Fótbolti

Galatasaray sakar Mourinho um ras­isma

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
José Mourinho á hliðarlínunni í Istanbúl-slagnum í gær.
José Mourinho á hliðarlínunni í Istanbúl-slagnum í gær. getty/Arife Karakum

Tyrkneska stórveldið Galatasaray hefur sakað José Mourinho, knattspyrnustjóra erkifjendanna í Fenerbahce, um kynþáttaníð.

Galatasaray og Fenerbahce gerðu markalaust jafntefli í stórleik í tyrknesku úrvalsdeildinni í gær.

Galatasaray sagðist eftir leikinn ætla að kæra Mourinho fyrir rasisma og kvarta formlega til UEFA og FIFA.

Eftir leikinn sagði Mourinho að menn á varamannabekknum hjá Galatasaray hefðu hoppað um eins og apar. Jafnframt sagði hann að það hefði verið hræðilegt ef tyrkneskur dómari hefði dæmt leikinn. Slavko Vincic frá Slóveníu var fenginn til að dæma stórleikinn.

Í yfirlýsingu frá Galatasaray segir að Mourinho hafi verið ráðinn stjóri Fenerbahce hafi hann látið síendurtekin niðrandi ummæli um Tyrki falla. Og eftir leikinn í gær hafi mælirinn verið fullur og því hafi verið ákveðið að grípa til aðgerða.

Mourinho hefur ekki tjáð sig um ásakanir Galatasaray. Hann tók við Fenerbahce síðasta sumar. Hann hefur bæði fengið sekt og bann fyrir að gagnrýna tyrkneska dómara á tímabilinu.

Galatasaray er með sex stiga forskot á Fenerbahce á toppi tyrknesku úrvalsdeildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×