„Ég trúi þessu varla“ Valur Páll Eiríksson skrifar 25. febrúar 2025 09:04 Eir Chang Hlésdóttir, Íslandsmethafi í 200 metra hlaupi. Vísir/Bjarni Nýjasta hlaupastjarna Íslands hefur bætt sig gríðarlega á örstuttum tíma. Eftir að hafa slegið Íslandsmet um helgina, stefnir hún enn hærra. Eir Chang Hlésdóttir gerði sér lítið fyrir og sló met Silju Úlfarsdóttur í 200 metra hlaupi innanhúss. Hún kom í mark á 23,69 sekúndum og bætti Íslandsmet Silju frá árinu 2004 um tíu hundraðshluta úr sekúndu. Auk gullverðlaunanna fékk Eir viðurkenningu fyrir stigahæsta afrek mótsins. „Þetta er mjög skrýtin tilhugsun. Ég trúi þessu varla, að þetta sé 21 árs gamalt met,“ segir Eir í samtali við íþróttadeild en hún hefur fengið töluvert af skilaboðum síðan. „Allir að óska mér til hamingju. Svo vorum við að fagna liðið því við unnum liðakeppnina. Ég er búin að vera að fagna og hvíla mig, og reyna að koma þessu inn,“ segir Eir. Hleypur milli skóla og fiðluæfinga Eir hefur í nægu að snúast í fiðlunámi sem og í Menntaskólanum í Reykjavík. Þá er ekki langt síðan hún hætti í taekwondo til að geta einbeitt sér að hlaupunum. Það hefur sannarlega skilað sér enda bætingin gríðarhröð. Hún hljóp metrana 200 á 24 sekúndum á Meistaramóti ungmenna fyrir viku síðan og sléttum sjö dögum síðar var hún 21 hundraðshlutum úr sekúndu fljótari, og raunar bætt sig um 60 hundraðshluta á aðeins tveimur vikum, sem er fáheyrð bæting. „Ég er búin að bæta mig um 0,6 sekúndur innanhúss á tveimur vikum. Ég var alltaf fljót en þetta er að koma (fljótt)“ segir Eir sem hóf ekki að æfa frjálsar íþróttir af fullum krafti fyrr en síðasta haust. „Ég byrjaði að æfa á fullu í byjun menntaskóla. Ég byrjaði að mæta alltaf á æfingar í september en var að keppa mikið í sumar,“ segir Eir sem segist taka eftir því hversu hratt hún bæti sig þessa dagana. „Ég sé mjög mikla breytingu á frammistöðunni minni. Þegar ég mæti á æfingar þá verð ég betri.“ Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Frjálsar íþróttir Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Fleiri fréttir Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Angel Reese í hálfs leiks bann Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Sjá meira
Eir Chang Hlésdóttir gerði sér lítið fyrir og sló met Silju Úlfarsdóttur í 200 metra hlaupi innanhúss. Hún kom í mark á 23,69 sekúndum og bætti Íslandsmet Silju frá árinu 2004 um tíu hundraðshluta úr sekúndu. Auk gullverðlaunanna fékk Eir viðurkenningu fyrir stigahæsta afrek mótsins. „Þetta er mjög skrýtin tilhugsun. Ég trúi þessu varla, að þetta sé 21 árs gamalt met,“ segir Eir í samtali við íþróttadeild en hún hefur fengið töluvert af skilaboðum síðan. „Allir að óska mér til hamingju. Svo vorum við að fagna liðið því við unnum liðakeppnina. Ég er búin að vera að fagna og hvíla mig, og reyna að koma þessu inn,“ segir Eir. Hleypur milli skóla og fiðluæfinga Eir hefur í nægu að snúast í fiðlunámi sem og í Menntaskólanum í Reykjavík. Þá er ekki langt síðan hún hætti í taekwondo til að geta einbeitt sér að hlaupunum. Það hefur sannarlega skilað sér enda bætingin gríðarhröð. Hún hljóp metrana 200 á 24 sekúndum á Meistaramóti ungmenna fyrir viku síðan og sléttum sjö dögum síðar var hún 21 hundraðshlutum úr sekúndu fljótari, og raunar bætt sig um 60 hundraðshluta á aðeins tveimur vikum, sem er fáheyrð bæting. „Ég er búin að bæta mig um 0,6 sekúndur innanhúss á tveimur vikum. Ég var alltaf fljót en þetta er að koma (fljótt)“ segir Eir sem hóf ekki að æfa frjálsar íþróttir af fullum krafti fyrr en síðasta haust. „Ég byrjaði að æfa á fullu í byjun menntaskóla. Ég byrjaði að mæta alltaf á æfingar í september en var að keppa mikið í sumar,“ segir Eir sem segist taka eftir því hversu hratt hún bæti sig þessa dagana. „Ég sé mjög mikla breytingu á frammistöðunni minni. Þegar ég mæti á æfingar þá verð ég betri.“ Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Fleiri fréttir Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Angel Reese í hálfs leiks bann Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Sjá meira