„Nýja hetjan“ Benóný Breki tryggði sigurinn með sínum fyrstu mörkum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. mars 2025 17:05 Benóný Breki fagnar með liðsfélögum sínum. Stockport County Framherjinn Benóný Breki Andrésson er kominn á blað í ensku C-deildinni. Hann kom inn af bekknum og skoraði bæði mörk Stockport County í 2-1 sigri á Blackpool. Miðvörðurinn Hjörtur Hermannsson var einnig á skotskónum í Grikklandi. Hinn 19 ára gamli Benóný Breki gekk í raðir Stockport eftir frábært tímabil með KR á síðustu leiktíð. Hann kom við sögu í bikarleik gegn Crystal Palace en hafði annars aðeins spilað 22 mínútur í deildinni þegar kom að leik dagsins. Framherjinn efnilegi hóf leik á bekknum en var sendur inn í hálfleik eftir að Ashley Fletcher, fyrrverandi leikmaður Manchester United, West Ham United, Middlesbrough, Watford og New York Red Bulls, hafði komið gestunum yfir. Það tók Benóný Breka aðeins tvær mínútur að jafna metin. Hann skoraði svo sigurmarkið þegar tæpar tíu mínútur voru til loka venjulegs leiktíma. Lokatölur 2-1 Stockport í vil sem er nú með 57 stig í 5. sæti að loknum 33 leikjum. Edgeley Park has a new hero, and his name is Benoný Breki Andrésson 😍#StockportCounty pic.twitter.com/Jos07L0N93— Stockport County (@StockportCounty) March 1, 2025 Efstu tvö lið C-deildarinnar fara beint upp í B-deildina á meðan liðin í 3. til 6. sæti fara í umspil um sæti í B-deild. Í Grikklandi skoraði Hjörtur Hermannsson eina mark Volos þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Aris í efstu deildinni þar í landi. Mark Hjartar kom á 71. mínútu eftir að gestirnir höfðu komist yfir. Volos er með 22 stig í 12. sæti af 14 liðum eftir 25 leiki. Aðeins einn leikur er eftir af hefðbundinni deildarkeppni. Þá fara liðin í 9. til 14. sæti í umspil um hvaða lið falla úr deildinni. Fótbolti Enski boltinn Gríski boltinn Tengdar fréttir Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Willum Þór Willumsson var í byrjunarliði Birmingham City sem vann 1-0 sigur á Wycombe Wanderers í toppslag í ensku C-deildinni í dag. 1. mars 2025 14:45 Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Ísland - Norður-Írland | Snjórinn farinn og slegist um sæti í A-deild Íslenski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Ísland - Norður-Írland | Snjórinn farinn og slegist um sæti í A-deild Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Sjá meira
Hinn 19 ára gamli Benóný Breki gekk í raðir Stockport eftir frábært tímabil með KR á síðustu leiktíð. Hann kom við sögu í bikarleik gegn Crystal Palace en hafði annars aðeins spilað 22 mínútur í deildinni þegar kom að leik dagsins. Framherjinn efnilegi hóf leik á bekknum en var sendur inn í hálfleik eftir að Ashley Fletcher, fyrrverandi leikmaður Manchester United, West Ham United, Middlesbrough, Watford og New York Red Bulls, hafði komið gestunum yfir. Það tók Benóný Breka aðeins tvær mínútur að jafna metin. Hann skoraði svo sigurmarkið þegar tæpar tíu mínútur voru til loka venjulegs leiktíma. Lokatölur 2-1 Stockport í vil sem er nú með 57 stig í 5. sæti að loknum 33 leikjum. Edgeley Park has a new hero, and his name is Benoný Breki Andrésson 😍#StockportCounty pic.twitter.com/Jos07L0N93— Stockport County (@StockportCounty) March 1, 2025 Efstu tvö lið C-deildarinnar fara beint upp í B-deildina á meðan liðin í 3. til 6. sæti fara í umspil um sæti í B-deild. Í Grikklandi skoraði Hjörtur Hermannsson eina mark Volos þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Aris í efstu deildinni þar í landi. Mark Hjartar kom á 71. mínútu eftir að gestirnir höfðu komist yfir. Volos er með 22 stig í 12. sæti af 14 liðum eftir 25 leiki. Aðeins einn leikur er eftir af hefðbundinni deildarkeppni. Þá fara liðin í 9. til 14. sæti í umspil um hvaða lið falla úr deildinni.
Fótbolti Enski boltinn Gríski boltinn Tengdar fréttir Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Willum Þór Willumsson var í byrjunarliði Birmingham City sem vann 1-0 sigur á Wycombe Wanderers í toppslag í ensku C-deildinni í dag. 1. mars 2025 14:45 Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Ísland - Norður-Írland | Snjórinn farinn og slegist um sæti í A-deild Íslenski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Ísland - Norður-Írland | Snjórinn farinn og slegist um sæti í A-deild Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Sjá meira
Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Willum Þór Willumsson var í byrjunarliði Birmingham City sem vann 1-0 sigur á Wycombe Wanderers í toppslag í ensku C-deildinni í dag. 1. mars 2025 14:45