Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar 26. febrúar 2025 13:32 Í fréttaskýringu Viðskiptablaðsins þann 25. febrúar sl. er enn og aftur farið með rangt mál um tollflokkun á tiltekinn vöru sem að uppistöðu er rifinn ostur. Þrátt fyrir að íslenskir dómstólar hafi margoft úrskurðað í málinu og hafnað röngum fullyrðingum stefnanda málsins (Danól ehf., innflutningsaðila vörunnar), heldur blaðið áfram að birta mistúlkanir og ósannindi sem eru upprunnin úr þeim herbúðum. Skatturinn færði ekki ostinn til um tollflokkun árið 2020 Fyrsta og um leið ein algengasta rangfærslan í umræðunni er að Skatturinn hafi árið 2020 ákveðið að færa umræddan pizzaost í annan tollflokk en áður hafði gerst og að þetta hafi verið pólitísk ákvörðun til að vernda innlenda mjólkurframleiðslu. Þetta er rangt. Dómar og úrskurðir sem liggja fyrir í málinu sýna að fyrsta formlega ákvörðunin um tollflokkun vörunnar var tekin með bindandi áliti tollstjóra þann 17. febrúar 2020. Fram að því var ekki til nein opinber og bindandi ákvörðun um hvernig þessi tiltekna vara skyldi tollflokkuð. Þetta var staðfest m.a. í eftirfarandi úrskurðum og dómum: Héraðsdómur Reykjavíkur (mál nr. E-2454/2024) staðfesti að bindandi álitið frá 17. febrúar 2020 væri enn í gildi og hefði ekki verið afturkallað. Endurupptökudómur (mál nr. 11/2023) tók fram að tollgæslustjóri úrskurðaði í málinu 29. mars 2021 í samræmi við bindandi álitið frá 2020. Yfirskattanefnd (úrskurður nr. 125/2023) staðfesti að kærandi (Danól ehf.) hefði ekki aflað sér bindandi álits fyrir innflutning vörunnar, heldur aðeins fengið óformlegar upplýsingar frá starfsmanni tollafgreiðsludeildar, sem reyndust rangar. Það er því staðreynd að engin formleg tollflokkun vörunnar var fyrir hendi þar til tollstjóri gaf út bindandi álit árið 2020. Því er sú fullyrðing röng að Skatturinn hafi „endurflokkað“ vöruna á þeim tíma eins og ofantaldir dómar og úrskurðir sýna. Það er ekki hægt að endurtollflokka það sem aldrei hefur verið tollflokkað áður með staðfestum hætti. Engin ómálefnaleg sjónarmið í ákvörðunum stjórnvalda Önnur algeng ásökun í umræðunni er að niðurstaða stjórnvalda í þessu máli hafi verið tekin á grundvelli þrýstings frá Mjólkursamsölunni eða hagsmunaaðilum í mjólkuriðnaði. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur frá 17. febrúar 2025 hafnar þessum ásökunum með skýrum hætti. Í dómnum kemur fram að ekkert bendi til þess að ómálefnaleg sjónarmið hafi legið til grundvallar hinu umdeilda bindandi áliti eða að blekkingar hafi verið viðhafðar af hálfustarfsmanna tollyfirvalda. Jafnframt kemur fram að í tölvupóstsamskiptum tollgæslustjóra við lögmenn Mjólkursamsölunnar í júní 2020 hafi einungis verið vísað til fyrri ákvörðunar tollyfirvalda, þ.e. bindandi álitsins frá 17. febrúar 2020. Tollgæslustjóri hafi þar með staðfest þá niðurstöðu sem þegar lá fyrir og ekki verið að láta undan þrýstingi. Það er því makalaust að innlendir fjölmiðlar haldi ítrekað áfram að birta rangfærslur um málið, þrátt fyrir að dómstólar hafi endurtekið vísað slíkum ásökunum á bug. ESB og viðskiptahindranir: Engin lagaleg áhrif Viðskiptablaðið heldur því einnig fram að skráning Íslands á lista Evrópusambandsins yfir þjóðir sem beita viðskiptahindrunum hafi sérstaka þýðingu í þessu máli. Þetta er afar villandi. Þetta er fyrst og fremst pólitískt álit Evrópusambandsins en hefur engin lagaleg bindandi áhrif á íslenska tollafgreiðslu. Ísland hefur sjálfstæðan rétt til að túlka tollskrána í samræmi við landslög, rétt eins og fjölmörg önnur ríki hafa gert. Engin niðurstaða frá ESA sem styður fullyrðingar um EES-samninginn Því hefur einnig verið haldið fram að Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hafi komist að niðurstöðu um að þessi tiltekni ostur falli undir EES-samningsinn. Þetta er heldur ekki rétt. Engin slík niðurstaða liggur fyrir þegar þetta er ritað. Það eina sem hægt er að fullyrða er að ostur fellur undir 19. grein EES-samningsins sem ostur – sem er í fullu samræmi við þá túlkun sem íslensk tollyfirvöld hafa lagt til grundvallar. Hvað er einokun og af hverju er Mjólkursamsalan ekki einokunarfyrirtæki? Í umfjöllun fjölmiðla eins og Viðskiptablaðsins nú, er vinsælt að fullyrða að Mjólkursamsalan sé einokunarfyrirtæki. Hugtakið einokun er almennt notuð um sem markaðsaðstæður þar sem einn seljandi (fyrirtæki eða aðili) sem er ráðandi eða einn á markaði án nokkurrar samkeppni og getur því ákveðið verð og framboð án tillits til viðbragða annarra fyrirtækja. Mjólkursamsalan hefur alls ekki slíka stöðu: Opinn markaður: Þrátt fyrir að Mjólkursamsalan sé stærsti aðilinn í mjólkurvinnslu á Ísland, eru aðrir innlendir framleiðendur til staðar og innflutningur á mjólkurvörum er leyfður. Á grundvelli búvörulaga og markmiði þeirra beitir hið opinbera hins vegar tollum og reglusetningu um úthlutunum tollkvóta þegar kemur að innflutningi líkt og með fleiri landbúnaðarvörur. Verðlagning ekki frjáls: Verð á um helmingi af vöruframboði Mjólkursamsölunnar er ákveðið af opinberri verðlagsnefnd, sem setur skýrar skorður á verðlagningu. Skylda til að kaupa mjólk frá bændum: Eigandi Mjólkursamsölunnar, samvinnufélagið Auðhumla, hefur lagalega skyldu til að kaupa alla mjólk sem íslenskir bændur framleiða og vilja selja fyrirtækinu. Það þýðir að Mjólkursamsalan hefur ekki sjálfdæmi um hráefnisöflun sína, heldur þarf að taka við mjólk sem boðin er til sölu, óháð markaðsaðstæðum. Greiðslumark og opinber verðlagning: Verð sem Auðhumla greiðir bændum fyrir mjólk sem er framleidd innan greiðslumarks – sem er 152 milljónir lítra á yfirstandandi ári – er ákveðið af opinberri nefnd. Það þýðir að stór hluti starfsemi fyrirtækisins er undir eftirliti og ramma sem kemur utan frá. Mjólkursamsalan hefur því ekki frjálsar hendur til að ákvarða verð eða stjórna markaðinum með sama hætti og raunveruleg einokunarfyrirtæki gera. Fullyrðingin um að Mjólkursamsalan sé einokunarfyrirtæki stenst því ekki hagfræðilega greiningu. Niðurstaða Það er mikilvægt að umræðan um tollflokkun osts byggist á staðreyndum en ekki mistúlkunum og röngum staðhæfingum. Fullyrðingar um að Skatturinn hafi „breytt“ tollflokkuninni árið 2020 eru rangar. Rangt er að einhver niðurstaða liggi fyrir frá ESA sem styður túlkun Viðskiptablaðsins og Mjólkursamsalan er ekki einokunarfyrirtæki hvorki á afurða- né aðfangamarkaði. Höfundur er hagfræðingur hjá Mjólkursamsölunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skattar og tollar Landbúnaður Erna Bjarnadóttir Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Í fréttaskýringu Viðskiptablaðsins þann 25. febrúar sl. er enn og aftur farið með rangt mál um tollflokkun á tiltekinn vöru sem að uppistöðu er rifinn ostur. Þrátt fyrir að íslenskir dómstólar hafi margoft úrskurðað í málinu og hafnað röngum fullyrðingum stefnanda málsins (Danól ehf., innflutningsaðila vörunnar), heldur blaðið áfram að birta mistúlkanir og ósannindi sem eru upprunnin úr þeim herbúðum. Skatturinn færði ekki ostinn til um tollflokkun árið 2020 Fyrsta og um leið ein algengasta rangfærslan í umræðunni er að Skatturinn hafi árið 2020 ákveðið að færa umræddan pizzaost í annan tollflokk en áður hafði gerst og að þetta hafi verið pólitísk ákvörðun til að vernda innlenda mjólkurframleiðslu. Þetta er rangt. Dómar og úrskurðir sem liggja fyrir í málinu sýna að fyrsta formlega ákvörðunin um tollflokkun vörunnar var tekin með bindandi áliti tollstjóra þann 17. febrúar 2020. Fram að því var ekki til nein opinber og bindandi ákvörðun um hvernig þessi tiltekna vara skyldi tollflokkuð. Þetta var staðfest m.a. í eftirfarandi úrskurðum og dómum: Héraðsdómur Reykjavíkur (mál nr. E-2454/2024) staðfesti að bindandi álitið frá 17. febrúar 2020 væri enn í gildi og hefði ekki verið afturkallað. Endurupptökudómur (mál nr. 11/2023) tók fram að tollgæslustjóri úrskurðaði í málinu 29. mars 2021 í samræmi við bindandi álitið frá 2020. Yfirskattanefnd (úrskurður nr. 125/2023) staðfesti að kærandi (Danól ehf.) hefði ekki aflað sér bindandi álits fyrir innflutning vörunnar, heldur aðeins fengið óformlegar upplýsingar frá starfsmanni tollafgreiðsludeildar, sem reyndust rangar. Það er því staðreynd að engin formleg tollflokkun vörunnar var fyrir hendi þar til tollstjóri gaf út bindandi álit árið 2020. Því er sú fullyrðing röng að Skatturinn hafi „endurflokkað“ vöruna á þeim tíma eins og ofantaldir dómar og úrskurðir sýna. Það er ekki hægt að endurtollflokka það sem aldrei hefur verið tollflokkað áður með staðfestum hætti. Engin ómálefnaleg sjónarmið í ákvörðunum stjórnvalda Önnur algeng ásökun í umræðunni er að niðurstaða stjórnvalda í þessu máli hafi verið tekin á grundvelli þrýstings frá Mjólkursamsölunni eða hagsmunaaðilum í mjólkuriðnaði. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur frá 17. febrúar 2025 hafnar þessum ásökunum með skýrum hætti. Í dómnum kemur fram að ekkert bendi til þess að ómálefnaleg sjónarmið hafi legið til grundvallar hinu umdeilda bindandi áliti eða að blekkingar hafi verið viðhafðar af hálfustarfsmanna tollyfirvalda. Jafnframt kemur fram að í tölvupóstsamskiptum tollgæslustjóra við lögmenn Mjólkursamsölunnar í júní 2020 hafi einungis verið vísað til fyrri ákvörðunar tollyfirvalda, þ.e. bindandi álitsins frá 17. febrúar 2020. Tollgæslustjóri hafi þar með staðfest þá niðurstöðu sem þegar lá fyrir og ekki verið að láta undan þrýstingi. Það er því makalaust að innlendir fjölmiðlar haldi ítrekað áfram að birta rangfærslur um málið, þrátt fyrir að dómstólar hafi endurtekið vísað slíkum ásökunum á bug. ESB og viðskiptahindranir: Engin lagaleg áhrif Viðskiptablaðið heldur því einnig fram að skráning Íslands á lista Evrópusambandsins yfir þjóðir sem beita viðskiptahindrunum hafi sérstaka þýðingu í þessu máli. Þetta er afar villandi. Þetta er fyrst og fremst pólitískt álit Evrópusambandsins en hefur engin lagaleg bindandi áhrif á íslenska tollafgreiðslu. Ísland hefur sjálfstæðan rétt til að túlka tollskrána í samræmi við landslög, rétt eins og fjölmörg önnur ríki hafa gert. Engin niðurstaða frá ESA sem styður fullyrðingar um EES-samninginn Því hefur einnig verið haldið fram að Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hafi komist að niðurstöðu um að þessi tiltekni ostur falli undir EES-samningsinn. Þetta er heldur ekki rétt. Engin slík niðurstaða liggur fyrir þegar þetta er ritað. Það eina sem hægt er að fullyrða er að ostur fellur undir 19. grein EES-samningsins sem ostur – sem er í fullu samræmi við þá túlkun sem íslensk tollyfirvöld hafa lagt til grundvallar. Hvað er einokun og af hverju er Mjólkursamsalan ekki einokunarfyrirtæki? Í umfjöllun fjölmiðla eins og Viðskiptablaðsins nú, er vinsælt að fullyrða að Mjólkursamsalan sé einokunarfyrirtæki. Hugtakið einokun er almennt notuð um sem markaðsaðstæður þar sem einn seljandi (fyrirtæki eða aðili) sem er ráðandi eða einn á markaði án nokkurrar samkeppni og getur því ákveðið verð og framboð án tillits til viðbragða annarra fyrirtækja. Mjólkursamsalan hefur alls ekki slíka stöðu: Opinn markaður: Þrátt fyrir að Mjólkursamsalan sé stærsti aðilinn í mjólkurvinnslu á Ísland, eru aðrir innlendir framleiðendur til staðar og innflutningur á mjólkurvörum er leyfður. Á grundvelli búvörulaga og markmiði þeirra beitir hið opinbera hins vegar tollum og reglusetningu um úthlutunum tollkvóta þegar kemur að innflutningi líkt og með fleiri landbúnaðarvörur. Verðlagning ekki frjáls: Verð á um helmingi af vöruframboði Mjólkursamsölunnar er ákveðið af opinberri verðlagsnefnd, sem setur skýrar skorður á verðlagningu. Skylda til að kaupa mjólk frá bændum: Eigandi Mjólkursamsölunnar, samvinnufélagið Auðhumla, hefur lagalega skyldu til að kaupa alla mjólk sem íslenskir bændur framleiða og vilja selja fyrirtækinu. Það þýðir að Mjólkursamsalan hefur ekki sjálfdæmi um hráefnisöflun sína, heldur þarf að taka við mjólk sem boðin er til sölu, óháð markaðsaðstæðum. Greiðslumark og opinber verðlagning: Verð sem Auðhumla greiðir bændum fyrir mjólk sem er framleidd innan greiðslumarks – sem er 152 milljónir lítra á yfirstandandi ári – er ákveðið af opinberri nefnd. Það þýðir að stór hluti starfsemi fyrirtækisins er undir eftirliti og ramma sem kemur utan frá. Mjólkursamsalan hefur því ekki frjálsar hendur til að ákvarða verð eða stjórna markaðinum með sama hætti og raunveruleg einokunarfyrirtæki gera. Fullyrðingin um að Mjólkursamsalan sé einokunarfyrirtæki stenst því ekki hagfræðilega greiningu. Niðurstaða Það er mikilvægt að umræðan um tollflokkun osts byggist á staðreyndum en ekki mistúlkunum og röngum staðhæfingum. Fullyrðingar um að Skatturinn hafi „breytt“ tollflokkuninni árið 2020 eru rangar. Rangt er að einhver niðurstaða liggi fyrir frá ESA sem styður túlkun Viðskiptablaðsins og Mjólkursamsalan er ekki einokunarfyrirtæki hvorki á afurða- né aðfangamarkaði. Höfundur er hagfræðingur hjá Mjólkursamsölunni.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar