„Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ Hjörvar Ólafsson skrifar 22. febrúar 2025 18:46 Elín Klara Þorkelsdóttir skorar eitt af sjö mörkum sínum í leiknum. Vísir/Anton Brink Elín Klara Þorkelsdóttir spilaði afar vel þegar Haukar lögðu Hazena Kynzvart að velli, 27-22, í seinni rimmu liðanna í átta liða úrslitum Evrópubikars kvenna í handbolta að Ásvöllum í dag. Elín Klara var allt í senn svekkt, stolt og sátt að leik loknum. „Við mætum miklu betri til leiks hérna í dag en í leiknum úti og það er svekkjandi að hugsa til þess núna hvernig við mættum til leiks í Tékklandi. Ég er klárlega virkilega stolt af frammistöðu liðsins í þessum leik,“ sagði Elín Klara sem skoraði sjö mörk í leiknum auk þess að gefa fjölmargar stoðsendingar og fiska nokkur víti. „Við spiluðum fantagóða vörn í þessum leik og þetta er bara held ég ein besta vörn sem við höfum nokkurn tíma spilað, sérstaklega í fyrri hálfleik. Þær skora átta mörk í fyrri hálfleik sem er bara ansi vel vikið hjá okkur,“ sagði hún enn fremur. „Þristaparið var stórkostlegt og Sara Sif frábær þar fyrir aftan. Við spiluðum miklu agaðri sóknarleik en í leiknum í Tékklandi og sýndum okkar allra bestu hliðar í varnarleiknum. Þær mættu svo af krafti í seinni hálfleikinn og við brennum af nokkrum góðum færum. Það er dýrt og við hefðum þurft að nýta færin betur til þess að vinna leikinn með 12 mörkum eins og við þurftum að gera,“ sagði leikstjórnandinn aðspurður um hvað vantaði upp á til þess að fullkomna endurkomuna. „Það voru margir leikmenn að spila í Evrópukeppni í fyrsta skipti þegar við lögðum af stað í keppnina og við höfum fengið dýrmæta reynslu sem við tökum með okkur í komandi verkefni. Næst á dagskrá er bikarinn og við hlökkum mikið til næstu viku. Við tökum fjölmargt jákvætt með okkar frá þessum leik inn í leikinn við Gróttu,“ sagði hún um framhaldið. Elín Klara er spennt fyrir komandi vefkefnum Hauka. Vísir/Anton Brink Haukar Mest lesið Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Fleiri fréttir Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Sjá meira
„Við mætum miklu betri til leiks hérna í dag en í leiknum úti og það er svekkjandi að hugsa til þess núna hvernig við mættum til leiks í Tékklandi. Ég er klárlega virkilega stolt af frammistöðu liðsins í þessum leik,“ sagði Elín Klara sem skoraði sjö mörk í leiknum auk þess að gefa fjölmargar stoðsendingar og fiska nokkur víti. „Við spiluðum fantagóða vörn í þessum leik og þetta er bara held ég ein besta vörn sem við höfum nokkurn tíma spilað, sérstaklega í fyrri hálfleik. Þær skora átta mörk í fyrri hálfleik sem er bara ansi vel vikið hjá okkur,“ sagði hún enn fremur. „Þristaparið var stórkostlegt og Sara Sif frábær þar fyrir aftan. Við spiluðum miklu agaðri sóknarleik en í leiknum í Tékklandi og sýndum okkar allra bestu hliðar í varnarleiknum. Þær mættu svo af krafti í seinni hálfleikinn og við brennum af nokkrum góðum færum. Það er dýrt og við hefðum þurft að nýta færin betur til þess að vinna leikinn með 12 mörkum eins og við þurftum að gera,“ sagði leikstjórnandinn aðspurður um hvað vantaði upp á til þess að fullkomna endurkomuna. „Það voru margir leikmenn að spila í Evrópukeppni í fyrsta skipti þegar við lögðum af stað í keppnina og við höfum fengið dýrmæta reynslu sem við tökum með okkur í komandi verkefni. Næst á dagskrá er bikarinn og við hlökkum mikið til næstu viku. Við tökum fjölmargt jákvætt með okkar frá þessum leik inn í leikinn við Gróttu,“ sagði hún um framhaldið. Elín Klara er spennt fyrir komandi vefkefnum Hauka. Vísir/Anton Brink
Haukar Mest lesið Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Fleiri fréttir Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Sjá meira