Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar 23. febrúar 2025 16:32 Hvað þýða kjörorð Sjálfstæðisflokksins „stétt með stétt“? Í aðdraganda landsfundar flokksins, sem hefst næstkomandi föstudag, hefur umræða spunnist um þessa spurningu og hvort kjörorðið skipti einhverju máli í stjórnmálum samtímans. Sögulegar rætur kjörorðsins Samkvæmt upphaflegu stofnskrá Sjálfstæðisflokksins frá vorinu 1929 vildi flokkurinn vinna „að víðsýnni og þjóðlegri umbótastefnu á grundvelli einstaklingsfrelsis og atvinnufrelsis með hagsmuni allra stétta fyrir augum“. Sem sagt, það er í þágu allra stétta að frelsi einstaklingsins sé varið, en innan ramma laga samfélagsins, svo umorðuð séu ummæli Jóns Þorlákssonar, fyrsta formanns flokksins, í grein sem birt var í Morgunblaðinu 30. maí 1929. Án tengingar við allar stéttir samfélagsins gat Sjálfstæðisflokkurinn aldrei orðið sú breiðfylking borgaralegra afla sem hann síðar varð. Verkafólk átti sér rödd í Sjálfstæðisflokknum, rétt eins og forystufólk í hópi atvinnurekenda. Með öðrum orðum, við erum öll í þessu saman, þótt við verjum einstaklingsfrelsið. Hver er staða kjörorðsins í dag? Í aðdraganda landsfundar Sjálfstæðisflokksins hafa þær raddir heyrst að kjörorðið „stétt með stétt“ sé óljóst. Samt eru til margvíslegar heimildir sem skýra merkingu kjörorðsins. Áhersla Sjálfstæðisflokksins á frelsi einstaklingsins byggir á því að það sé „tækið“ til að ná sem mest út úr þeim mannauð sem samfélagið hefur upp á að bjóða. Það „tæki“ þjónar hins vegar jafnframt æðri markmiðum, að við séum að verja hagsmuni allra, hvaða stétt svo sem fólk tilheyrir. Þetta skiptir ekki síst máli í litlu samfélagi eins og því íslenska. Ísland var hvorki stéttlaust þjóðfélag árið 1929 né er svo í dag. Sannfæra þarf hins vegar kjósendur að faðmur Sjálfstæðisflokksins sé breiður og að flokkurinn starfi eftir traustum gildum sem þjóna almannahagsmunum. Einstaklingur sem tekur þátt í starfi Sjálfstæðisflokksins á að geta treyst því að rödd sín hafi þýðingu, óháð stöðu sinni í samfélaginu. Kjörorðið „stétt með stétt“ er skýrt og skiptir máli fyrir allt stjórnmálastarf Sjálfstæðisflokksins. Höfundur er varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Helgi Áss Grétarsson Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Hvað þýða kjörorð Sjálfstæðisflokksins „stétt með stétt“? Í aðdraganda landsfundar flokksins, sem hefst næstkomandi föstudag, hefur umræða spunnist um þessa spurningu og hvort kjörorðið skipti einhverju máli í stjórnmálum samtímans. Sögulegar rætur kjörorðsins Samkvæmt upphaflegu stofnskrá Sjálfstæðisflokksins frá vorinu 1929 vildi flokkurinn vinna „að víðsýnni og þjóðlegri umbótastefnu á grundvelli einstaklingsfrelsis og atvinnufrelsis með hagsmuni allra stétta fyrir augum“. Sem sagt, það er í þágu allra stétta að frelsi einstaklingsins sé varið, en innan ramma laga samfélagsins, svo umorðuð séu ummæli Jóns Þorlákssonar, fyrsta formanns flokksins, í grein sem birt var í Morgunblaðinu 30. maí 1929. Án tengingar við allar stéttir samfélagsins gat Sjálfstæðisflokkurinn aldrei orðið sú breiðfylking borgaralegra afla sem hann síðar varð. Verkafólk átti sér rödd í Sjálfstæðisflokknum, rétt eins og forystufólk í hópi atvinnurekenda. Með öðrum orðum, við erum öll í þessu saman, þótt við verjum einstaklingsfrelsið. Hver er staða kjörorðsins í dag? Í aðdraganda landsfundar Sjálfstæðisflokksins hafa þær raddir heyrst að kjörorðið „stétt með stétt“ sé óljóst. Samt eru til margvíslegar heimildir sem skýra merkingu kjörorðsins. Áhersla Sjálfstæðisflokksins á frelsi einstaklingsins byggir á því að það sé „tækið“ til að ná sem mest út úr þeim mannauð sem samfélagið hefur upp á að bjóða. Það „tæki“ þjónar hins vegar jafnframt æðri markmiðum, að við séum að verja hagsmuni allra, hvaða stétt svo sem fólk tilheyrir. Þetta skiptir ekki síst máli í litlu samfélagi eins og því íslenska. Ísland var hvorki stéttlaust þjóðfélag árið 1929 né er svo í dag. Sannfæra þarf hins vegar kjósendur að faðmur Sjálfstæðisflokksins sé breiður og að flokkurinn starfi eftir traustum gildum sem þjóna almannahagsmunum. Einstaklingur sem tekur þátt í starfi Sjálfstæðisflokksins á að geta treyst því að rödd sín hafi þýðingu, óháð stöðu sinni í samfélaginu. Kjörorðið „stétt með stétt“ er skýrt og skiptir máli fyrir allt stjórnmálastarf Sjálfstæðisflokksins. Höfundur er varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun