréttum Ríkisútvarpsins nýlega að hann hyggist óska eftir auknu fjármagni til viðhalds á vegakerfinu. Hann lagði áherslu á að Vegagerðin þurfi meira fjármagn strax í sumar svo hægt sé að hefjast handa við nauðsynlegar lagfæringar. Ráðherra hefur þegar sent erindi á fjármálaráðherra og ætlar að taka málið upp í ríkisstjórn. Þessi áhersla ráðherra er bæði skynsamleg og tímabær. Ljóst er að núverandi staða samgönguinnviða kallar á tafarlausar aðgerðir og það er mikilvægt að stjórnvöld sýni í verki að þau ætli að bregðast við þessari þróun. Verktakar eru tilbúnir Á meðal þeirra sem kunna að hafa efasemdir um slíka fjárfestingu má heyra raddir sem segja að ekki sé hægt að bæta við fleiri verkefnum í sumar. Það er hins vegar rangt. Íslenskir verktakar hafa fulla burði til að taka að sér aukin verkefni og munu standa klárir ef fjármögnun verður tryggð. Við getum því ekki látið slíkar röksemdir tefja bráðnauðsynlegar aðgerðir. Nú er tíminn til að bregðast við og það er í höndum stjórnvalda að tryggja að fjármagnið skili sér til Vegagerðarinnar. Við fögnum því að innviðaráðherra hyggist sækja aukið fjármagn til vegaviðhalds og skorum á ríkisstjórnina að fylgja þeim áherslum eftir. Skilaboðin frá sveitarfélögum, atvinnulífi og almenningi eru skýr: Það er ekki hægt að bíða lengur. Jóhanna Klara er sviðsstjóri mannvirkjasviðs Samtaka iðnaðarins og Ingólfur er aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins.
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun