Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar 3. mars 2025 09:02 Baráttan fyrir bættri velferð dýra hefur verið að styrkjast stöðugt á síðustu árum. Það finnum við hjá Dýraverndarsambandi Íslands, rótgrónum samtökum sem eiga ekki minna erindi í dag en þegar þau voru stofnuð fyrir 110 árum. Með því að skrifa undir á vefnum askorun.dyravernd.is getur fólk lagst á árarnar með DÍS til að þrýsta á stjórnvöld að stöðva blóðmerahald.Eðli þessarar starfsemi hefur verið dregin fram í dagsljósið undanfarin ár og dylst engum sem skoðar framkvæmdina að um er að ræða meðferð á dýrum sem er bæði tímaskekkja og dýraníð. Blóðtakan veldur áþján Blóðmerahaldið er starfsemi þar sem blóð er tekið úr fylfullum hryssum til vinna úr því hormón til framleiðslu á frjósemislyfi fyrir dýr. Lyfið er notað fyrir dýr í verksmiðjubúskap, aðallega gyltur, svo dýrin eignist fleiri afkvæmi og oftar en þeim er eðlilegt. Þegar tekið er blóð úr hryssunum sem eru fylfullar og yfirleitt mjólkandi folaldi, eru teknir 5 lítrar vikulega í allt að 8 vikur. Þetta er um 16-20% af heildarblóðmagni hryssanna sem er langt umfram alþjóðleg viðmið hvað varðar magn og tíðni blóðtöku úr dýrum sem er óviðunandi og veldur hryssunum áþján. Væri farið eftir alþjóðlegum viðmiðum væri verið að taka um 7,5%, eða um 2 lítra. Grimm meðferð á fylfullum hryssum Í blóðmerahaldinu er yfirleitt um að ræða stóra hópa hryssa sem eru lítið tamdar og í lítilli snertingu við fólk. Þegar þessar hryssur eru reknar á blóðtökubás og bundnar þar fastar verða þær eðlilega mjög hræddar og ekki síður um folaldið sitt. Í þessum aðstæðum reyna hryssurnar að berjast um eða flýja til að komast undan og þegar það gengur ekki gefast þær upp og láta meðferðina yfir sig ganga. Svona meðferð á dýrum er grimm og algjörlega í andstöðu við markmið laga um velferð dýra. Þegar blóð er tekið úr hryssunum er um að ræða þvingandi aðgerð, hvort sem þær eru tamdar eða lítið tamdar. Ferlið er sársaukafullt þar sem hryssurnar eru stungnar í hálsbláæð með þykkri nál og geta þessar ítrekuðu blóðtökur einnig orsakað ígerðir. Dýraverndarsambandið hefur fengið ábendingar um að hryssur hafi verið margstungnar í hálsinn til að koma nálinni fyrir og að staðdeyfing virki ekki alltaf. Þúsundum folalda slátrað sem aukaafurð Hryssurnar þurfa að vera fylfullar svo hægt sé að vinna hormónið úr blóði þeirra. Á hverju ári kasta hryssurnar, sem eru um 5.000 talsins, hátt í sama fjölda folalda. Þessum folöldum er flestum slátrað sem aukaafurð í þágu lyfjaframleiðslu sem eykur áþján dýra í verksmiðjubúskap. Dýraverndarsambandið hefur fengið ábendingar um að folöldum í blóðmerahaldinu hafi í einhverjum tilfellum verið slátrað fyrir hefðbundinn sláturtíma að hausti, eða yfir sumartímann. Ef hryssur framleiða ekki nógu mikið af hormóninu er þeim yfirleitt slátrað. Það er ljóst að blóðmerahaldið er ill meðferð á dýrum bæði hvað varðar magn og tíðni blóðtökunnar sem gengur langt út yfir alþjóðleg viðmið, ásamt meðferðinni á hryssunum þar sem leiða má að því líkur að flestar þeirra gefist upp á básunum sem er grimm meðferð á dýrum. Góð dýravelferð á að vera sjálfsagður hluti af nútímasamfélagi. Þar sem velferð dýra er ekki tryggð þarf að gera úrbætur og þegar enginn möguleiki er á úrbótum til að tryggja mannúðlega meðferð dýra þarf einfaldlega að afleggja starfsemina. Ef þessar blóðtökur úr fylfullum hryssum yrðu framkvæmdar í samræmi við alþjóðleg viðmið um blóðtöku úr dýrum yrði starfseminni sjálfhætt. Dýraverndarsamband Íslands stendur nú fyrir undirskriftasöfnun þar sem skorað er á stjórnvöld að banna blóðmerahald fyrir fullt og allt hér á landi. Við trúum því staðfastlega að velferð dýra sé grundvallarþáttur í heilbrigðu samfélagi og ef þú vilt hjálpa okkur að knýja fram breytingar þá er hægt að nálgast undirskriftasöfnunina á vefnum askorun.dyravernd.is. Höfundur er formaður Dýraverndarsambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Blóðmerahald Linda Karen Gunnarsdóttir Mest lesið Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Sjá meira
Baráttan fyrir bættri velferð dýra hefur verið að styrkjast stöðugt á síðustu árum. Það finnum við hjá Dýraverndarsambandi Íslands, rótgrónum samtökum sem eiga ekki minna erindi í dag en þegar þau voru stofnuð fyrir 110 árum. Með því að skrifa undir á vefnum askorun.dyravernd.is getur fólk lagst á árarnar með DÍS til að þrýsta á stjórnvöld að stöðva blóðmerahald.Eðli þessarar starfsemi hefur verið dregin fram í dagsljósið undanfarin ár og dylst engum sem skoðar framkvæmdina að um er að ræða meðferð á dýrum sem er bæði tímaskekkja og dýraníð. Blóðtakan veldur áþján Blóðmerahaldið er starfsemi þar sem blóð er tekið úr fylfullum hryssum til vinna úr því hormón til framleiðslu á frjósemislyfi fyrir dýr. Lyfið er notað fyrir dýr í verksmiðjubúskap, aðallega gyltur, svo dýrin eignist fleiri afkvæmi og oftar en þeim er eðlilegt. Þegar tekið er blóð úr hryssunum sem eru fylfullar og yfirleitt mjólkandi folaldi, eru teknir 5 lítrar vikulega í allt að 8 vikur. Þetta er um 16-20% af heildarblóðmagni hryssanna sem er langt umfram alþjóðleg viðmið hvað varðar magn og tíðni blóðtöku úr dýrum sem er óviðunandi og veldur hryssunum áþján. Væri farið eftir alþjóðlegum viðmiðum væri verið að taka um 7,5%, eða um 2 lítra. Grimm meðferð á fylfullum hryssum Í blóðmerahaldinu er yfirleitt um að ræða stóra hópa hryssa sem eru lítið tamdar og í lítilli snertingu við fólk. Þegar þessar hryssur eru reknar á blóðtökubás og bundnar þar fastar verða þær eðlilega mjög hræddar og ekki síður um folaldið sitt. Í þessum aðstæðum reyna hryssurnar að berjast um eða flýja til að komast undan og þegar það gengur ekki gefast þær upp og láta meðferðina yfir sig ganga. Svona meðferð á dýrum er grimm og algjörlega í andstöðu við markmið laga um velferð dýra. Þegar blóð er tekið úr hryssunum er um að ræða þvingandi aðgerð, hvort sem þær eru tamdar eða lítið tamdar. Ferlið er sársaukafullt þar sem hryssurnar eru stungnar í hálsbláæð með þykkri nál og geta þessar ítrekuðu blóðtökur einnig orsakað ígerðir. Dýraverndarsambandið hefur fengið ábendingar um að hryssur hafi verið margstungnar í hálsinn til að koma nálinni fyrir og að staðdeyfing virki ekki alltaf. Þúsundum folalda slátrað sem aukaafurð Hryssurnar þurfa að vera fylfullar svo hægt sé að vinna hormónið úr blóði þeirra. Á hverju ári kasta hryssurnar, sem eru um 5.000 talsins, hátt í sama fjölda folalda. Þessum folöldum er flestum slátrað sem aukaafurð í þágu lyfjaframleiðslu sem eykur áþján dýra í verksmiðjubúskap. Dýraverndarsambandið hefur fengið ábendingar um að folöldum í blóðmerahaldinu hafi í einhverjum tilfellum verið slátrað fyrir hefðbundinn sláturtíma að hausti, eða yfir sumartímann. Ef hryssur framleiða ekki nógu mikið af hormóninu er þeim yfirleitt slátrað. Það er ljóst að blóðmerahaldið er ill meðferð á dýrum bæði hvað varðar magn og tíðni blóðtökunnar sem gengur langt út yfir alþjóðleg viðmið, ásamt meðferðinni á hryssunum þar sem leiða má að því líkur að flestar þeirra gefist upp á básunum sem er grimm meðferð á dýrum. Góð dýravelferð á að vera sjálfsagður hluti af nútímasamfélagi. Þar sem velferð dýra er ekki tryggð þarf að gera úrbætur og þegar enginn möguleiki er á úrbótum til að tryggja mannúðlega meðferð dýra þarf einfaldlega að afleggja starfsemina. Ef þessar blóðtökur úr fylfullum hryssum yrðu framkvæmdar í samræmi við alþjóðleg viðmið um blóðtöku úr dýrum yrði starfseminni sjálfhætt. Dýraverndarsamband Íslands stendur nú fyrir undirskriftasöfnun þar sem skorað er á stjórnvöld að banna blóðmerahald fyrir fullt og allt hér á landi. Við trúum því staðfastlega að velferð dýra sé grundvallarþáttur í heilbrigðu samfélagi og ef þú vilt hjálpa okkur að knýja fram breytingar þá er hægt að nálgast undirskriftasöfnunina á vefnum askorun.dyravernd.is. Höfundur er formaður Dýraverndarsambands Íslands.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun