Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. mars 2025 22:47 Mateta liggur óvígur eftir. Glyn KIRK / AFP Jean-Philippe Mateta, framherji Crystal Palace, er á batavegi eftir að enda upp á spítala eftir stórundarlega tæklingu markvarðarins Liam Roberts þegar Palace lagði Millwall í enska bikarnum í dag. Tæklingin hefði getað stórslasað framherjann og jafnvel endað feril hans. Myndir og myndbönd segja meira en 1000 orð en tæklingin var ein sú fólskulegasta sem sést hefur í langan tíma. Upphaflega ætlaði Michael Oliver dómari ekki að dæma neitt en myndbandsdómari leiksins benti honum á að um fólskulegt brot væri að ræða og Roberts ætti að fara í sturtu hið snarasta. Atvikið átti sér stað á 8. mínútu leiksins sem Palace vann á endanum 3-1. Mateta lá óvígur eftir í þónokkrar mínútur áður en hann var borinn af velli. Þessi 27 ára gamli framherji hefur nú tjáð sig á samfélagsmiðlum. „Mér líður vel. Ég vonast til að snúa aftur sem fyrst, sterkari en áður. Vel gert strákar að klára dæmið.“ A message from JP 🥹We love you. #CPFC pic.twitter.com/nyooljhftw— Crystal Palace F.C. (@CPFC) March 1, 2025 Mateta mun þurfa að gangast undir aðgerð á eyra eftir tæklinguna. Oliver Glasner, þjálfari Palace, sagði að tæklingin hefði getað endað feril Mateta á meðan Alex Neil, þjálfari Milwall, sagði Roberts ekki hafa ætlað sér að meiða framherjann. Mateta hefur verið sjóðheitur að undanförnu og skorað átta mörk í síðustu átta deildarleikjum sínum. Alls hefur hann skorað 15 mörk í 33 leikjum á leiktíðinni en það verður nú eitthvað í að hann geti spilað á ný. Palace er komið í 8-liða úrslit ensku bikarkeppninnar ásamt Manchester City, Aston Villa, Preston North End og Bournemouth. Á morgun kemur í ljós hvaða þrjú lið tryggja sér einnig sæti í pottinum sem dregið verður úr annað kvöld. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Crystal Palace er komið áfram í átta liða úrslit ensku bikarkeppninnar eftir 3-1 sigur á Milwall í dag. Markvörður gestanna var rekinn af velli snemma leiks fyrir fáránlegt brot. 1. mars 2025 14:25 Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn Fleiri fréttir Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði þó að vera undirbúið fyrir næstu skref Newcastle - Chelsea | Skjórar í meiðslakrísu gegn gestum á góðu skriði Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Sjá meira
Myndir og myndbönd segja meira en 1000 orð en tæklingin var ein sú fólskulegasta sem sést hefur í langan tíma. Upphaflega ætlaði Michael Oliver dómari ekki að dæma neitt en myndbandsdómari leiksins benti honum á að um fólskulegt brot væri að ræða og Roberts ætti að fara í sturtu hið snarasta. Atvikið átti sér stað á 8. mínútu leiksins sem Palace vann á endanum 3-1. Mateta lá óvígur eftir í þónokkrar mínútur áður en hann var borinn af velli. Þessi 27 ára gamli framherji hefur nú tjáð sig á samfélagsmiðlum. „Mér líður vel. Ég vonast til að snúa aftur sem fyrst, sterkari en áður. Vel gert strákar að klára dæmið.“ A message from JP 🥹We love you. #CPFC pic.twitter.com/nyooljhftw— Crystal Palace F.C. (@CPFC) March 1, 2025 Mateta mun þurfa að gangast undir aðgerð á eyra eftir tæklinguna. Oliver Glasner, þjálfari Palace, sagði að tæklingin hefði getað endað feril Mateta á meðan Alex Neil, þjálfari Milwall, sagði Roberts ekki hafa ætlað sér að meiða framherjann. Mateta hefur verið sjóðheitur að undanförnu og skorað átta mörk í síðustu átta deildarleikjum sínum. Alls hefur hann skorað 15 mörk í 33 leikjum á leiktíðinni en það verður nú eitthvað í að hann geti spilað á ný. Palace er komið í 8-liða úrslit ensku bikarkeppninnar ásamt Manchester City, Aston Villa, Preston North End og Bournemouth. Á morgun kemur í ljós hvaða þrjú lið tryggja sér einnig sæti í pottinum sem dregið verður úr annað kvöld.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Crystal Palace er komið áfram í átta liða úrslit ensku bikarkeppninnar eftir 3-1 sigur á Milwall í dag. Markvörður gestanna var rekinn af velli snemma leiks fyrir fáránlegt brot. 1. mars 2025 14:25 Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn Fleiri fréttir Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði þó að vera undirbúið fyrir næstu skref Newcastle - Chelsea | Skjórar í meiðslakrísu gegn gestum á góðu skriði Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Sjá meira
Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Crystal Palace er komið áfram í átta liða úrslit ensku bikarkeppninnar eftir 3-1 sigur á Milwall í dag. Markvörður gestanna var rekinn af velli snemma leiks fyrir fáránlegt brot. 1. mars 2025 14:25