Sannanir í dómsmáli? Huldufyrirtæki og huldusögur Jörgen Ingimar Hansson skrifar 28. febrúar 2025 15:01 Fyrir utan falsanir á undirritunum sem ég fjallaði um í greinum sem birtar voru í gær og fyrradag hér í Vísi voru lagðar fram fleiri svokallaðar sannanir í sama dómsmáli sem fjallað er um hér. Einkum var um að ræða þrjár: Sú fyrsta fólst í þeirri staðhæfingu De Klipper að Jónas félagi minn í rekstri C Trade og titlaður framkvæmdastjóri (en ég stjórnarformaður) hefði verið í viðskiptum við belgíska fyrirtækið De Klipper í þrjú ár sem ég hefði gengið inn í. Ég fullyrti á hinn bóginn að þessi viðskipti hefðu alls ekki átt sér stað. Ekki voru lögð fram nein gögn sem studdu þennan málflutning lögmanns De Klipper sem ég þó krafðist allan tímann. Ekki einu sinni gögn um sendingar á vörum eða reikningar og greiðslur á þeim sem hefði átt að vera hið auðveldasta mál í heiminum að leggja fram hefði reksturinn yfirleitt verið til. Dómarinn virtist bara ákveða að þetta væri rétt og að það væri staðreynd í málinu. Önnur sönnunin fólst í því að Jónas fullyrti að hann hefði verið einkaaðili sem hefði verið með viðskiptin þrátt fyrir að við hefðum gert munnlegt samkomulag um sameiginlegan rekstur utan um viðskipti við De Klipper sem ég hafði sannanlega fjármagnað umfram það sem þó höfðu komið greiðslur fyrir frá De Klipper. Forráðamenn þess fullyrtu að þeir hefðu ekki vitað betur en að svo væri þrátt fyrir aðkomu að samkomulaginu. Lögmaður þeirra vísaði til nafnsins á reikningunum. Viðskiptin hófust áður en búið var að ganga formlega frá stofnun fyrirtækisins. Jónas gerði þá reikningana og setti nafn sitt á þá meðan svo var og tókst að tefja formlega stofnun okkar fyrirtækis. Þannig liðu tveir mánuðir. Okkar fyrirtæki C Trade var síðar stofnað formlega. De Klipper lagði þá 14,7 milljónir á nafni C Trade inn á eins konar bankareikning á Fiskmarkaðnum í þremur greiðslum á um tveggja vikna tímabili. Jónas lagði inn á bankareikning þess 2,6 milljónir af rekstrarfé hins sameiginlega fyrirtækis. Úr því voru greiddir einstakir reikningar aftur í tímann allt aftur til þess tíma sem við höfðum sammælst um rekstur C Trade. Bókstaflega allt annað en nafnið á reikningunum sagði að um sameiginlegt fyrirtæki væri um að ræða. Í dómsforsendum var ekkert minnst á neitt af þessu. Forráðamenn De Klipper héldu því fram að Jónas hefði innt af hendi greiðslurnar inn á bankareikninginn á Fiskmarkaðnum í heimildarleysi. Hann var á hinn bóginn sá sem skjalfest var að þeir trúðu fyrir reikningnum. Tilgangurinn með sögunni um hin þriggja ára viðskipti virtist lögð fram í þeim tilgangi að leggja áherslu á að skipt hefði verið um kröfuhafa um leið og fyrirtækið hefði verið stofnað formlega. Það verður að tilkynna þeim sem á að greiða kröfuna með tryggum hætti, það er skriflega, samkvæmt lagaskýringum sem einn dómaranna í Hæstarétti hafði ritað. Það var auðvitað ekki gert enda var einfaldlega ekki skipt um kröfuhafa í gegnum allt málið. Það leiddi til þess að Jónas gat einnig hirt í sína vasa tekjurnar af þeim reikningum sem nafn C Trade var á. Samkvæmt dómsforsendum virtist hann eiga að geta það hvort eð var sem framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Athyglisverð er sú þverstæða að skriflega þarf að tilkynna skipti á kröfuhöfum en ekki virðist þurfa að sanna hvort viðkomandi kröfuhafi hafi yfirleitt verið til. Þar virðist munnleg staðhæfing duga, að minnsta kosti í þessu tilfelli. Þriðja sönnunin fólst í þeirri röngu staðhæfingu De Klipper, sem ég mótmælti einnig ákaft allan tímann í rekstri málsins, að dómsmálið stafaði af deilum milli mín og Jónasar meðeiganda míns í C Trade ehf. en ekki vegna ógreiddra fjármuna. Aldrei var sýnt fram á að sú staðhæfing væri rétt. Samt varð ekki betur séð en að dómarinn ákvæði strax og hún kom fram að hún væri rétt. Ég hélt því fram að félagi minn hefði aðstoðað forráðamenn De Klipper við svikin við mig og þar með svikið mig. Þar með virtist dómarinn telja endanlega sannað að málaferlin stöfuðu af deilum milli mín og hans.Mér fannst sérkennilegt að Jónas var talinn aðalvitni í málinu, bæði vegna þess að hann var sjálfur gerandi í málinu og öllu sem það varðaði, studdi áberandi málstað De Klipper og reyndi allt sem unnt var til þess að stöðva málarekstur minn. Réð jafnvel sérstakan lögmann til þess. Eins og ofangreint ber með sér fannst mér allan tímann í rekstri málsins að ég stæði höllum fæti vegna þess að ég væri veikari aðilinn í málinu. Mér virðist ástæða þess hve yfirgnæfandi erfitt sé að vinna mál gegn ætluðum svindlurum (jafnvel eins og ætluðum nauðgurum) sé að yfirleitt sé unnt að búa til einhverja atburðarás þeim í hag. Ég held að sannleikurinn megi sín ekki mikils í íslensku dómskerfi. Mér fannst allan tímann sem rekstur málsins stóð yfir verið að tína til sannanir og lög hér og hvar til þess að gera dóminn trúverðugan en sleppa því að líta til annarra sannana og laga sem mér virtist vera að minnsta kosti jafngild. Mér fannst það til dæmis hlálegt að De Klipper hélt því fram að stóran kreditreikning vantaði í uppgjör sem ég lagði fram. Ég benti á að nákvæmlega sama reikning væri að finna í uppgjörinu. Í dómi héraðsdóms staðfestum af Hæstarétti var samt sem áður ákveðið að hann vantaði. Að mínu mati eru tök íslenska dómskerfisins á málinu dæmigerð. Á ég þá við málið í heild, einnig þátt undirritanna: Vankunnátta í þeim málefnum sem fjallað er um. Réttlæti, sanngirni og heilbrigð skynsemi koma ekki við sögu. Réttlæti hins sterka svífur yfir vötnunum. Viðmiðanir við þjóðfélagsgerð og tækni löngu úreltar. Og ekki síst. Svo virðist að gengið svo langt í að forðast að geta raka og sannana þess sem dómurinn gengur gegn og útskýra hvers vegna þær féllu í grýttan jarðveg að jafna mætti við fölsun. Ég get ekki betur séð en að þarna komi fram staða íslenska dómskerfisins um þessar mundir. Athyglisvert er að margir blaða- og fréttamenn virðast telja að ekki megi gagnrýna meðferð dómsmála og lagasetningar Alþingis og alls ekki að þar halli á litla manninn í þjóðfélaginu. Dómstólar hafa því nánast ekkert aðhald . Ég held að það sé mikilvæg ástæða fyrir því hvernig komið er fyrir þeim. Höfundur er rekstrarverkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jörgen Ingimar Hansson Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Fyrir utan falsanir á undirritunum sem ég fjallaði um í greinum sem birtar voru í gær og fyrradag hér í Vísi voru lagðar fram fleiri svokallaðar sannanir í sama dómsmáli sem fjallað er um hér. Einkum var um að ræða þrjár: Sú fyrsta fólst í þeirri staðhæfingu De Klipper að Jónas félagi minn í rekstri C Trade og titlaður framkvæmdastjóri (en ég stjórnarformaður) hefði verið í viðskiptum við belgíska fyrirtækið De Klipper í þrjú ár sem ég hefði gengið inn í. Ég fullyrti á hinn bóginn að þessi viðskipti hefðu alls ekki átt sér stað. Ekki voru lögð fram nein gögn sem studdu þennan málflutning lögmanns De Klipper sem ég þó krafðist allan tímann. Ekki einu sinni gögn um sendingar á vörum eða reikningar og greiðslur á þeim sem hefði átt að vera hið auðveldasta mál í heiminum að leggja fram hefði reksturinn yfirleitt verið til. Dómarinn virtist bara ákveða að þetta væri rétt og að það væri staðreynd í málinu. Önnur sönnunin fólst í því að Jónas fullyrti að hann hefði verið einkaaðili sem hefði verið með viðskiptin þrátt fyrir að við hefðum gert munnlegt samkomulag um sameiginlegan rekstur utan um viðskipti við De Klipper sem ég hafði sannanlega fjármagnað umfram það sem þó höfðu komið greiðslur fyrir frá De Klipper. Forráðamenn þess fullyrtu að þeir hefðu ekki vitað betur en að svo væri þrátt fyrir aðkomu að samkomulaginu. Lögmaður þeirra vísaði til nafnsins á reikningunum. Viðskiptin hófust áður en búið var að ganga formlega frá stofnun fyrirtækisins. Jónas gerði þá reikningana og setti nafn sitt á þá meðan svo var og tókst að tefja formlega stofnun okkar fyrirtækis. Þannig liðu tveir mánuðir. Okkar fyrirtæki C Trade var síðar stofnað formlega. De Klipper lagði þá 14,7 milljónir á nafni C Trade inn á eins konar bankareikning á Fiskmarkaðnum í þremur greiðslum á um tveggja vikna tímabili. Jónas lagði inn á bankareikning þess 2,6 milljónir af rekstrarfé hins sameiginlega fyrirtækis. Úr því voru greiddir einstakir reikningar aftur í tímann allt aftur til þess tíma sem við höfðum sammælst um rekstur C Trade. Bókstaflega allt annað en nafnið á reikningunum sagði að um sameiginlegt fyrirtæki væri um að ræða. Í dómsforsendum var ekkert minnst á neitt af þessu. Forráðamenn De Klipper héldu því fram að Jónas hefði innt af hendi greiðslurnar inn á bankareikninginn á Fiskmarkaðnum í heimildarleysi. Hann var á hinn bóginn sá sem skjalfest var að þeir trúðu fyrir reikningnum. Tilgangurinn með sögunni um hin þriggja ára viðskipti virtist lögð fram í þeim tilgangi að leggja áherslu á að skipt hefði verið um kröfuhafa um leið og fyrirtækið hefði verið stofnað formlega. Það verður að tilkynna þeim sem á að greiða kröfuna með tryggum hætti, það er skriflega, samkvæmt lagaskýringum sem einn dómaranna í Hæstarétti hafði ritað. Það var auðvitað ekki gert enda var einfaldlega ekki skipt um kröfuhafa í gegnum allt málið. Það leiddi til þess að Jónas gat einnig hirt í sína vasa tekjurnar af þeim reikningum sem nafn C Trade var á. Samkvæmt dómsforsendum virtist hann eiga að geta það hvort eð var sem framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Athyglisverð er sú þverstæða að skriflega þarf að tilkynna skipti á kröfuhöfum en ekki virðist þurfa að sanna hvort viðkomandi kröfuhafi hafi yfirleitt verið til. Þar virðist munnleg staðhæfing duga, að minnsta kosti í þessu tilfelli. Þriðja sönnunin fólst í þeirri röngu staðhæfingu De Klipper, sem ég mótmælti einnig ákaft allan tímann í rekstri málsins, að dómsmálið stafaði af deilum milli mín og Jónasar meðeiganda míns í C Trade ehf. en ekki vegna ógreiddra fjármuna. Aldrei var sýnt fram á að sú staðhæfing væri rétt. Samt varð ekki betur séð en að dómarinn ákvæði strax og hún kom fram að hún væri rétt. Ég hélt því fram að félagi minn hefði aðstoðað forráðamenn De Klipper við svikin við mig og þar með svikið mig. Þar með virtist dómarinn telja endanlega sannað að málaferlin stöfuðu af deilum milli mín og hans.Mér fannst sérkennilegt að Jónas var talinn aðalvitni í málinu, bæði vegna þess að hann var sjálfur gerandi í málinu og öllu sem það varðaði, studdi áberandi málstað De Klipper og reyndi allt sem unnt var til þess að stöðva málarekstur minn. Réð jafnvel sérstakan lögmann til þess. Eins og ofangreint ber með sér fannst mér allan tímann í rekstri málsins að ég stæði höllum fæti vegna þess að ég væri veikari aðilinn í málinu. Mér virðist ástæða þess hve yfirgnæfandi erfitt sé að vinna mál gegn ætluðum svindlurum (jafnvel eins og ætluðum nauðgurum) sé að yfirleitt sé unnt að búa til einhverja atburðarás þeim í hag. Ég held að sannleikurinn megi sín ekki mikils í íslensku dómskerfi. Mér fannst allan tímann sem rekstur málsins stóð yfir verið að tína til sannanir og lög hér og hvar til þess að gera dóminn trúverðugan en sleppa því að líta til annarra sannana og laga sem mér virtist vera að minnsta kosti jafngild. Mér fannst það til dæmis hlálegt að De Klipper hélt því fram að stóran kreditreikning vantaði í uppgjör sem ég lagði fram. Ég benti á að nákvæmlega sama reikning væri að finna í uppgjörinu. Í dómi héraðsdóms staðfestum af Hæstarétti var samt sem áður ákveðið að hann vantaði. Að mínu mati eru tök íslenska dómskerfisins á málinu dæmigerð. Á ég þá við málið í heild, einnig þátt undirritanna: Vankunnátta í þeim málefnum sem fjallað er um. Réttlæti, sanngirni og heilbrigð skynsemi koma ekki við sögu. Réttlæti hins sterka svífur yfir vötnunum. Viðmiðanir við þjóðfélagsgerð og tækni löngu úreltar. Og ekki síst. Svo virðist að gengið svo langt í að forðast að geta raka og sannana þess sem dómurinn gengur gegn og útskýra hvers vegna þær féllu í grýttan jarðveg að jafna mætti við fölsun. Ég get ekki betur séð en að þarna komi fram staða íslenska dómskerfisins um þessar mundir. Athyglisvert er að margir blaða- og fréttamenn virðast telja að ekki megi gagnrýna meðferð dómsmála og lagasetningar Alþingis og alls ekki að þar halli á litla manninn í þjóðfélaginu. Dómstólar hafa því nánast ekkert aðhald . Ég held að það sé mikilvæg ástæða fyrir því hvernig komið er fyrir þeim. Höfundur er rekstrarverkfræðingur.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun