Leiðréttingar á staðhæfingum um mjólkurmarkaðinn og tollflokkun Erna Bjarnadóttir skrifar 2. mars 2025 11:00 Í frétt Viðskiptablaðsins, sem birtist 28. febrúar 2025, er því haldið fram að tollflokkun rifins pítsaosts með jurtaolíu geri innflutning nánast ómögulegan og tryggi þannig Mjólkursamsölunni (MS) markaðsráðandi stöðu. MS er vissulega markaðsráðandi aðili, en það þýðir ekki að fyrirtækið hafi óskorað vald yfir verðlagningu eins og látið er í veðri vaka. Þvert á móti er MS bundið af tveimur þáttum sem önnur fyrirtæki búa ekki við: Hráefnisverði til bænda, sem er ákveðið af lögbundinni verðlagsnefnd. Opinberri verðlagningu á um það bil helmingi afurða sinna, sem takmarkar svigrúm fyrirtækisins til verðlagningar og hefur bein áhrif á starfsemi þess. Tollflokkunin er í samræmi við lög Héraðsdómur Reykjavíkur, Landsréttur og Endurupptökudómur hafa staðfest að tollflokkun rifins pítsaosts sé rétt og í samræmi við íslensk tollalög. Álit Alþjóðatollastofnunarinnar (WCO) um tollflokkun þessa osts hefur verið tekið til umfjöllunar fyrir íslenskum dómstólum, og þar hefur verið staðfest að íslensk lög ganga framar í þessum efnum. Fullyrðingar framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda um pólitískan þrýsting fulltrúa kúabænda til að fá fjármálaráðuneytið til að hnekkja þessari löglega dæmdu tollflokkun með pennastriki standast því ekki skoðun. Þvert á móti er það Félag atvinnurekenda sjálft sem nú beitir pólitískum þrýstingi til að knýja á um að stjórnvöld haldi sig við áformin um breytingu á tollflokkun, sem kynnt var í samráðsgátt. MS er ekki einokunarfyrirtæki MS vinnur í lögbundnu kerfi þar sem öllum mjólkurvinnslum á Íslandi stendur til boða að kaupa hráefni á sömu kjörum og MS. Auk þess eru innfluttar mjólkurvörur hluti af þessum markaði. Samkvæmt búvörulögum nr. 99/1993 hefur markaðsráðandi aðili einnig skyldu til að selja óunna mjólk til allra sem vilja vera í mjólkurvinnslu, sem tryggir að aðrir aðilar geti starfað á markaðnum. Í ljósi þessara staðreynda standast ekki staðhæfingar um einokun. EES-samningurinn og tollvernd landbúnaðarvara EES-samningurinn byggir á tveimur meginþáttum þegar kemur að viðskiptum með landbúnaðarvörur. Viðkvæmar landbúnaðarvörur, þar á meðal ostur, falla undir 19. grein samningsins og um viðskipti með þær er sérstaklega samið milli Íslands og ESB. Undir bókun 3 við EES samninginn falla blönduð matvæli, þar sem verðjöfnunargjöld koma einnig til sögunnar til að jafna samkeppnisstöðu innlendra búvöruframleiðenda gagnvart innfluttum vörum. EES-samningurinn heimilar því tolla og verðjöfnunargjöld á landbúnaðarvörur þar sem ekki hefur verið samið um gagnkvæma lækkun tolla í sérstökum samningum. Verðjöfnunargjöld eru í raun órjúfanlegur hluti af EES-samningnum og eru notuð bæði í ESB og Noregi, á meðan Ísland hefur ekki nýtt sér þetta úrræði. Afleiðingar afnáms tollverndar Afnám tollverndar og undanþága frá samkeppnislögum myndi hafa djúpstæð áhrif á íslenska mjólkurframleiðslu. Íslenskir bændur keppa nú þegar við innfluttar landbúnaðarvörur. Ef þessar verndaraðgerðir væru afnumdar myndi það veikja íslenskan mjólkuriðnað, draga úr framleiðslu innanlands og auka háð landsins á innflutningi. Slík þróun myndi ekki aðeins rýra tekjur bænda heldur einnig hafa áhrif á fæðuöryggi landsins. Er það stefna stjórnvalda að veikja íslenskan landbúnað svo að innfluttar vörur verði ráðandi? Leikreglur réttarríkisins Það væri áhugavert að fá skýra afstöðu framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda í þessari umræðu. Er hann að tala fyrir því að lækka eða afnema tolla á mjólkurvörur? Eða leggur hann til að vörur séu tollflokkaðar gegn gildandi tollalögum og skýringum við tollskrá, einungis til að tryggja tollfrjálsan innflutning fárra innflutningsfyrirtækja í trássi við niðurstöður íslenskra dómstóla á íslenskri löggjöf? Áhugavert væri að sjá hver svör hans eru við þessum spurningum sem og að fá sjónarmið hans til tollahækkana Noregs á osta og aðrar vörur frá 2012, svo og afstöðu hans til tollahækkana Noregs á kartöflur og aðrar vörur frá 2024. Í báðum tilvikum voru tollar hækkaðir um 100-300% undir forsæti vinstri stjórna í Noregi. Þar sem framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda er sérstakur áhugamaður um frjáls vöruviðskipti og það hvernig nágrannaþjóðir Íslands haga sínum viðskiptum, þá hlýtur hann að vilja skoða með ígrunduðum hætti hvort íslensk landbúnaðarstefna hafi fram til þessa verið að skera sig með áberandi hætti frá t.d. fordæmi Norðmanna sem hafa sett sér skýra stefnu í þessum málaflokki. Höfundur er hagfræðingur hjá Mjólkursamsölunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Matur Matvælaframleiðsla Skattar og tollar Erna Bjarnadóttir Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Sjá meira
Í frétt Viðskiptablaðsins, sem birtist 28. febrúar 2025, er því haldið fram að tollflokkun rifins pítsaosts með jurtaolíu geri innflutning nánast ómögulegan og tryggi þannig Mjólkursamsölunni (MS) markaðsráðandi stöðu. MS er vissulega markaðsráðandi aðili, en það þýðir ekki að fyrirtækið hafi óskorað vald yfir verðlagningu eins og látið er í veðri vaka. Þvert á móti er MS bundið af tveimur þáttum sem önnur fyrirtæki búa ekki við: Hráefnisverði til bænda, sem er ákveðið af lögbundinni verðlagsnefnd. Opinberri verðlagningu á um það bil helmingi afurða sinna, sem takmarkar svigrúm fyrirtækisins til verðlagningar og hefur bein áhrif á starfsemi þess. Tollflokkunin er í samræmi við lög Héraðsdómur Reykjavíkur, Landsréttur og Endurupptökudómur hafa staðfest að tollflokkun rifins pítsaosts sé rétt og í samræmi við íslensk tollalög. Álit Alþjóðatollastofnunarinnar (WCO) um tollflokkun þessa osts hefur verið tekið til umfjöllunar fyrir íslenskum dómstólum, og þar hefur verið staðfest að íslensk lög ganga framar í þessum efnum. Fullyrðingar framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda um pólitískan þrýsting fulltrúa kúabænda til að fá fjármálaráðuneytið til að hnekkja þessari löglega dæmdu tollflokkun með pennastriki standast því ekki skoðun. Þvert á móti er það Félag atvinnurekenda sjálft sem nú beitir pólitískum þrýstingi til að knýja á um að stjórnvöld haldi sig við áformin um breytingu á tollflokkun, sem kynnt var í samráðsgátt. MS er ekki einokunarfyrirtæki MS vinnur í lögbundnu kerfi þar sem öllum mjólkurvinnslum á Íslandi stendur til boða að kaupa hráefni á sömu kjörum og MS. Auk þess eru innfluttar mjólkurvörur hluti af þessum markaði. Samkvæmt búvörulögum nr. 99/1993 hefur markaðsráðandi aðili einnig skyldu til að selja óunna mjólk til allra sem vilja vera í mjólkurvinnslu, sem tryggir að aðrir aðilar geti starfað á markaðnum. Í ljósi þessara staðreynda standast ekki staðhæfingar um einokun. EES-samningurinn og tollvernd landbúnaðarvara EES-samningurinn byggir á tveimur meginþáttum þegar kemur að viðskiptum með landbúnaðarvörur. Viðkvæmar landbúnaðarvörur, þar á meðal ostur, falla undir 19. grein samningsins og um viðskipti með þær er sérstaklega samið milli Íslands og ESB. Undir bókun 3 við EES samninginn falla blönduð matvæli, þar sem verðjöfnunargjöld koma einnig til sögunnar til að jafna samkeppnisstöðu innlendra búvöruframleiðenda gagnvart innfluttum vörum. EES-samningurinn heimilar því tolla og verðjöfnunargjöld á landbúnaðarvörur þar sem ekki hefur verið samið um gagnkvæma lækkun tolla í sérstökum samningum. Verðjöfnunargjöld eru í raun órjúfanlegur hluti af EES-samningnum og eru notuð bæði í ESB og Noregi, á meðan Ísland hefur ekki nýtt sér þetta úrræði. Afleiðingar afnáms tollverndar Afnám tollverndar og undanþága frá samkeppnislögum myndi hafa djúpstæð áhrif á íslenska mjólkurframleiðslu. Íslenskir bændur keppa nú þegar við innfluttar landbúnaðarvörur. Ef þessar verndaraðgerðir væru afnumdar myndi það veikja íslenskan mjólkuriðnað, draga úr framleiðslu innanlands og auka háð landsins á innflutningi. Slík þróun myndi ekki aðeins rýra tekjur bænda heldur einnig hafa áhrif á fæðuöryggi landsins. Er það stefna stjórnvalda að veikja íslenskan landbúnað svo að innfluttar vörur verði ráðandi? Leikreglur réttarríkisins Það væri áhugavert að fá skýra afstöðu framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda í þessari umræðu. Er hann að tala fyrir því að lækka eða afnema tolla á mjólkurvörur? Eða leggur hann til að vörur séu tollflokkaðar gegn gildandi tollalögum og skýringum við tollskrá, einungis til að tryggja tollfrjálsan innflutning fárra innflutningsfyrirtækja í trássi við niðurstöður íslenskra dómstóla á íslenskri löggjöf? Áhugavert væri að sjá hver svör hans eru við þessum spurningum sem og að fá sjónarmið hans til tollahækkana Noregs á osta og aðrar vörur frá 2012, svo og afstöðu hans til tollahækkana Noregs á kartöflur og aðrar vörur frá 2024. Í báðum tilvikum voru tollar hækkaðir um 100-300% undir forsæti vinstri stjórna í Noregi. Þar sem framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda er sérstakur áhugamaður um frjáls vöruviðskipti og það hvernig nágrannaþjóðir Íslands haga sínum viðskiptum, þá hlýtur hann að vilja skoða með ígrunduðum hætti hvort íslensk landbúnaðarstefna hafi fram til þessa verið að skera sig með áberandi hætti frá t.d. fordæmi Norðmanna sem hafa sett sér skýra stefnu í þessum málaflokki. Höfundur er hagfræðingur hjá Mjólkursamsölunni.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun