Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir og #2459 skrifa 25. febrúar 2025 14:46 Nú stefnir í að eigendur bifreiða og mótorhjóla skuli borga kílómetragjald, þ.e greiða ákveðna upphæð fyrir hvern ekinn kilometer á Íslandi. Gott og vel, en í hvað fer kílómetragjaldið mitt? 1996 var tekinn upp svokallaður þungaskattur, (Jónsskattur eins og fólk kallaði hann) sem átti að fara í vegagerð Eldsneytisgjald, átti að fara í Vegagerð, kolefnisgjald átti að fara í kolefnisjöfnun með því að rækta upp skóga, og bifreiðargjöld sem átti að fara í mengunarvarnir. Öll þessi gjöld voru eyrnamerkt á sínum tíma en eftir hrun var ákveðið af ríkisstjórn að taka af allt sem hét “eyrnamerkt”. Þess í stað skyldu öll gjöld fara í stóra hít sem yrði svo ráðstafað úr í hin og þessi ráðuneyti og málefni, og skuldir ríkisstjóðs þar að auki. Ætli eina eyrnamerkta gjaldið sem skilar sér nokkurnveginn sé ekki afnotagjald RÚV? Á móti kom svo að Vegagerðin fékk æ fleiri verkefni í fangið. Landeyjarhöfn, Hvalfjarðargöng, gera reiðstíga, girða af þjóðvegi, ferjur, hafnir,niðurgreiðslu á innanlandsflugi og svo framvegis, en án þess að fá tekjur á móti. Allt þetta rýrði þar að auki framlög til raunverulegrar vegagerðar og viðhalds. Það gefur auga leið að með skorti á fjármagni vaxa vanefnin. Klæðingar í stað malbiks sem standast engan veginn núverandi notkun, vegir eru ekki byggðir upp og endurgerðir heldur er settur plástur (blettaviðgerðir) út um allar koppagrundir. Við sem erum á mótorhjólum horfum mikið á vegina í Evrópu, betur uppbyggðir, betra malbik, færri blæðingar en þekkjast þó í sumum löndum og varla maður sjá blettaviðgerðir, þar er ekki sig í vegum eða óvæntar hæðir, verstu sveitavegir þar minna óljóst á íslenska þjóðveginn. Það getur bara ekki verið að þetta sé Íslenska veðurfarið sem er að skemma vegina okkar svona mikið er það? Það er ótrúlegt að Ísland skuli auglýsa sig sem ferðamannaland, þegar erlendir ferðamenn eru í stórhættu hér upp á hvern einasta dag á örmjóum, holóttum og ónýtum vegum. Vegirnir eru hráefnið fyrir ferðaþjónustuna og lykillinn að nátturu landsins, sem ferðamenn koma til að sjá og upplifa. 1.janúar 2024 var sett á kílómetragjald á rafmagns og tvinnbíla. Það væri gaman að sjá uppgjör ársins á þessum gjöldum, hversu mikið var innheimt, hver var kostnaður við alla útreikninga og endalausa tölvupósta um debet og kredet reikninga eigenda þeirra bíla, hversu mikill hagnaður var eftir árið og hversu mikið af því fór í Vegagerð? Ég líki þessu stundum við einstæða móður með þrjú börn sem þarf að versla í matinn fyrir ákveðna upphæð á mánuði, það er ódýrara að kaupa núðlur og pakkamat fyrir börnin frekar en næringarríkan mat, ávexti og grænmeti. Það er eins með Vegagerð, það er ódýrara að klæða og stoppa í göt en að malbika þegar þú hefur ekki fjármagn til að gera betur. Sniglar tóku sig til seint á síðasta ári og hófu dósasöfnun til styrktar Vegagerðinni ásamt Endurvinnslunni. Við EYRNAMERKJUM Vegagerðinni þann pening allan og hefur nú þegar safnast um 140.000kr. Það er ekki mikið en það er byrjun, því ekki getum við treyst því að kílómetragjaldið fari allt í Vegagerð. Þjóðarsöfnun var haldin með happadrætti í kringum 1972 til að klára hringveginn, ekki segja mér við þurfum að gera annað eins til að laga vegina til að bjarga mannslífum. Höfundur situr í stjórn Snigla. Jokka G Birnudóttir, #2459 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kílómetragjald Bifhjól Samgöngur Skattar og tollar Jokka G. Birnudóttir Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Nú stefnir í að eigendur bifreiða og mótorhjóla skuli borga kílómetragjald, þ.e greiða ákveðna upphæð fyrir hvern ekinn kilometer á Íslandi. Gott og vel, en í hvað fer kílómetragjaldið mitt? 1996 var tekinn upp svokallaður þungaskattur, (Jónsskattur eins og fólk kallaði hann) sem átti að fara í vegagerð Eldsneytisgjald, átti að fara í Vegagerð, kolefnisgjald átti að fara í kolefnisjöfnun með því að rækta upp skóga, og bifreiðargjöld sem átti að fara í mengunarvarnir. Öll þessi gjöld voru eyrnamerkt á sínum tíma en eftir hrun var ákveðið af ríkisstjórn að taka af allt sem hét “eyrnamerkt”. Þess í stað skyldu öll gjöld fara í stóra hít sem yrði svo ráðstafað úr í hin og þessi ráðuneyti og málefni, og skuldir ríkisstjóðs þar að auki. Ætli eina eyrnamerkta gjaldið sem skilar sér nokkurnveginn sé ekki afnotagjald RÚV? Á móti kom svo að Vegagerðin fékk æ fleiri verkefni í fangið. Landeyjarhöfn, Hvalfjarðargöng, gera reiðstíga, girða af þjóðvegi, ferjur, hafnir,niðurgreiðslu á innanlandsflugi og svo framvegis, en án þess að fá tekjur á móti. Allt þetta rýrði þar að auki framlög til raunverulegrar vegagerðar og viðhalds. Það gefur auga leið að með skorti á fjármagni vaxa vanefnin. Klæðingar í stað malbiks sem standast engan veginn núverandi notkun, vegir eru ekki byggðir upp og endurgerðir heldur er settur plástur (blettaviðgerðir) út um allar koppagrundir. Við sem erum á mótorhjólum horfum mikið á vegina í Evrópu, betur uppbyggðir, betra malbik, færri blæðingar en þekkjast þó í sumum löndum og varla maður sjá blettaviðgerðir, þar er ekki sig í vegum eða óvæntar hæðir, verstu sveitavegir þar minna óljóst á íslenska þjóðveginn. Það getur bara ekki verið að þetta sé Íslenska veðurfarið sem er að skemma vegina okkar svona mikið er það? Það er ótrúlegt að Ísland skuli auglýsa sig sem ferðamannaland, þegar erlendir ferðamenn eru í stórhættu hér upp á hvern einasta dag á örmjóum, holóttum og ónýtum vegum. Vegirnir eru hráefnið fyrir ferðaþjónustuna og lykillinn að nátturu landsins, sem ferðamenn koma til að sjá og upplifa. 1.janúar 2024 var sett á kílómetragjald á rafmagns og tvinnbíla. Það væri gaman að sjá uppgjör ársins á þessum gjöldum, hversu mikið var innheimt, hver var kostnaður við alla útreikninga og endalausa tölvupósta um debet og kredet reikninga eigenda þeirra bíla, hversu mikill hagnaður var eftir árið og hversu mikið af því fór í Vegagerð? Ég líki þessu stundum við einstæða móður með þrjú börn sem þarf að versla í matinn fyrir ákveðna upphæð á mánuði, það er ódýrara að kaupa núðlur og pakkamat fyrir börnin frekar en næringarríkan mat, ávexti og grænmeti. Það er eins með Vegagerð, það er ódýrara að klæða og stoppa í göt en að malbika þegar þú hefur ekki fjármagn til að gera betur. Sniglar tóku sig til seint á síðasta ári og hófu dósasöfnun til styrktar Vegagerðinni ásamt Endurvinnslunni. Við EYRNAMERKJUM Vegagerðinni þann pening allan og hefur nú þegar safnast um 140.000kr. Það er ekki mikið en það er byrjun, því ekki getum við treyst því að kílómetragjaldið fari allt í Vegagerð. Þjóðarsöfnun var haldin með happadrætti í kringum 1972 til að klára hringveginn, ekki segja mér við þurfum að gera annað eins til að laga vegina til að bjarga mannslífum. Höfundur situr í stjórn Snigla. Jokka G Birnudóttir, #2459
Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun