Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Samúel Karl Ólason skrifar 27. febrúar 2025 17:31 Frá heimili Gene Hackman og Betsy Arakawa í Santa Fe í Nýju-Mexíkó. AP/Roberto E. Rosales Bandaríski leikarinn Gene Hackman og eiginkona hans, píanóleikarinn Betsy Arakawa, höfðu verið látin í einhvern tíma þegar þau fundust í gær. Þá fundust þau í sitthvoru herberginu á heimili sínu í Nýju-Mexíkó. Samkvæmt leitarheimild lögreglunnar, sem Sky News vitnar í, fannst Arakawa á baðherbergi í húsinu og Hackman fannst í herbergi þar sem blaut föt og skór voru hengd til þerris, almennt kallað þurrkherbergi. Einn hunda þeirra hjóna fannst einnig dauður. Lögreglan hefur ekki gefið upp hvernig þau dóu en fyrr í dag var gefið út að ekki væri talið að það hafi gerst með glæpsamlegum hætti. Vangaveltur hafa verið uppi um að gasleka sé um að kenna en dóttir þeirra hjóna hefur meðal annarra lagt það til. Blaðamenn TMZ hafa einnig komið höndum yfir áðurnefnda leitarheimild. Hafa þeir eftir rannsóknarlögreglumanni sem skrifaði hana að hann teldi dauða hjónanna nægilega grunsamlegan til að rannsaka þyrfti málið ítarlega. Þar segir að þeir sem komu að líkum hjónanna hafi komið að útidyrum hússins opnum en allar aðrar dyr reyndust læstar. Ekkert bendi til þess að brotist hafi verið inn og svo virðist sem ekkert hafi verið tekið. Einn lifandi hundur hafi verið fyrir utan húsið og hinir tveir hafi verið nærri Arakawa og annar þeirra dauður. Rannsóknarlögregluþjónninn skrifar einnig að opið pilluglas hafi legið á gólfinu nærri henni og að engin augljós merki gasleka hafi verið sýnileg. Lögreglan telur að Hackamn hafi fallið í jörðina vegna þess að sólgleraugu og starfur fundust við hlið hans. Hann segir einnig að ástand líkanna bendi til að hjónin hafi verið dáin í einhvern tíma. Hackman var 95 ára gamall og Arakawa var 63. Verkamenn sem fundu þau munu hafa séð þau á lífi fyrir um tveimur vikum. Starfsmenn gasfyrirtækis munu hafa verið kallaðir á vettvang og fundu þeir engin ummerki gasleka og virtist allt vera í lagi með gasleiðslur í húsinu og við það. Lögreglan segir engin sár hafa fundist á líkum þeirra. Bandaríkin Hollywood Andlát Gene Hackman Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Sjá meira
Samkvæmt leitarheimild lögreglunnar, sem Sky News vitnar í, fannst Arakawa á baðherbergi í húsinu og Hackman fannst í herbergi þar sem blaut föt og skór voru hengd til þerris, almennt kallað þurrkherbergi. Einn hunda þeirra hjóna fannst einnig dauður. Lögreglan hefur ekki gefið upp hvernig þau dóu en fyrr í dag var gefið út að ekki væri talið að það hafi gerst með glæpsamlegum hætti. Vangaveltur hafa verið uppi um að gasleka sé um að kenna en dóttir þeirra hjóna hefur meðal annarra lagt það til. Blaðamenn TMZ hafa einnig komið höndum yfir áðurnefnda leitarheimild. Hafa þeir eftir rannsóknarlögreglumanni sem skrifaði hana að hann teldi dauða hjónanna nægilega grunsamlegan til að rannsaka þyrfti málið ítarlega. Þar segir að þeir sem komu að líkum hjónanna hafi komið að útidyrum hússins opnum en allar aðrar dyr reyndust læstar. Ekkert bendi til þess að brotist hafi verið inn og svo virðist sem ekkert hafi verið tekið. Einn lifandi hundur hafi verið fyrir utan húsið og hinir tveir hafi verið nærri Arakawa og annar þeirra dauður. Rannsóknarlögregluþjónninn skrifar einnig að opið pilluglas hafi legið á gólfinu nærri henni og að engin augljós merki gasleka hafi verið sýnileg. Lögreglan telur að Hackamn hafi fallið í jörðina vegna þess að sólgleraugu og starfur fundust við hlið hans. Hann segir einnig að ástand líkanna bendi til að hjónin hafi verið dáin í einhvern tíma. Hackman var 95 ára gamall og Arakawa var 63. Verkamenn sem fundu þau munu hafa séð þau á lífi fyrir um tveimur vikum. Starfsmenn gasfyrirtækis munu hafa verið kallaðir á vettvang og fundu þeir engin ummerki gasleka og virtist allt vera í lagi með gasleiðslur í húsinu og við það. Lögreglan segir engin sár hafa fundist á líkum þeirra.
Bandaríkin Hollywood Andlát Gene Hackman Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Sjá meira