Frá þessu segir á vef Matvælastofnunar. Fram kemur að stofnunin hafi gert kröfu um verulega fækkun á fé á bænum niður í fimmtíu kindur, sem ábúendur hafi samþykkt með skriflegum hætti.
Ábúendum hafi verið boðist að færa til slátrunar uppgefinn fjölda fjár innan ákveðins tímaramma, en þegar það hafi ekki gengið að fullu eftir, hafi stofnunin gripið til aðgerða.
„Áhersla var lögð á að ljúka aðgerðum áður en nær liði að sauðburði, sem væntanlegt var að hæfist seinnihluta aprílmánaðar. Aðbúnaði og umönnun lambfjár á búinu hefur sérstaklega verið ábótavant á þeim viðkvæma tíma búfjárhaldsins.
Aðgerðir gengu vel. Samtals hefur verið fækkað á búinu um rétt tæplega 600 fjár síðan sláturtíð lauk í fyrra haust. Aukið eftirlit verður viðhaft með aðbúnaði og umhirðu á því fé sem ábúendur fengu að halda eftir,“ segir á vef Matvælastofnunar.