Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar 26. febrúar 2025 10:16 Ég er að velta því fyrir mér hvað SFS og sjálftökuflokkurinn meina þegar þeir segja að það sé lítil nýliðun á strandveiðum og ef bætt verður í afla strandveiða að þá verði meiri samþjöppun? 700 gamlingjar á sjó Hvaðan koma þessir 700 „gamlingjar"? Þeir hafa flestir þrælað sér út hjá öðrum útgerðum og hjálpað til við að byggja þær upp og ekki labba þeir út með kvóta handa sér og sínum. Stjórnvöld hafa ákveðið að opna leið fyrir þá með 48 daga strandveiðikerfi. Svara ákalli um nýliðun í útgerð. Í stað okkar koma til liðs við stórútgerðina ungir sjómenn sem sumir hverjir hafa komið við í strandveiðum. Þar eru tekjurnar hins vegar ekki nægar fyrir unga menn sem eru að koma sér og fjölskyldu sinni þaki yfir höfuðið. Þannig er hringrásin hjá sjómönnum á Íslandi í dag. 210 milljónir til að fá vinnu Flestir sem eiga kvóta í dag eru orðnir eldri menn og munu alltaf selja fyrir rest, skiptir engu hvort það verði bætt í strandveiðarnar eða ekki þeir munu selja og hverjir munu kaupa? Ekki ég eða aðrir venjulegir menn. 30 tonn á 210 milljónir ræður enginn venjulegur maður við en við vitum hverjir munu kaupa. Samþjöppunin mun alltaf verða meiri og meiri í kvótakerfinu alveg sama hvernig strandveiðar verða. Frelsi einstaklingsins Hvernig í ósköpunum ætlast menn til að það verði meiri ungnýliðun á strandveiðum þegar bankar lána að hámarki 20% fyrir bát og bátur kostar kannski um 6-15 milljónir og þú færð 20-30 daga í vinnu á ári fyrir bátinn? Ég er 100% viss um að það myndi enginn fara að kaupa gröfu eða vörubíl á þessu verði fyrir 20-30 daga vinnu. Við gamlingjarnir eigum kannski léttara með að fjárfesta í bát heldur en ungt fólk sem er að koma sér upp fjölskyldu og húsnæði, ekki myndi ég treysta mér til þess fyrir þessa 20-30 daga vinnu. Bullið í framkvæmdastjóra SFS minnir mig á þegar dóttir mín var 10 ára í frekjukasti. Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á að efla frelsi einstaklingsins, ég get ekki séð að svo sé eftir að hafa hlustað á Vilhjálm Árnason varaformann þingflokks þeirra í pontu á Alþingi. Höfundur er trillukarl. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Strandveiðar Mest lesið Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hverfið mitt í Reykjavík 2018 Halldór Auðar Svansson Skoðun Skoðun Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Sjá meira
Ég er að velta því fyrir mér hvað SFS og sjálftökuflokkurinn meina þegar þeir segja að það sé lítil nýliðun á strandveiðum og ef bætt verður í afla strandveiða að þá verði meiri samþjöppun? 700 gamlingjar á sjó Hvaðan koma þessir 700 „gamlingjar"? Þeir hafa flestir þrælað sér út hjá öðrum útgerðum og hjálpað til við að byggja þær upp og ekki labba þeir út með kvóta handa sér og sínum. Stjórnvöld hafa ákveðið að opna leið fyrir þá með 48 daga strandveiðikerfi. Svara ákalli um nýliðun í útgerð. Í stað okkar koma til liðs við stórútgerðina ungir sjómenn sem sumir hverjir hafa komið við í strandveiðum. Þar eru tekjurnar hins vegar ekki nægar fyrir unga menn sem eru að koma sér og fjölskyldu sinni þaki yfir höfuðið. Þannig er hringrásin hjá sjómönnum á Íslandi í dag. 210 milljónir til að fá vinnu Flestir sem eiga kvóta í dag eru orðnir eldri menn og munu alltaf selja fyrir rest, skiptir engu hvort það verði bætt í strandveiðarnar eða ekki þeir munu selja og hverjir munu kaupa? Ekki ég eða aðrir venjulegir menn. 30 tonn á 210 milljónir ræður enginn venjulegur maður við en við vitum hverjir munu kaupa. Samþjöppunin mun alltaf verða meiri og meiri í kvótakerfinu alveg sama hvernig strandveiðar verða. Frelsi einstaklingsins Hvernig í ósköpunum ætlast menn til að það verði meiri ungnýliðun á strandveiðum þegar bankar lána að hámarki 20% fyrir bát og bátur kostar kannski um 6-15 milljónir og þú færð 20-30 daga í vinnu á ári fyrir bátinn? Ég er 100% viss um að það myndi enginn fara að kaupa gröfu eða vörubíl á þessu verði fyrir 20-30 daga vinnu. Við gamlingjarnir eigum kannski léttara með að fjárfesta í bát heldur en ungt fólk sem er að koma sér upp fjölskyldu og húsnæði, ekki myndi ég treysta mér til þess fyrir þessa 20-30 daga vinnu. Bullið í framkvæmdastjóra SFS minnir mig á þegar dóttir mín var 10 ára í frekjukasti. Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á að efla frelsi einstaklingsins, ég get ekki séð að svo sé eftir að hafa hlustað á Vilhjálm Árnason varaformann þingflokks þeirra í pontu á Alþingi. Höfundur er trillukarl.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar