Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir og #2459 skrifa 25. febrúar 2025 14:46 Nú stefnir í að eigendur bifreiða og mótorhjóla skuli borga kílómetragjald, þ.e greiða ákveðna upphæð fyrir hvern ekinn kilometer á Íslandi. Gott og vel, en í hvað fer kílómetragjaldið mitt? 1996 var tekinn upp svokallaður þungaskattur, (Jónsskattur eins og fólk kallaði hann) sem átti að fara í vegagerð Eldsneytisgjald, átti að fara í Vegagerð, kolefnisgjald átti að fara í kolefnisjöfnun með því að rækta upp skóga, og bifreiðargjöld sem átti að fara í mengunarvarnir. Öll þessi gjöld voru eyrnamerkt á sínum tíma en eftir hrun var ákveðið af ríkisstjórn að taka af allt sem hét “eyrnamerkt”. Þess í stað skyldu öll gjöld fara í stóra hít sem yrði svo ráðstafað úr í hin og þessi ráðuneyti og málefni, og skuldir ríkisstjóðs þar að auki. Ætli eina eyrnamerkta gjaldið sem skilar sér nokkurnveginn sé ekki afnotagjald RÚV? Á móti kom svo að Vegagerðin fékk æ fleiri verkefni í fangið. Landeyjarhöfn, Hvalfjarðargöng, gera reiðstíga, girða af þjóðvegi, ferjur, hafnir,niðurgreiðslu á innanlandsflugi og svo framvegis, en án þess að fá tekjur á móti. Allt þetta rýrði þar að auki framlög til raunverulegrar vegagerðar og viðhalds. Það gefur auga leið að með skorti á fjármagni vaxa vanefnin. Klæðingar í stað malbiks sem standast engan veginn núverandi notkun, vegir eru ekki byggðir upp og endurgerðir heldur er settur plástur (blettaviðgerðir) út um allar koppagrundir. Við sem erum á mótorhjólum horfum mikið á vegina í Evrópu, betur uppbyggðir, betra malbik, færri blæðingar en þekkjast þó í sumum löndum og varla maður sjá blettaviðgerðir, þar er ekki sig í vegum eða óvæntar hæðir, verstu sveitavegir þar minna óljóst á íslenska þjóðveginn. Það getur bara ekki verið að þetta sé Íslenska veðurfarið sem er að skemma vegina okkar svona mikið er það? Það er ótrúlegt að Ísland skuli auglýsa sig sem ferðamannaland, þegar erlendir ferðamenn eru í stórhættu hér upp á hvern einasta dag á örmjóum, holóttum og ónýtum vegum. Vegirnir eru hráefnið fyrir ferðaþjónustuna og lykillinn að nátturu landsins, sem ferðamenn koma til að sjá og upplifa. 1.janúar 2024 var sett á kílómetragjald á rafmagns og tvinnbíla. Það væri gaman að sjá uppgjör ársins á þessum gjöldum, hversu mikið var innheimt, hver var kostnaður við alla útreikninga og endalausa tölvupósta um debet og kredet reikninga eigenda þeirra bíla, hversu mikill hagnaður var eftir árið og hversu mikið af því fór í Vegagerð? Ég líki þessu stundum við einstæða móður með þrjú börn sem þarf að versla í matinn fyrir ákveðna upphæð á mánuði, það er ódýrara að kaupa núðlur og pakkamat fyrir börnin frekar en næringarríkan mat, ávexti og grænmeti. Það er eins með Vegagerð, það er ódýrara að klæða og stoppa í göt en að malbika þegar þú hefur ekki fjármagn til að gera betur. Sniglar tóku sig til seint á síðasta ári og hófu dósasöfnun til styrktar Vegagerðinni ásamt Endurvinnslunni. Við EYRNAMERKJUM Vegagerðinni þann pening allan og hefur nú þegar safnast um 140.000kr. Það er ekki mikið en það er byrjun, því ekki getum við treyst því að kílómetragjaldið fari allt í Vegagerð. Þjóðarsöfnun var haldin með happadrætti í kringum 1972 til að klára hringveginn, ekki segja mér við þurfum að gera annað eins til að laga vegina til að bjarga mannslífum. Höfundur situr í stjórn Snigla. Jokka G Birnudóttir, #2459 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kílómetragjald Bifhjól Samgöngur Skattar og tollar Mest lesið „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Skoðun Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Nú stefnir í að eigendur bifreiða og mótorhjóla skuli borga kílómetragjald, þ.e greiða ákveðna upphæð fyrir hvern ekinn kilometer á Íslandi. Gott og vel, en í hvað fer kílómetragjaldið mitt? 1996 var tekinn upp svokallaður þungaskattur, (Jónsskattur eins og fólk kallaði hann) sem átti að fara í vegagerð Eldsneytisgjald, átti að fara í Vegagerð, kolefnisgjald átti að fara í kolefnisjöfnun með því að rækta upp skóga, og bifreiðargjöld sem átti að fara í mengunarvarnir. Öll þessi gjöld voru eyrnamerkt á sínum tíma en eftir hrun var ákveðið af ríkisstjórn að taka af allt sem hét “eyrnamerkt”. Þess í stað skyldu öll gjöld fara í stóra hít sem yrði svo ráðstafað úr í hin og þessi ráðuneyti og málefni, og skuldir ríkisstjóðs þar að auki. Ætli eina eyrnamerkta gjaldið sem skilar sér nokkurnveginn sé ekki afnotagjald RÚV? Á móti kom svo að Vegagerðin fékk æ fleiri verkefni í fangið. Landeyjarhöfn, Hvalfjarðargöng, gera reiðstíga, girða af þjóðvegi, ferjur, hafnir,niðurgreiðslu á innanlandsflugi og svo framvegis, en án þess að fá tekjur á móti. Allt þetta rýrði þar að auki framlög til raunverulegrar vegagerðar og viðhalds. Það gefur auga leið að með skorti á fjármagni vaxa vanefnin. Klæðingar í stað malbiks sem standast engan veginn núverandi notkun, vegir eru ekki byggðir upp og endurgerðir heldur er settur plástur (blettaviðgerðir) út um allar koppagrundir. Við sem erum á mótorhjólum horfum mikið á vegina í Evrópu, betur uppbyggðir, betra malbik, færri blæðingar en þekkjast þó í sumum löndum og varla maður sjá blettaviðgerðir, þar er ekki sig í vegum eða óvæntar hæðir, verstu sveitavegir þar minna óljóst á íslenska þjóðveginn. Það getur bara ekki verið að þetta sé Íslenska veðurfarið sem er að skemma vegina okkar svona mikið er það? Það er ótrúlegt að Ísland skuli auglýsa sig sem ferðamannaland, þegar erlendir ferðamenn eru í stórhættu hér upp á hvern einasta dag á örmjóum, holóttum og ónýtum vegum. Vegirnir eru hráefnið fyrir ferðaþjónustuna og lykillinn að nátturu landsins, sem ferðamenn koma til að sjá og upplifa. 1.janúar 2024 var sett á kílómetragjald á rafmagns og tvinnbíla. Það væri gaman að sjá uppgjör ársins á þessum gjöldum, hversu mikið var innheimt, hver var kostnaður við alla útreikninga og endalausa tölvupósta um debet og kredet reikninga eigenda þeirra bíla, hversu mikill hagnaður var eftir árið og hversu mikið af því fór í Vegagerð? Ég líki þessu stundum við einstæða móður með þrjú börn sem þarf að versla í matinn fyrir ákveðna upphæð á mánuði, það er ódýrara að kaupa núðlur og pakkamat fyrir börnin frekar en næringarríkan mat, ávexti og grænmeti. Það er eins með Vegagerð, það er ódýrara að klæða og stoppa í göt en að malbika þegar þú hefur ekki fjármagn til að gera betur. Sniglar tóku sig til seint á síðasta ári og hófu dósasöfnun til styrktar Vegagerðinni ásamt Endurvinnslunni. Við EYRNAMERKJUM Vegagerðinni þann pening allan og hefur nú þegar safnast um 140.000kr. Það er ekki mikið en það er byrjun, því ekki getum við treyst því að kílómetragjaldið fari allt í Vegagerð. Þjóðarsöfnun var haldin með happadrætti í kringum 1972 til að klára hringveginn, ekki segja mér við þurfum að gera annað eins til að laga vegina til að bjarga mannslífum. Höfundur situr í stjórn Snigla. Jokka G Birnudóttir, #2459
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun