Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson og Björg Ásta Þórðardóttir skrifa 27. febrúar 2025 09:03 Undanfarið eitt og hálft ár höfum við oft verið spurð hvernig Guðrún Hafsteinsdóttir sé í raun og veru. Hvernig er að vinna fyrir hana? Hvernig manneskja er hún? Er hún eins köld og hún kemur fyrir í sjónvarpi? Líklega vakna þessar spurningar vegna þess að í fjölmiðlum virðist hún oft nokkuð alvörugefin og sumir kalla hana Ísdrottninguna – og það virðist ekki hafa neitt með fjölskyldufyrirtækið Kjörís að gera. Það er þó ef til vill óhjákvæmilegt að vera alvörugefin þegar unnið er með erfiða og umdeilda málaflokka eins og dómsmálaráðuneytið hefur á sinni könnu. En Guðrún er alls ekki köld, heldur þvert á móti. Hún er drífandi, hún er sanngjörn og lausnamiðuð, en fyrst og fremst alveg einstaklega hlý og skemmtileg. Hún hefur óþrjótandi áhuga og trú á fólki. Hún er manneskjan sem finnur alltaf leiðir til að koma málum í gegn og leysa þau mál sem á hennar borð koma. Ekki með hörku og yfirgangi heldur samvinnu og samtali. Það er hennar eðli að byggja upp, hrósa fólki og skapa jákvæðan liðsanda. Hún veit að árangur næst aðeins með sterkri liðsheild og að fólk verði að vera með í för til að hægt sé að ná settum markmiðum. Þess vegna átti hún ávallt gott samstarf við starfsfólk ráðuneytisins og með henni ríkti góður starfsandi. Guðrún hefur sannað að hún er stjórnmálamaður sem lætur hlutina gerast. Þegar hún tók við embætti dómsmálaráðherra töldu margir að þyngstu mál hennar myndu aldrei ná fram að ganga. Þvert á hrakspár og mikla andstöðu kom hún útlendingafrumvarpinu í gegn. Hún fékk samþykktar breytingar á lögreglulögum sem ítrekað höfðu strandað í þinginu – allt frá árinu 2007 þegar Björn Bjarnason, þá dómsmálaráðherra, lagði málið upphaflega fram. Það er dæmi um hennar festu og getu til að vinna með fólki, sama hvaða skoðanir það hefur og sama hversu erfið málin eru. Þrátt fyrir að vera ákveðin og staðföst hefur hún alltaf haldið í sína einlægu og hlýju persónu. Hún er ekki manneskja sem þykist vera önnur en hún er. Hún snobbar ekki fyrir fólki, hún gengur inn í herbergi og heilsar öllum af sömu einlægni. Hún hugsar vel um fólkið sitt og á gott samstarf við þingmenn allra flokka og starfsfólk þingsins. Hún veit að til þess að ná árangri í stjórnmálum, til hagsbóta fyrir land og þjóð, þarf að sameina fólk frekar en að sundra því. En svo að við svörum spurningunni sem lögð var fram í upphafi, hvernig er Guðrún Hafsteinsdóttir? Hún er ákveðin en umburðarlynd. Hún er framsækin en yfirveguð. Hún er kröfuhörð en sanngjörn. Hún er samheldin en aldrei stjórnsöm. Hún er hreinskiptin en nærgætin. Hún er ófeimin að taka slaginn en alltaf lausnamiðuð. Hún gengur ekki á eftir sviðsljósinu heldur gefur öðrum pláss. Hún er stöðug, staðföst og trú sjálfri sér. Sjálfstæðisflokkurinn býr við þau forréttindi að hafa tvær öflugar konur í framboði til formanns, sem báðar hafa sýnt styrk og forystuhæfni. Við, sem höfum unnið náið með Guðrúnu, vitum að hún er ekki einungis frábær ráðherra heldur líka leiðtogi sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf á að halda. Hún er venjuleg kona úr Hveragerði sem lætur verkin tala og nær árangri. Hún hefur staðfestu, kraft og hjarta til að leiða flokkinn áfram. Það er ekki bara okkar sannfæring, heldur líka trú okkar á framtíðina. Nú er tíminn til að sameinast og taka skrefið fram á við – með Guðrúnu í fararbroddi. Höfundar eru fyrrum aðstoðarmenn Guðrúnar Hafsteinsdóttur í dómsmálaráðuneytinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson Skoðun Skoðun Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Undanfarið eitt og hálft ár höfum við oft verið spurð hvernig Guðrún Hafsteinsdóttir sé í raun og veru. Hvernig er að vinna fyrir hana? Hvernig manneskja er hún? Er hún eins köld og hún kemur fyrir í sjónvarpi? Líklega vakna þessar spurningar vegna þess að í fjölmiðlum virðist hún oft nokkuð alvörugefin og sumir kalla hana Ísdrottninguna – og það virðist ekki hafa neitt með fjölskyldufyrirtækið Kjörís að gera. Það er þó ef til vill óhjákvæmilegt að vera alvörugefin þegar unnið er með erfiða og umdeilda málaflokka eins og dómsmálaráðuneytið hefur á sinni könnu. En Guðrún er alls ekki köld, heldur þvert á móti. Hún er drífandi, hún er sanngjörn og lausnamiðuð, en fyrst og fremst alveg einstaklega hlý og skemmtileg. Hún hefur óþrjótandi áhuga og trú á fólki. Hún er manneskjan sem finnur alltaf leiðir til að koma málum í gegn og leysa þau mál sem á hennar borð koma. Ekki með hörku og yfirgangi heldur samvinnu og samtali. Það er hennar eðli að byggja upp, hrósa fólki og skapa jákvæðan liðsanda. Hún veit að árangur næst aðeins með sterkri liðsheild og að fólk verði að vera með í för til að hægt sé að ná settum markmiðum. Þess vegna átti hún ávallt gott samstarf við starfsfólk ráðuneytisins og með henni ríkti góður starfsandi. Guðrún hefur sannað að hún er stjórnmálamaður sem lætur hlutina gerast. Þegar hún tók við embætti dómsmálaráðherra töldu margir að þyngstu mál hennar myndu aldrei ná fram að ganga. Þvert á hrakspár og mikla andstöðu kom hún útlendingafrumvarpinu í gegn. Hún fékk samþykktar breytingar á lögreglulögum sem ítrekað höfðu strandað í þinginu – allt frá árinu 2007 þegar Björn Bjarnason, þá dómsmálaráðherra, lagði málið upphaflega fram. Það er dæmi um hennar festu og getu til að vinna með fólki, sama hvaða skoðanir það hefur og sama hversu erfið málin eru. Þrátt fyrir að vera ákveðin og staðföst hefur hún alltaf haldið í sína einlægu og hlýju persónu. Hún er ekki manneskja sem þykist vera önnur en hún er. Hún snobbar ekki fyrir fólki, hún gengur inn í herbergi og heilsar öllum af sömu einlægni. Hún hugsar vel um fólkið sitt og á gott samstarf við þingmenn allra flokka og starfsfólk þingsins. Hún veit að til þess að ná árangri í stjórnmálum, til hagsbóta fyrir land og þjóð, þarf að sameina fólk frekar en að sundra því. En svo að við svörum spurningunni sem lögð var fram í upphafi, hvernig er Guðrún Hafsteinsdóttir? Hún er ákveðin en umburðarlynd. Hún er framsækin en yfirveguð. Hún er kröfuhörð en sanngjörn. Hún er samheldin en aldrei stjórnsöm. Hún er hreinskiptin en nærgætin. Hún er ófeimin að taka slaginn en alltaf lausnamiðuð. Hún gengur ekki á eftir sviðsljósinu heldur gefur öðrum pláss. Hún er stöðug, staðföst og trú sjálfri sér. Sjálfstæðisflokkurinn býr við þau forréttindi að hafa tvær öflugar konur í framboði til formanns, sem báðar hafa sýnt styrk og forystuhæfni. Við, sem höfum unnið náið með Guðrúnu, vitum að hún er ekki einungis frábær ráðherra heldur líka leiðtogi sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf á að halda. Hún er venjuleg kona úr Hveragerði sem lætur verkin tala og nær árangri. Hún hefur staðfestu, kraft og hjarta til að leiða flokkinn áfram. Það er ekki bara okkar sannfæring, heldur líka trú okkar á framtíðina. Nú er tíminn til að sameinast og taka skrefið fram á við – með Guðrúnu í fararbroddi. Höfundar eru fyrrum aðstoðarmenn Guðrúnar Hafsteinsdóttur í dómsmálaráðuneytinu.
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun