Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. febrúar 2025 12:30 Demókratar hafa gagnrýnt póstinn harðlega og sumir Repúblikanar, sem segja hann meðal annars vanvirðingu við starfsmenn hins opinbera. Getty/Andrew Harnik Opinberir starfsmenn í Bandaríkjunum vita nú vart í hvorn fótinn þeir eiga að stíga, eftir að hafa fengið afar misvísandi skilaboð frá stjórnvöldum og yfirmönnum sínum. Teymi Elon Musk, sem fer fyrir niðurskurðarapparatinu DOGE, Department of Government Efficency, sendi tölvupóst á opinbera starfsmenn á laugardag þar sem þeim var tjáð að þeir hefðu 48 klukkustundir til að svara póstinum og greina frá fimm hlutum sem þeir hefðu afrekað í vinnunni á síðustu sjö dögum. Ellegar ættu þeir á hættu að verða sagt upp. Yfirmenn stofnana og verkalýðsfélög í landinu ruku samstundis upp til handa og fóta, enda tölvupósturinn svo furðulegur að margir töldu hann jafnvel vera einhvers konar svikapóst. Svo reyndist ekki vera og nokkur félög hafa hótað málaferlum, á meðan starfsmenn glímdu yfir helgina við þá spurningu hvort þeir ættu að svara. The email request was utterly trivial, as the standard for passing the test was to type some words and press send!Yet so many failed even that inane test, urged on in some cases by their managers.Have you ever witnessed such INCOMPETENCE and CONTEMPT for how YOUR TAXES are… https://t.co/QjSmY4ezpg— Elon Musk (@elonmusk) February 24, 2025 Sumir yfirmenn sendu pósta á starfsmenn sína og sögðu þeim að svara ekki. Öðrum var ráðlagt að svara. Á enn öðrum stöðum voru skilaboðin afar misvísandi; í fyrstu var 80.000 starfsmönnum heilbrigðisráðuneytisins til að mynda ráðlagt að svara póstinum ekki, síðan var þeim sagt að svara og að lokum að bíða. Trump tjáði sig um tölvupóstinn í gær og sagði hann „snilld“. Gaf hann í skyn að tilgangurinn með póstinum væri að koma upp um starfsmenn sem væru ekki að sinna vinnunni sinni eða væru hreinlega ekki til. Þeir sem svöruðu ekki yrðu reknir eða „semi-reknir“, sem hann útskýrði ekki nánar. Í gærkvöldi tísti Musk svo þeim skilaboðum, sem hann sagði frá forsetanum, að þeir sem hefðu ekki þegar svarað fengju „annað tækifæri“. Ef þeir nýttu það ekki yrðu þeir látnir fjúka. Bandaríkin Elon Musk Donald Trump Mest lesið Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira
Teymi Elon Musk, sem fer fyrir niðurskurðarapparatinu DOGE, Department of Government Efficency, sendi tölvupóst á opinbera starfsmenn á laugardag þar sem þeim var tjáð að þeir hefðu 48 klukkustundir til að svara póstinum og greina frá fimm hlutum sem þeir hefðu afrekað í vinnunni á síðustu sjö dögum. Ellegar ættu þeir á hættu að verða sagt upp. Yfirmenn stofnana og verkalýðsfélög í landinu ruku samstundis upp til handa og fóta, enda tölvupósturinn svo furðulegur að margir töldu hann jafnvel vera einhvers konar svikapóst. Svo reyndist ekki vera og nokkur félög hafa hótað málaferlum, á meðan starfsmenn glímdu yfir helgina við þá spurningu hvort þeir ættu að svara. The email request was utterly trivial, as the standard for passing the test was to type some words and press send!Yet so many failed even that inane test, urged on in some cases by their managers.Have you ever witnessed such INCOMPETENCE and CONTEMPT for how YOUR TAXES are… https://t.co/QjSmY4ezpg— Elon Musk (@elonmusk) February 24, 2025 Sumir yfirmenn sendu pósta á starfsmenn sína og sögðu þeim að svara ekki. Öðrum var ráðlagt að svara. Á enn öðrum stöðum voru skilaboðin afar misvísandi; í fyrstu var 80.000 starfsmönnum heilbrigðisráðuneytisins til að mynda ráðlagt að svara póstinum ekki, síðan var þeim sagt að svara og að lokum að bíða. Trump tjáði sig um tölvupóstinn í gær og sagði hann „snilld“. Gaf hann í skyn að tilgangurinn með póstinum væri að koma upp um starfsmenn sem væru ekki að sinna vinnunni sinni eða væru hreinlega ekki til. Þeir sem svöruðu ekki yrðu reknir eða „semi-reknir“, sem hann útskýrði ekki nánar. Í gærkvöldi tísti Musk svo þeim skilaboðum, sem hann sagði frá forsetanum, að þeir sem hefðu ekki þegar svarað fengju „annað tækifæri“. Ef þeir nýttu það ekki yrðu þeir látnir fjúka.
Bandaríkin Elon Musk Donald Trump Mest lesið Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira