Fótbolti

Kristian Nökkvi með mark og stoð­sendingu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Kristian Nökkvi fagnar.
Kristian Nökkvi fagnar. ANP/Getty Images

Kristian Nökkvi Hlynsson var allt í öllu þegar Sparta Rotterdam lagði Willem II 4-0 í efstu deild karla í Hollandi. Rúnar Þór Sigurgeirsson var í byrjunarliði Willem II og Nökkvi Þeyr Þórisson spilaði síðustu fimmtán mínútur leiksins.

Kristian Nökkvi er á láni hjá Sparta frá stórliði Ajax. Hann var hér að koma að sínum fyrstu mörkum í búningi Sparta. Lagði hann upp annað mark liðsins og skoraði það fjórða á lokamínútu venjulegs leiktíma. Markið má sjá hér að neðan.

Eftir sigur dagsins er Sparta í 16. sæti með 23 stig að loknum 24 leikjum. Liðin í 17. og 18. sæti efstu deildar falla niður um deild en liðið í 16. sæti fer í umspil um að halda sæti sínu. Willem II er í 15. sæti með 24 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×