Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 24. febrúar 2025 13:16 Sigríður Margrét Oddsdóttir er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Vísir/Einar Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segist hafa haft áhyggjur af fyrri innanhússtillögu ríkissáttasemjara í kennaradeilunni sem opinberir launagreiðendur samþykktu en nýja tillagan hljóðar upp á enn hærri upphæðir. Hún segist velta fyrir sér hvaða áhrif slíkar hækkanir, ef af verður, muni hafa á þá samninga sem þegar hafa verið gerðir og þá sem eftir á að gera. Það var á föstudaginn sem stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga tilkynnti um að hún féllist ekki á innanhússtillögu ríkissáttasemjara sem kennarar höfðu samþykkt. Hún hljóðaði upp á 24,5 prósenta hækkun á samningstímabilinu. Sambandið fundaði um stöðu mála í morgun en fundi lauk á ellefta tímanum. Einn af stjórnarmönnunum sagði að á fundi morgunsins hefðu allir stjórnarmenn verið viðstaddir. Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri og formaður SÍS, hefur greint frá því í fjölmiðlum að hún hafi stutt innanhússtillöguna. Fréttastofa hefur ekki náð á henni til að fá svör um hvort hún hyggist gera sérkjarasamning við kennara fyrir borgina. Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, er ekki hrifin af þeim prósentutölum sem hafa verið nefnd í samningaviðræðunum kennara við ríki og sveitarfélög. „Þetta hljómar í okkar eyru eins og innistæðulaus lífskjarasókn og það sem við veltum fyrir okkur fyrst og fremst er hver á að borga? En eins líka hvaða áhrif svona miklar hækkanir myndu hafa á aðra samninga.“ Hún segir að hinir svonefndu stöðugleikasamningar sem gerðir voru fyrir ári hafi byggt á ákveðnum efnahagsforsendum og að deiluaðilar hafi viljað leggja sitt af mörkum til að draga úr verðbólgu og lækka vexti. „Þess vegna vorum við að gera langtíma kjarasamninga þar sem var verið að semja um launahækkanir árlega sem nema 3,25-3,5% og að lágmarki 23.759 kr. En þetta lágmark það tryggir þeim sem eru með lægstu launin hlutfalslega meiri hækkun. En ef við bara horfum í gegnum tölurnar og reiknum út skurðpunktinn þá sjáum við það að allir þeir sem eru yfir launum 678.571 á mánuði, þeir eiga að fá 3,5% hækkun núna í ár og næstu tvö ár og ef við bara horfum á grunnlaun kennara þá sjáum við það að þau eru að meðaltali hærri en þessi skurðpunktur og það er þess vegna sem við stöldruðum við þegar opinberir launagreiðendur samþykktu þessa fyrri innanhússtillögu sem ríkissáttasemjari lagði fram og við höfðum mjög miklar áhyggjur af henni.“ Sigríði Margréti hugnast ekki að hið opinbera leiði kjaraþróun í landinu. „Við gerum þá kröfu að þeirri launastefnu sem samið er um á almenna markaði, henni sé fylgt að opinberir launagreiðendur þeir hætti að leiða kjaraþróun í þessu landi. Þeir verða líka að kostnaðarmeta sérréttindi opinberra starfsmanna þegar þeir eru að gera kjarasamninga vegna þess að annars er bara tómt mál að tala um lífskjarasókn sem innistæða er fyrir.“ Félagasamtök Kjaraviðræður 2023-25 Vinnumarkaður Kjaramál Kennaraverkfall 2024-25 Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Til greina kemur að Reykjavíkurborg kljúfi sig frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga í kjaraviðræðunum við kennara og geri sérsamninga við Kennarasamband íslands, ef marka má orðræðu nýs meirihluta í borgarstjórn. 23. febrúar 2025 14:30 Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Ríkissáttasemjari lagði fram innanhússtillögu á fimmtudaginn til að reyna að binda enda á þann stórskaða sem samningsleysi og vanvirðing gagnvart kennurum og menntakerfinu hefur haft á kennarastéttina alla. 22. febrúar 2025 15:30 Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga í kjaradeilunni gegn kennurum, segir ekkert til í ásökunum formanns Kennarasambands Íslands um að Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn standi í vegi fyrir samningum til að koma höggi á ríkisstjórnina. 22. febrúar 2025 13:55 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Innlent Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Sjá meira
Það var á föstudaginn sem stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga tilkynnti um að hún féllist ekki á innanhússtillögu ríkissáttasemjara sem kennarar höfðu samþykkt. Hún hljóðaði upp á 24,5 prósenta hækkun á samningstímabilinu. Sambandið fundaði um stöðu mála í morgun en fundi lauk á ellefta tímanum. Einn af stjórnarmönnunum sagði að á fundi morgunsins hefðu allir stjórnarmenn verið viðstaddir. Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri og formaður SÍS, hefur greint frá því í fjölmiðlum að hún hafi stutt innanhússtillöguna. Fréttastofa hefur ekki náð á henni til að fá svör um hvort hún hyggist gera sérkjarasamning við kennara fyrir borgina. Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, er ekki hrifin af þeim prósentutölum sem hafa verið nefnd í samningaviðræðunum kennara við ríki og sveitarfélög. „Þetta hljómar í okkar eyru eins og innistæðulaus lífskjarasókn og það sem við veltum fyrir okkur fyrst og fremst er hver á að borga? En eins líka hvaða áhrif svona miklar hækkanir myndu hafa á aðra samninga.“ Hún segir að hinir svonefndu stöðugleikasamningar sem gerðir voru fyrir ári hafi byggt á ákveðnum efnahagsforsendum og að deiluaðilar hafi viljað leggja sitt af mörkum til að draga úr verðbólgu og lækka vexti. „Þess vegna vorum við að gera langtíma kjarasamninga þar sem var verið að semja um launahækkanir árlega sem nema 3,25-3,5% og að lágmarki 23.759 kr. En þetta lágmark það tryggir þeim sem eru með lægstu launin hlutfalslega meiri hækkun. En ef við bara horfum í gegnum tölurnar og reiknum út skurðpunktinn þá sjáum við það að allir þeir sem eru yfir launum 678.571 á mánuði, þeir eiga að fá 3,5% hækkun núna í ár og næstu tvö ár og ef við bara horfum á grunnlaun kennara þá sjáum við það að þau eru að meðaltali hærri en þessi skurðpunktur og það er þess vegna sem við stöldruðum við þegar opinberir launagreiðendur samþykktu þessa fyrri innanhússtillögu sem ríkissáttasemjari lagði fram og við höfðum mjög miklar áhyggjur af henni.“ Sigríði Margréti hugnast ekki að hið opinbera leiði kjaraþróun í landinu. „Við gerum þá kröfu að þeirri launastefnu sem samið er um á almenna markaði, henni sé fylgt að opinberir launagreiðendur þeir hætti að leiða kjaraþróun í þessu landi. Þeir verða líka að kostnaðarmeta sérréttindi opinberra starfsmanna þegar þeir eru að gera kjarasamninga vegna þess að annars er bara tómt mál að tala um lífskjarasókn sem innistæða er fyrir.“
Félagasamtök Kjaraviðræður 2023-25 Vinnumarkaður Kjaramál Kennaraverkfall 2024-25 Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Til greina kemur að Reykjavíkurborg kljúfi sig frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga í kjaraviðræðunum við kennara og geri sérsamninga við Kennarasamband íslands, ef marka má orðræðu nýs meirihluta í borgarstjórn. 23. febrúar 2025 14:30 Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Ríkissáttasemjari lagði fram innanhússtillögu á fimmtudaginn til að reyna að binda enda á þann stórskaða sem samningsleysi og vanvirðing gagnvart kennurum og menntakerfinu hefur haft á kennarastéttina alla. 22. febrúar 2025 15:30 Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga í kjaradeilunni gegn kennurum, segir ekkert til í ásökunum formanns Kennarasambands Íslands um að Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn standi í vegi fyrir samningum til að koma höggi á ríkisstjórnina. 22. febrúar 2025 13:55 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Innlent Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Sjá meira
Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Til greina kemur að Reykjavíkurborg kljúfi sig frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga í kjaraviðræðunum við kennara og geri sérsamninga við Kennarasamband íslands, ef marka má orðræðu nýs meirihluta í borgarstjórn. 23. febrúar 2025 14:30
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Ríkissáttasemjari lagði fram innanhússtillögu á fimmtudaginn til að reyna að binda enda á þann stórskaða sem samningsleysi og vanvirðing gagnvart kennurum og menntakerfinu hefur haft á kennarastéttina alla. 22. febrúar 2025 15:30
Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga í kjaradeilunni gegn kennurum, segir ekkert til í ásökunum formanns Kennarasambands Íslands um að Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn standi í vegi fyrir samningum til að koma höggi á ríkisstjórnina. 22. febrúar 2025 13:55