Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 2. mars 2025 20:04 Grímur Hergeirsson, lögreglustjóri á Suðurlandi er mjög ánægður með nýju lögreglustöðina í Vík í Mýrdal og allan aðbúnað þar. Magnús Hlynur Hreiðarsson Ný lögreglustöð hefur verið opnuð í Vík í Mýrdal, sem mikil ánægja er með enda tilgangurinn að efla löggæslu á svæðinu og tryggja öryggi íbúa og ferðamanna. Sex lögreglumenn starfa á stöðinni. Húsnæði nýju lögreglustöðvarinnar er við Ránarbraut 1 á neðri hæðinni þar sem Arion banki og ÁTVR voru áður með starfsemi sína. Fjölmenni mætti í opið hús í nýju lögreglustöðinni í vikunni og voru allir hæstánægðir með nýju húsakynnin. „Það eru sex lögreglumenn á þessu svæði eins og staðan er í dag og við auðvitað vonumst til að getað eflt okkar starfsemi núna enn frekar þegar við erum komin með aðstöðu á svæðinu. Það er ekki sólarhringsvakt hérna en það eru bakvaktir á nóttunni en vakt yfir daginn og fram á kvöld,” segir Grímur Hergeirsson, lögreglustjóri á Suðurlandi. Fjölmenni mætti á opna húsið á lögreglustöðinni í Vík síðasta fimmtudag.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sveitarstjóri Mýrdalshrepps fagnar að sjálfsögðu nýju lögreglustöðinni. „Þessi glæsilega aðstaða hérna er auðvitað algjör bylting fyrir starfsfólk Lögreglunnar á Suðurlandi og ég hef bara væntingar til þess að þetta verði til þess að fjölga lögreglumönnum hér á svæðinu og auka öryggi okkar og allra ferðamanna, sem að koma hérna um,” segir Einar Freyr Elínarson, sveitarstjóri Mýrdalshrepps. Einar Freyr Elínarson, sveitarstjóri Mýrdalshrepps færði lögreglunni glæsilega mynd frá Vík, sem Grímur tók á móti og verður hengd upp á vegg á nýju lögreglustöðinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og það eru sex lögreglumenn í Vík, eru þetta bestu lögreglumenn landsins eða hvað? „Já, ég held að það megi örugglega kalla þá bestu lögreglumenn landsins því þeir þurfa oft að standa vaktina hérna undir gríðarlega erfiðum kringumstæðum, glíma við náttúruöflin, óreynda oft erlenda ökumenn, sem eru að koma mikið til okkar og ég er afskaplega þakklátur fyrir þeirra góðu störf,” segir Einar Freyr. Reynir Ragnarsson var lögreglumaður í Vík í 20 ára. Hann er alsæll með nýju lögreglustöðina. „Mér líst bara vel á hana, mjög vel. Það er annað heldur en þegar maður byrjaði hérna í lögreglunni en ég var nú fyrsti fastráðni lögreglumaðurinn hérna í sýslunni og þá var engin aðstaða neins staðar,” segir Reynir. Reynir Ragnarsson starfaði í um 20 ára í lögreglunni í Vík og var fyrsti fastráðni starfsmaðurinn þar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nýja lögreglustöðin er til húsa á neðri hæðinni við Ránarbraut 1 í Vík. Magnús Hlynur Hreiðarsson Mýrdalshreppur Lögreglan Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Lýst eftir Atla Vikari Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent Fleiri fréttir Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Lýst eftir Atla Vikari Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Sjá meira
Húsnæði nýju lögreglustöðvarinnar er við Ránarbraut 1 á neðri hæðinni þar sem Arion banki og ÁTVR voru áður með starfsemi sína. Fjölmenni mætti í opið hús í nýju lögreglustöðinni í vikunni og voru allir hæstánægðir með nýju húsakynnin. „Það eru sex lögreglumenn á þessu svæði eins og staðan er í dag og við auðvitað vonumst til að getað eflt okkar starfsemi núna enn frekar þegar við erum komin með aðstöðu á svæðinu. Það er ekki sólarhringsvakt hérna en það eru bakvaktir á nóttunni en vakt yfir daginn og fram á kvöld,” segir Grímur Hergeirsson, lögreglustjóri á Suðurlandi. Fjölmenni mætti á opna húsið á lögreglustöðinni í Vík síðasta fimmtudag.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sveitarstjóri Mýrdalshrepps fagnar að sjálfsögðu nýju lögreglustöðinni. „Þessi glæsilega aðstaða hérna er auðvitað algjör bylting fyrir starfsfólk Lögreglunnar á Suðurlandi og ég hef bara væntingar til þess að þetta verði til þess að fjölga lögreglumönnum hér á svæðinu og auka öryggi okkar og allra ferðamanna, sem að koma hérna um,” segir Einar Freyr Elínarson, sveitarstjóri Mýrdalshrepps. Einar Freyr Elínarson, sveitarstjóri Mýrdalshrepps færði lögreglunni glæsilega mynd frá Vík, sem Grímur tók á móti og verður hengd upp á vegg á nýju lögreglustöðinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og það eru sex lögreglumenn í Vík, eru þetta bestu lögreglumenn landsins eða hvað? „Já, ég held að það megi örugglega kalla þá bestu lögreglumenn landsins því þeir þurfa oft að standa vaktina hérna undir gríðarlega erfiðum kringumstæðum, glíma við náttúruöflin, óreynda oft erlenda ökumenn, sem eru að koma mikið til okkar og ég er afskaplega þakklátur fyrir þeirra góðu störf,” segir Einar Freyr. Reynir Ragnarsson var lögreglumaður í Vík í 20 ára. Hann er alsæll með nýju lögreglustöðina. „Mér líst bara vel á hana, mjög vel. Það er annað heldur en þegar maður byrjaði hérna í lögreglunni en ég var nú fyrsti fastráðni lögreglumaðurinn hérna í sýslunni og þá var engin aðstaða neins staðar,” segir Reynir. Reynir Ragnarsson starfaði í um 20 ára í lögreglunni í Vík og var fyrsti fastráðni starfsmaðurinn þar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nýja lögreglustöðin er til húsa á neðri hæðinni við Ránarbraut 1 í Vík. Magnús Hlynur Hreiðarsson
Mýrdalshreppur Lögreglan Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Lýst eftir Atla Vikari Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent Fleiri fréttir Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Lýst eftir Atla Vikari Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Sjá meira