„Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 3. mars 2025 10:28 Grímur Gíslason segist telja að stuðningur í Eyjum við Áslaugu Örnu hafa verið svipaðan og á landsvísu, rétt eins og stuðningur við Guðrúnu Hafsteinsdóttur. Vísir Formaður Sjálfstæðisfélagsins í Eyjum segir það gefa augaleið að það hafi haft áhrif á formannskjör í flokknum að helmingur fulltrúa úr Eyjum hafi setið eftir heima vegna veðurs. Hann segir málið sýna svart á hvítu við hvaða veruleika Eyjamenn búi á veturna. Þrettán manns frá Vestmannaeyjum afboðuðu komu sína á landsfund Sjálfstæðisflokksins um helgina vegna veðurs. Þar var Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður en einungis örfáum atkvæðum munaði á milli hennar og Áslaugar Örnu eða nítján talsins. Guðrún hlaut 932 atkvæði en Áslaug 912. Hefði Guðrún orðið af tveimur atkvæðum hefði þurft að kjósa upp á nýtt þar eð hún hefði þá ekki náð 50 prósenta þröskuldnum. Stuðningur á báða bóga „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið, hvort sem það hefði þýtt að kjör Guðrúnar hefði orðið afdráttarlausara eða þá í hina áttina, auðvitað veit maður það ekki,“ segir Grímur Gíslason formaður Sjálfstæðisfélagsins í Eyjum í samtali við Vísi. Hann segist telja að stuðningi við Guðrúnu og Áslaugu hafi verið nokkuð jafnt skipt í hópi Eyjamanna, rétt eins og á landsfundinum. Hann segir báða frambjóðendur hafa átt sína stuðningsmenn í hans hópi. Rétt rúmlega helmingur Eyjamanna komst þrátt fyrir allt á fundinn. „Og maður veit ekki hvernig það hefði skipst á milli þeirra hjá þeim sem ekki komust en auðvitað gefur það augaleið að þessi hópur hefði getað haft áhrif á úrslitin. Þetta eru þær áhyggjur sem ýmsir höfðu á sínum tíma og þess vegna var rætt um frestun fundarins, sem einhverjum þótti mikil fásinna á sínum tíma.“ Grímur segir þetta sýna vel við hvað Eyjamenn búi í dag. „Það er stóri punkturinn. Eyjamenn búa við þetta allan veturinn að þurfa að eiga von á því að komast ekki um þjóðveginn sinn marga daga í röð, það er náttúrulega algjörlega ótækt.“ Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Guðrún Hafsteinsdóttir, nýr formaður Sjálfstæðisflokksins, segir nauðsynlegt að nýta tímann í stjórnarandstöðu til að líta inn á við. Sjálfstæðisflokkurinn eigi að vera stærri og breiðari fylking. Hún vill koma flokknum „aftur í bílstjórasæti íslenskra stjórnmála“. Ný forysta fái það hlutverk að endurhugsa starf flokksins 3. mars 2025 09:12 „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Óhætt er að segja að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hafi tapað formannskjöri Sjálfstæðisflokksins með reisn. Eftir þakkarræðu Guðrúnar steig Áslaug upp í pontu, þakkaði fyrir sig og grínaðist. 2. mars 2025 13:54 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Sjá meira
Þrettán manns frá Vestmannaeyjum afboðuðu komu sína á landsfund Sjálfstæðisflokksins um helgina vegna veðurs. Þar var Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður en einungis örfáum atkvæðum munaði á milli hennar og Áslaugar Örnu eða nítján talsins. Guðrún hlaut 932 atkvæði en Áslaug 912. Hefði Guðrún orðið af tveimur atkvæðum hefði þurft að kjósa upp á nýtt þar eð hún hefði þá ekki náð 50 prósenta þröskuldnum. Stuðningur á báða bóga „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið, hvort sem það hefði þýtt að kjör Guðrúnar hefði orðið afdráttarlausara eða þá í hina áttina, auðvitað veit maður það ekki,“ segir Grímur Gíslason formaður Sjálfstæðisfélagsins í Eyjum í samtali við Vísi. Hann segist telja að stuðningi við Guðrúnu og Áslaugu hafi verið nokkuð jafnt skipt í hópi Eyjamanna, rétt eins og á landsfundinum. Hann segir báða frambjóðendur hafa átt sína stuðningsmenn í hans hópi. Rétt rúmlega helmingur Eyjamanna komst þrátt fyrir allt á fundinn. „Og maður veit ekki hvernig það hefði skipst á milli þeirra hjá þeim sem ekki komust en auðvitað gefur það augaleið að þessi hópur hefði getað haft áhrif á úrslitin. Þetta eru þær áhyggjur sem ýmsir höfðu á sínum tíma og þess vegna var rætt um frestun fundarins, sem einhverjum þótti mikil fásinna á sínum tíma.“ Grímur segir þetta sýna vel við hvað Eyjamenn búi í dag. „Það er stóri punkturinn. Eyjamenn búa við þetta allan veturinn að þurfa að eiga von á því að komast ekki um þjóðveginn sinn marga daga í röð, það er náttúrulega algjörlega ótækt.“
Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Guðrún Hafsteinsdóttir, nýr formaður Sjálfstæðisflokksins, segir nauðsynlegt að nýta tímann í stjórnarandstöðu til að líta inn á við. Sjálfstæðisflokkurinn eigi að vera stærri og breiðari fylking. Hún vill koma flokknum „aftur í bílstjórasæti íslenskra stjórnmála“. Ný forysta fái það hlutverk að endurhugsa starf flokksins 3. mars 2025 09:12 „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Óhætt er að segja að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hafi tapað formannskjöri Sjálfstæðisflokksins með reisn. Eftir þakkarræðu Guðrúnar steig Áslaug upp í pontu, þakkaði fyrir sig og grínaðist. 2. mars 2025 13:54 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Sjá meira
Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Guðrún Hafsteinsdóttir, nýr formaður Sjálfstæðisflokksins, segir nauðsynlegt að nýta tímann í stjórnarandstöðu til að líta inn á við. Sjálfstæðisflokkurinn eigi að vera stærri og breiðari fylking. Hún vill koma flokknum „aftur í bílstjórasæti íslenskra stjórnmála“. Ný forysta fái það hlutverk að endurhugsa starf flokksins 3. mars 2025 09:12
„Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Óhætt er að segja að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hafi tapað formannskjöri Sjálfstæðisflokksins með reisn. Eftir þakkarræðu Guðrúnar steig Áslaug upp í pontu, þakkaði fyrir sig og grínaðist. 2. mars 2025 13:54