Golf

Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Dale Whitnell kátur eftir afrek dagsins.
Dale Whitnell kátur eftir afrek dagsins. dp world tour

Enski kylfingurinn Dale Whitnell fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum á Investec South African Open Championship í dag.

Whitnell, sem er númer 545 á heimslistanum í golfi, fór holu í höggi á annarri braut sem er par þrjú hola. 

Hann fylgdi því eftir með því að fara aftur holu í höggi á tólftu braut sem er einnig par þrjú hola. Ótrúlegt afrek hjá hinum 36 ára Whitnell.

Það gekk þó ekki allt upp hjá honum í dag því hann fékk meðal annars skramba á sextándu braut og tvo skolla. 

Heilt yfir lék Whitnell þó mjög vel, á níu höggum undir pari. Hann er í 8. sæti mótsins. Whitnell lék fyrsta hringinn í gær á pari vallarins í Durban.

Heimamaðurinn Shaun Norris er efstur á mótinu á fjórtán höggum undir pari. Sex af sjö efstu mönnum mótsins koma frá Suður-Afríku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×