Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar 24. febrúar 2025 14:30 Oft hefur verið sagt að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn. Ég trúi því að allir foreldrar vilji að börnum sínum vegni vel og gera sitt allra besta til að svo megi verða. En því miður er það ekki svo að öllum börnum líði vel. Í skólakerfinu í dag eru börn sem tala 70 tungumál og 20 % eða eitt af hverjum fimm er ekki með íslenskt ríkisfang. Kannanir sýna að helmingur ungra drengja getur ekki lesið sér til gagns þrátt fyrir 10 ára skólaskyldu. Hvernig má þetta vera ? Vandinn er alls ekki skólans eingöngu heldur er hann oft mikill heima fyrir. Kannski er það agaleysi, samfélagsmiðlar og skjànotkun barna sem spila stórt hlutverk í vanlíðan barna. Við heyrum í fréttum af börnum sem eru í miklum vanda og eru sjálfum sér og öðrum ógn. Börn sem beita ofbeldi og meiða önnur börn. Börn sem eru í neyslu og skaða sjálfa sig og aðra. Börn sem ganga um með hnífa og nota þá. Ef þau þurfa vistun þurfa þau að gista í glugga lausu rými í gömlu fangelsi í Hafnarfirði því annað húsnæði er ekki til staðar. Reyndar er tilbúið húsnæði norður í Skagafirði með gluggum og íslenskri náttúru sem er hannað fyrir börn í vanda en hefur ekki verið í notkun í nokkurn tíma. Á meðan rífast stjórnmálaflokkar um fundaherbergi á hinu háa Alþingi. Svo byggjum við nýjar höfuðstöðvar Landsbankans sem er jú í eigu þjóðarinnar fyrir risa fjárhæðir og klæðum bygginguna að utan með stuðlabergi sem mér finnst ekki vera til prýði. En við höfum ekki ennþá byggt upp úrræði eða rými sem eru mannsæmandi og hönnuð fyrir okkar yngstu þjóðfélagsþegna sem eru í vanda. Hver eru forgangsröðunin hér ? Hvað þá að borga þeim sem annast börn og kenna þeim bæði á leikskólastigi og grunnskólastigi mannsæmandi laun. Við þurfum gott menntað fólk til að sinna okkar yngstu þjóðfélagsþegnum og ef vel er hlúð að þeim frá upphafi væru e.t.v. færri börn í alvarlegum vanda. Starf kennarans hefur tekið miklum breytingum á undanförnum árum. Skóli án aðgreiningar hljómar fallega en virkar alls ekki. Mörg börn eru með greiningar og þurfa aukinn stuðning og þessi fjölgun á börnum sem eru með annað ríkisfang og tala ekki íslensku hefur aukið álag á kennara til muna. Enda hafa margir hrökklast úr starfi vegna álags og kulnun er algeng í þessum starfsgreinum. Mér var boðið í konudags heimsókn á leikskóla barnabarns míns á föstudaginn. Það var mjög ánægjulegt að sjá allt það góða starf sem þar fer fram, frábært starfsfólk sem hugar að líðan barnanna, innleiðir söng, táknmál og talar við börnin sem jafningja. Bestu meðmæli þessa starfs er að sumir starfsmennirnir þar, karlmenn, voru á þessum leikskóla sem börn og sinna nú starfi sínu af alúð. Við þessi ríka þjóð getum og eigum að hlúa mun betur að börnum þessa lands. Þessum dýrmætu einstaklingum sem munu jörðina erfa. Þau eru sum með vanlíðan kannnski vegna samfélagsmiðla og óheftar skjánotkunar. Sum eru kvíðin og þau sofa illa, önnur eru ör og eiga erfitt með að sitja kyrr Við leysum það ekki allt með greiningum eða pillum. Það getur verið eðlilegt að finna fyrir kvíða og spennu í lífsins ólgusjó og stundum sofum við ekki vel en það má. Það þarf ekki alltaf lyf til að laga það. Við fullorðna fólkið, foreldrar, afar og ömmur ættum kannski oftar að eiga gæðastund með okkar besta fólki. Slökkva á símanum í einn dag og fara út að ganga, hlægja, leika okkur og spjalla saman. Ég hitti eina eðal ömmu á kaffihúsi á föstudaginn var og þar var hún í dekurferð með eitt barnabarnið sitt, dýrmæt gæðastund fyrir þær bàðar. Sagðist reglulega taka eitt og eitt í einu í slíka gæðastund. Frábær fyrirmynd. Við getum svo miklu betur og eigum að setja börn í fyrsta sætið! Höfundur er læknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ebba Margrét Magnúsdóttir Börn og uppeldi Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Sjá meira
Oft hefur verið sagt að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn. Ég trúi því að allir foreldrar vilji að börnum sínum vegni vel og gera sitt allra besta til að svo megi verða. En því miður er það ekki svo að öllum börnum líði vel. Í skólakerfinu í dag eru börn sem tala 70 tungumál og 20 % eða eitt af hverjum fimm er ekki með íslenskt ríkisfang. Kannanir sýna að helmingur ungra drengja getur ekki lesið sér til gagns þrátt fyrir 10 ára skólaskyldu. Hvernig má þetta vera ? Vandinn er alls ekki skólans eingöngu heldur er hann oft mikill heima fyrir. Kannski er það agaleysi, samfélagsmiðlar og skjànotkun barna sem spila stórt hlutverk í vanlíðan barna. Við heyrum í fréttum af börnum sem eru í miklum vanda og eru sjálfum sér og öðrum ógn. Börn sem beita ofbeldi og meiða önnur börn. Börn sem eru í neyslu og skaða sjálfa sig og aðra. Börn sem ganga um með hnífa og nota þá. Ef þau þurfa vistun þurfa þau að gista í glugga lausu rými í gömlu fangelsi í Hafnarfirði því annað húsnæði er ekki til staðar. Reyndar er tilbúið húsnæði norður í Skagafirði með gluggum og íslenskri náttúru sem er hannað fyrir börn í vanda en hefur ekki verið í notkun í nokkurn tíma. Á meðan rífast stjórnmálaflokkar um fundaherbergi á hinu háa Alþingi. Svo byggjum við nýjar höfuðstöðvar Landsbankans sem er jú í eigu þjóðarinnar fyrir risa fjárhæðir og klæðum bygginguna að utan með stuðlabergi sem mér finnst ekki vera til prýði. En við höfum ekki ennþá byggt upp úrræði eða rými sem eru mannsæmandi og hönnuð fyrir okkar yngstu þjóðfélagsþegna sem eru í vanda. Hver eru forgangsröðunin hér ? Hvað þá að borga þeim sem annast börn og kenna þeim bæði á leikskólastigi og grunnskólastigi mannsæmandi laun. Við þurfum gott menntað fólk til að sinna okkar yngstu þjóðfélagsþegnum og ef vel er hlúð að þeim frá upphafi væru e.t.v. færri börn í alvarlegum vanda. Starf kennarans hefur tekið miklum breytingum á undanförnum árum. Skóli án aðgreiningar hljómar fallega en virkar alls ekki. Mörg börn eru með greiningar og þurfa aukinn stuðning og þessi fjölgun á börnum sem eru með annað ríkisfang og tala ekki íslensku hefur aukið álag á kennara til muna. Enda hafa margir hrökklast úr starfi vegna álags og kulnun er algeng í þessum starfsgreinum. Mér var boðið í konudags heimsókn á leikskóla barnabarns míns á föstudaginn. Það var mjög ánægjulegt að sjá allt það góða starf sem þar fer fram, frábært starfsfólk sem hugar að líðan barnanna, innleiðir söng, táknmál og talar við börnin sem jafningja. Bestu meðmæli þessa starfs er að sumir starfsmennirnir þar, karlmenn, voru á þessum leikskóla sem börn og sinna nú starfi sínu af alúð. Við þessi ríka þjóð getum og eigum að hlúa mun betur að börnum þessa lands. Þessum dýrmætu einstaklingum sem munu jörðina erfa. Þau eru sum með vanlíðan kannnski vegna samfélagsmiðla og óheftar skjánotkunar. Sum eru kvíðin og þau sofa illa, önnur eru ör og eiga erfitt með að sitja kyrr Við leysum það ekki allt með greiningum eða pillum. Það getur verið eðlilegt að finna fyrir kvíða og spennu í lífsins ólgusjó og stundum sofum við ekki vel en það má. Það þarf ekki alltaf lyf til að laga það. Við fullorðna fólkið, foreldrar, afar og ömmur ættum kannski oftar að eiga gæðastund með okkar besta fólki. Slökkva á símanum í einn dag og fara út að ganga, hlægja, leika okkur og spjalla saman. Ég hitti eina eðal ömmu á kaffihúsi á föstudaginn var og þar var hún í dekurferð með eitt barnabarnið sitt, dýrmæt gæðastund fyrir þær bàðar. Sagðist reglulega taka eitt og eitt í einu í slíka gæðastund. Frábær fyrirmynd. Við getum svo miklu betur og eigum að setja börn í fyrsta sætið! Höfundur er læknir.
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar