Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. febrúar 2025 10:30 Ángel Di María með heimsbikarinn í höndunum og Lionel Messi sér við hlið eftir að Argentínumenn urðu heimsmeistarar í Katar 2022. Getty/Gustavo Pagano Argentínski knattspyrnumaðurinn Ángel Di María var ásamt Lionel Messi í þeirri kynslóð argentínska landsliðsins sem beið og beið eftir stórum titli. Það tók líka á og biðin varð mjög löng. Di María vann loksins Copa América árið 2021 og svo heimsmeistaratitilinn árið eftir. Það létti gríðarlega pressu af öllum í hópnum að vinna loksins stóran titil eftir að hafa þremur úrslitaleikjum fram að því. Argentínska landsliðið tapaði úrslitaleik HM 2014 og tveimur úrslitaleikjum í Copa América. Di María sagði frá leyndarmáli tengdum þessum súru tapleikjum. „Ég er enn á lyfjum vegna þessara tapleikja,“ sagði Ángel Di María í viðtali við Infobae en ESPN segir frá. „Ég náði að minnka skammtinn og mér líður miklu betur en þetta líka ávanabindandi. Svona töp fylgja þér alla tíð og setja sitt mark á þig,“ sagði Di María. Di María átti heldur betur þátt í því þegar titlarnir komu loksins í hús. Hann skoraði sigurmarkið í úrslitaleik Copa América árið 2021 og fyrsta markið í úrslitaleik HM 2022. Angel Di Maria sést hér mjög svekktur eftir tap á móti Frökkum í sextán liða úrslitum HM í Rússlandi 2018.Getty/Robbie Jay Barratt Finnur til með fyrrum liðsfélögum Hann segist finna til með mörgum af liðsfélögum hans í argentínska landsliðinu sem náðu aldrei að vinna titil. „Hver man eftir strákunum sem komust í úrslitaleik HM en unnu ekki? Eflaust mjög fáir sem mér finnst ósanngjarnt. Hver er að tala um þessa stráka? Enginn. Mjög fáir geta sagt þér hverjir spiluðu. Ég hef sagt það mörgum sinnum síðan að ég varð heimsmeistari og síðan við unnum Suðurameríkukeppnina. Ég sagði alltaf að kynslóðin á undan okkur átti líka þakkir skildar og þeir áttu þátt í því að við unnum loksins,“ sagði Di María. Hinn 37 ára gamli Di María hætti í landsliðinu eftir sigur í Copa Ameríca í fyrra og sér ekki eftir því. Hann skoraði 31 mark í 145 landsleikjum. Dreymir um annað hlutverk hjá landsliðinu „Ég var þarna í sextán ár og þetta var eins og að vera hluti af félagsliði. Það er erfitt að hætta en ég held að ég hafi tekið rétta ákvörðun. Auðvitað freistar þetta manns af því að þetta er landsliðið. Ég náði aftur á móti að afreka allt sem ég vildi. Ég endaði þetta eins og ég vildi enda þetta. Ég vonast síðan til þess að vera hluti af landsliðinu aftur en bara í öðru hlutverki,“ sagði Di María. Fótbolti Copa América HM 2022 í Katar Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Fleiri fréttir Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjáðu bestu mörkin: Klókur Kanu og eitraður Essien Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjá meira
Di María vann loksins Copa América árið 2021 og svo heimsmeistaratitilinn árið eftir. Það létti gríðarlega pressu af öllum í hópnum að vinna loksins stóran titil eftir að hafa þremur úrslitaleikjum fram að því. Argentínska landsliðið tapaði úrslitaleik HM 2014 og tveimur úrslitaleikjum í Copa América. Di María sagði frá leyndarmáli tengdum þessum súru tapleikjum. „Ég er enn á lyfjum vegna þessara tapleikja,“ sagði Ángel Di María í viðtali við Infobae en ESPN segir frá. „Ég náði að minnka skammtinn og mér líður miklu betur en þetta líka ávanabindandi. Svona töp fylgja þér alla tíð og setja sitt mark á þig,“ sagði Di María. Di María átti heldur betur þátt í því þegar titlarnir komu loksins í hús. Hann skoraði sigurmarkið í úrslitaleik Copa América árið 2021 og fyrsta markið í úrslitaleik HM 2022. Angel Di Maria sést hér mjög svekktur eftir tap á móti Frökkum í sextán liða úrslitum HM í Rússlandi 2018.Getty/Robbie Jay Barratt Finnur til með fyrrum liðsfélögum Hann segist finna til með mörgum af liðsfélögum hans í argentínska landsliðinu sem náðu aldrei að vinna titil. „Hver man eftir strákunum sem komust í úrslitaleik HM en unnu ekki? Eflaust mjög fáir sem mér finnst ósanngjarnt. Hver er að tala um þessa stráka? Enginn. Mjög fáir geta sagt þér hverjir spiluðu. Ég hef sagt það mörgum sinnum síðan að ég varð heimsmeistari og síðan við unnum Suðurameríkukeppnina. Ég sagði alltaf að kynslóðin á undan okkur átti líka þakkir skildar og þeir áttu þátt í því að við unnum loksins,“ sagði Di María. Hinn 37 ára gamli Di María hætti í landsliðinu eftir sigur í Copa Ameríca í fyrra og sér ekki eftir því. Hann skoraði 31 mark í 145 landsleikjum. Dreymir um annað hlutverk hjá landsliðinu „Ég var þarna í sextán ár og þetta var eins og að vera hluti af félagsliði. Það er erfitt að hætta en ég held að ég hafi tekið rétta ákvörðun. Auðvitað freistar þetta manns af því að þetta er landsliðið. Ég náði aftur á móti að afreka allt sem ég vildi. Ég endaði þetta eins og ég vildi enda þetta. Ég vonast síðan til þess að vera hluti af landsliðinu aftur en bara í öðru hlutverki,“ sagði Di María.
Fótbolti Copa América HM 2022 í Katar Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Fleiri fréttir Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjáðu bestu mörkin: Klókur Kanu og eitraður Essien Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjá meira