Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Atli Ísleifsson skrifar 26. febrúar 2025 13:07 Ásdís Kristjánsdóttir hefur gegnt embætti bæjarstjóra Kópavogsbæjar frá árinu 2022. Vísir/Vilhelm Ráðist hefur verið í breytingar á stjórnkerfi og skipuriti Kópavogsbæjar sem ætlað er að bæta þjónustu við íbúa, auka skilvirkni og skýra hlutverk og ábyrgð stjórnsýslunnar. Samkvæmt upplýsingum frá Kópavogsbæ hefur þremur verið sagt upp í tengslum við breytingarnar sem samþykktar voru á fundi bæjarstjórnar Kópavogs í gær. Auglýst verður eftir þremur nýjum skrifstofustjórum á næstu dögum. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ kemur fram að í breytingunum felist að stjórnsýslusvið og fjármálasvið bæjarins eru lögð niður og í stað þeirra verði til fjórar skrifstofur um verkefni sviðanna; Skrifstofa umbóta og þróunar, skrifstofa þjónustu, skrifstofa mannauðs og kjaramála og skrifstofa áhættu- og fjárstýringar. Þar segir að bæjarritari verði í skipuriti næstráðanda bæjarstjóra og verði yfirmaður lögfræðiþjónustu, skjalaþjónustu og þjónustu við bæjarstjóra og fastanefndir. Skrifstofustjórar heyri beint undir bæjarstjóra eins og sviðsstjórar fagsviða. Haft er eftir Ásdísi Kristjánsdóttur bæjarstjóra að Kópavogsbær sé stækkandi sveitarfélag og það hafi verið orðið tímabært að endurskoða stjórnsýslu bæjarins í takt við breyttar þarfir. „Meginmarkmið breytinganna er að skýra og skerpa hlutverk miðlægrar stjórnsýslu. Við ætlum að efla þjónustu við íbúa bæjarins meðal annars með aukinni stafrænni þjónustu. Þá munum við áfram standa vörð um góðan rekstur og ábyrga áhættu- og fjárstýringu með því að efla greiningar á rekstri einstakra málaflokka, þvert á svið og skrifstofur hjá Kópavogsbæ,“ er haft eftir Ásdísi. Um helstu verkefni nýrra skrifstofa segir: Skrifstofa umbóta og þróunar: Þverlæg verkefni sem snúa að umbótum og þróun innan sveitarfélagsins, stafræn þjónusta, stuðningur við innleiðingu þeirra stefna sem markaðar hafa verið hjá Kópavogsbæ, þróun stjórnendaupplýsinga og mælaborða, menningarmál, markaðs- og samskiptamál og menningarmál. Skrifstofa þjónustu: Sameinað þjónustuver velferðar- og stjórnsýslusviðs, síma og netmál, kerfis-, rekstrar- og notendaþjónusta og samskipti við ytri birgja varðandi upplýsingatæknimál, mötuneyti, fasteignaumsjón og innkaupamál. Skrifstofa mannauðs- og kjaramála: Verkefni mannauðsdeildar, launabókhald sem og launavinnsla. Skrifstofa áhættu- og fjárstýringar: Stefnumótun og greining á áhættu og fjárfestingum, mörkun áhættustefnu og virkrar áhættustýringar í starfsemi og rekstri Kópavogsbæjar, fasteignastefna og stefna vegna eignarhalds í félögum og skipulega greiningarvinnu þvert á svið, ásamt gerð fjárfestingaráætlana. Í tilkynningu segir ennfremur að auglýst verði á næstu dögum eftir skrifstofustjórum þriggja af fjórum nýrra skrifstofa: Þjónustustjóra, umbóta- og þróunarstjóra og áhættu- og fjárstýringarstjóra. Núverandi mannauðsstjóri verði yfir skrifstofu mannauðs- og kjaramála. „Framkvæmdastjórn sveitarfélagsins verður í kjölfar breytinganna auk bæjarstjóra skipuð bæjarritara, mannauðsstjóra, þjónustustjóra, áhættu- og fjárstýringarstjóra, umbóta og þróunarstjóra, sviðsstjóra velferðarsviðs, sviðsstjóra menntasviðs og sviðsstjóra umhverfissviðs. Breytingarnar taka gildi um mánaðamót,“ segir í tilkynningunni. Kópavogur Vinnumarkaður Stjórnsýsla Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Fleiri fréttir Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Sjá meira
Í tilkynningu frá Kópavogsbæ kemur fram að í breytingunum felist að stjórnsýslusvið og fjármálasvið bæjarins eru lögð niður og í stað þeirra verði til fjórar skrifstofur um verkefni sviðanna; Skrifstofa umbóta og þróunar, skrifstofa þjónustu, skrifstofa mannauðs og kjaramála og skrifstofa áhættu- og fjárstýringar. Þar segir að bæjarritari verði í skipuriti næstráðanda bæjarstjóra og verði yfirmaður lögfræðiþjónustu, skjalaþjónustu og þjónustu við bæjarstjóra og fastanefndir. Skrifstofustjórar heyri beint undir bæjarstjóra eins og sviðsstjórar fagsviða. Haft er eftir Ásdísi Kristjánsdóttur bæjarstjóra að Kópavogsbær sé stækkandi sveitarfélag og það hafi verið orðið tímabært að endurskoða stjórnsýslu bæjarins í takt við breyttar þarfir. „Meginmarkmið breytinganna er að skýra og skerpa hlutverk miðlægrar stjórnsýslu. Við ætlum að efla þjónustu við íbúa bæjarins meðal annars með aukinni stafrænni þjónustu. Þá munum við áfram standa vörð um góðan rekstur og ábyrga áhættu- og fjárstýringu með því að efla greiningar á rekstri einstakra málaflokka, þvert á svið og skrifstofur hjá Kópavogsbæ,“ er haft eftir Ásdísi. Um helstu verkefni nýrra skrifstofa segir: Skrifstofa umbóta og þróunar: Þverlæg verkefni sem snúa að umbótum og þróun innan sveitarfélagsins, stafræn þjónusta, stuðningur við innleiðingu þeirra stefna sem markaðar hafa verið hjá Kópavogsbæ, þróun stjórnendaupplýsinga og mælaborða, menningarmál, markaðs- og samskiptamál og menningarmál. Skrifstofa þjónustu: Sameinað þjónustuver velferðar- og stjórnsýslusviðs, síma og netmál, kerfis-, rekstrar- og notendaþjónusta og samskipti við ytri birgja varðandi upplýsingatæknimál, mötuneyti, fasteignaumsjón og innkaupamál. Skrifstofa mannauðs- og kjaramála: Verkefni mannauðsdeildar, launabókhald sem og launavinnsla. Skrifstofa áhættu- og fjárstýringar: Stefnumótun og greining á áhættu og fjárfestingum, mörkun áhættustefnu og virkrar áhættustýringar í starfsemi og rekstri Kópavogsbæjar, fasteignastefna og stefna vegna eignarhalds í félögum og skipulega greiningarvinnu þvert á svið, ásamt gerð fjárfestingaráætlana. Í tilkynningu segir ennfremur að auglýst verði á næstu dögum eftir skrifstofustjórum þriggja af fjórum nýrra skrifstofa: Þjónustustjóra, umbóta- og þróunarstjóra og áhættu- og fjárstýringarstjóra. Núverandi mannauðsstjóri verði yfir skrifstofu mannauðs- og kjaramála. „Framkvæmdastjórn sveitarfélagsins verður í kjölfar breytinganna auk bæjarstjóra skipuð bæjarritara, mannauðsstjóra, þjónustustjóra, áhættu- og fjárstýringarstjóra, umbóta og þróunarstjóra, sviðsstjóra velferðarsviðs, sviðsstjóra menntasviðs og sviðsstjóra umhverfissviðs. Breytingarnar taka gildi um mánaðamót,“ segir í tilkynningunni.
Um helstu verkefni nýrra skrifstofa segir: Skrifstofa umbóta og þróunar: Þverlæg verkefni sem snúa að umbótum og þróun innan sveitarfélagsins, stafræn þjónusta, stuðningur við innleiðingu þeirra stefna sem markaðar hafa verið hjá Kópavogsbæ, þróun stjórnendaupplýsinga og mælaborða, menningarmál, markaðs- og samskiptamál og menningarmál. Skrifstofa þjónustu: Sameinað þjónustuver velferðar- og stjórnsýslusviðs, síma og netmál, kerfis-, rekstrar- og notendaþjónusta og samskipti við ytri birgja varðandi upplýsingatæknimál, mötuneyti, fasteignaumsjón og innkaupamál. Skrifstofa mannauðs- og kjaramála: Verkefni mannauðsdeildar, launabókhald sem og launavinnsla. Skrifstofa áhættu- og fjárstýringar: Stefnumótun og greining á áhættu og fjárfestingum, mörkun áhættustefnu og virkrar áhættustýringar í starfsemi og rekstri Kópavogsbæjar, fasteignastefna og stefna vegna eignarhalds í félögum og skipulega greiningarvinnu þvert á svið, ásamt gerð fjárfestingaráætlana.
Kópavogur Vinnumarkaður Stjórnsýsla Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Fleiri fréttir Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Sjá meira
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent