Fram kemur í auglýsingunni að umsóknir séu einungis mótteknar á þar til gerðu eyðublaði á mínum síðum á vef Reykjavíkur. Umsóknarfresturinn sé til föstudagins 14. mars.
Eftirfarandi upplýsingar skuli koma fram í umsókn:
- Lýsing á fyrirhuguðum framkvæmdum
- Tímaáætlun
- Kostnaðaráætlun (með sundurliðun ef um er að ræða marga þætti)
- Ljósmynd af húsinu eins og það er nú og eldri ljósmynd ef hún er til
Frekari upplýsingar séu veittar af Húsverndarstofu sem er með opinn símatíma á miðvikudögum kl. 15–17 í síma 411 6333. Einnig megi senda tölvupóst á husverndarstofa@reykjavik.is.
