Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Árni Sæberg skrifar 21. febrúar 2025 16:16 Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans. Vísir/Einar Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt kaup Landsbankans á tryggingafélaginu TM. Landsbankinn og eftirlitið hafa gert sátt um tiltekin skilyrði fyrir samruna félaganna tveggja. Í tilkynningu á vef Samkeppniseftirlitsins segir að eftirlitið hafi lokið rannsókn sinni á kaupunum í dag. „Landsbankinn er, eins og kunnugt er, stærsti viðskiptabanki landsins og býður einstaklingum, fyrirtækjum og fjárfestum upp á alhliða fjármálaþjónustu. TM er þriðja stærsta skaðatryggingafélag landsins og rekur það jafnframt líftryggingastarfsemi gegnum dótturfélag sitt TM líftryggingar hf.“ Kaup bankans á TM hafa vakið mikla athygli, ekki síst fyrir þá staðreynd að bankinn er alfarið í eigu ríkisins og því er hið opinbera að stíga inn á tryggingamarkað með kaupunum. Í tilkynningu segir að samruninn sé að meginuppistöðu til svonefndur samsteypusamruni þar sem alhliða viðskiptabankastarfsemi rennur saman við vátryggingastarfsemi. Bæði Landsbankinn og TM starfi á fákeppnismörkuðum þar sem talsverðar aðgangshindranir séu fyrir hendi. Samruninn auki samkeppni Samkeppniseftirlitið hafi við rannsókn málsins óskað sjónarmiða í opnu umsagnarferli og hafi einkum borist sjónarmið frá keppinautum samrunafyrirtækjanna. Jafnframt hafi Samkeppniseftirlitið óskað eftir ítarlegum gögnum frá viðskiptabönkum, sparisjóðum og vátryggingafélögum, í því skyni að meta stöðu samrunaaðila á þeim mörkuðum sem þeir starfa. Jafnframt hafi við rannsóknina verið leitað umsagna og frekari upplýsinga sem nauðsynleg þóttu við rannsókn samrunans. Rannsóknin hafi meðal annars leitt í ljós að hlutdeild TM á skaðatryggingamarkaði hafi dregist saman mörg undanfarin ár ogvísbendingar séu um að það stafi af veikari samkeppni félagsins um viðskiptavini en áður. „Þannig hafi félagið gefið eftir í verðsamkeppni við hin vátryggingafélögin. Ástæða er til að ætla að með nýju eignarhaldi skapist svigrúm og hvatar til aukinnar samkeppni á markaðnum.“ Mikilvægt að koma í veg fyrir vöndlun Þá segir að því er varðar viðskiptabankamarkað sýni fyrirliggjandi gögn gríðarlega sterka stöðu stóru viðskiptabankanna þriggja, á markaði sem varinn sé með umtalsverðum aðgangshindrunum. Þær samkeppnishömlur sem að óbreyttu hefðu leitt af samruna Landsbankans og TM tengist að talsverðu leyti markaðssetningu og sölu vátrygginga TM gegnum dreifikerfi Landsbankans. „Telur Samkeppniseftirlitið mikilvægt að gæta að því að samruninn raski ekki samkeppni á grundvelli vöndlunar eða samtvinnunar vátrygginga og viðskiptabankaþjónustu.“ Á fundi þann 17. desember 2024 hafi Samkeppniseftirlitið gert Landsbankanum grein fyrir frummati sínu á áhrifum samrunans og reifað sérstaklega skaðleg áhrif sem af honum gætu hlotist. Þann 23. desember 2024 hafi Landsbankinn óskað eftir sáttarviðræðum og lagt fram tillögu að mótaðgerðum til að leysa þau samkeppnislegu vandkvæði sem Samkeppniseftirlitið hafði bent á. Á þeim grunni og eftir frekari viðræður hafi Landsbankinn nú gert sátt við Samkeppniseftirlitið. „Með sáttinni skuldbindur bankinn sig til þess að tryggja að sérstök kjör á vátryggingum TM verði ekki háð því skilyrði að laun viðskiptavinar verði greidd inn á reikning hans hjá bankanum.“ Launareikningar mikilvægt aðdráttarafl „Það að fá viðskiptavini í launareikningsviðskipti getur haft mikla þýðingu í samkeppni á viðskiptabankamarkaði. Þannig geta launareikningar talist mikilvæg aðdráttarleið fyrir víðtækari viðskipti,“ segir í tilkynningu. Rannsókn málsins bendi til þess að smærri keppinautar á viðskiptabankamarkaði geti átt erfitt með að standa af sér áhrifin af því að bankar með sterka stöðu, líkt og Landsbankinn, bindi sérstök kjör á vátryggingum því skilyrði að viðskiptavinir séu með launareikning hjá viðkomandi banka. Þannig gæti slík háttsemi skert möguleika smærri keppinauta til vaxtar og viðgangs og þeir jafnvel útilokast frá samkeppni um stóran hluta viðskiptavina á markaðnum fyrir almenna viðskiptabankaþjónustu. Landsbankinn Fjármálafyrirtæki Kaup og sala fyrirtækja Samkeppnismál Mest lesið Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Sjá meira
Í tilkynningu á vef Samkeppniseftirlitsins segir að eftirlitið hafi lokið rannsókn sinni á kaupunum í dag. „Landsbankinn er, eins og kunnugt er, stærsti viðskiptabanki landsins og býður einstaklingum, fyrirtækjum og fjárfestum upp á alhliða fjármálaþjónustu. TM er þriðja stærsta skaðatryggingafélag landsins og rekur það jafnframt líftryggingastarfsemi gegnum dótturfélag sitt TM líftryggingar hf.“ Kaup bankans á TM hafa vakið mikla athygli, ekki síst fyrir þá staðreynd að bankinn er alfarið í eigu ríkisins og því er hið opinbera að stíga inn á tryggingamarkað með kaupunum. Í tilkynningu segir að samruninn sé að meginuppistöðu til svonefndur samsteypusamruni þar sem alhliða viðskiptabankastarfsemi rennur saman við vátryggingastarfsemi. Bæði Landsbankinn og TM starfi á fákeppnismörkuðum þar sem talsverðar aðgangshindranir séu fyrir hendi. Samruninn auki samkeppni Samkeppniseftirlitið hafi við rannsókn málsins óskað sjónarmiða í opnu umsagnarferli og hafi einkum borist sjónarmið frá keppinautum samrunafyrirtækjanna. Jafnframt hafi Samkeppniseftirlitið óskað eftir ítarlegum gögnum frá viðskiptabönkum, sparisjóðum og vátryggingafélögum, í því skyni að meta stöðu samrunaaðila á þeim mörkuðum sem þeir starfa. Jafnframt hafi við rannsóknina verið leitað umsagna og frekari upplýsinga sem nauðsynleg þóttu við rannsókn samrunans. Rannsóknin hafi meðal annars leitt í ljós að hlutdeild TM á skaðatryggingamarkaði hafi dregist saman mörg undanfarin ár ogvísbendingar séu um að það stafi af veikari samkeppni félagsins um viðskiptavini en áður. „Þannig hafi félagið gefið eftir í verðsamkeppni við hin vátryggingafélögin. Ástæða er til að ætla að með nýju eignarhaldi skapist svigrúm og hvatar til aukinnar samkeppni á markaðnum.“ Mikilvægt að koma í veg fyrir vöndlun Þá segir að því er varðar viðskiptabankamarkað sýni fyrirliggjandi gögn gríðarlega sterka stöðu stóru viðskiptabankanna þriggja, á markaði sem varinn sé með umtalsverðum aðgangshindrunum. Þær samkeppnishömlur sem að óbreyttu hefðu leitt af samruna Landsbankans og TM tengist að talsverðu leyti markaðssetningu og sölu vátrygginga TM gegnum dreifikerfi Landsbankans. „Telur Samkeppniseftirlitið mikilvægt að gæta að því að samruninn raski ekki samkeppni á grundvelli vöndlunar eða samtvinnunar vátrygginga og viðskiptabankaþjónustu.“ Á fundi þann 17. desember 2024 hafi Samkeppniseftirlitið gert Landsbankanum grein fyrir frummati sínu á áhrifum samrunans og reifað sérstaklega skaðleg áhrif sem af honum gætu hlotist. Þann 23. desember 2024 hafi Landsbankinn óskað eftir sáttarviðræðum og lagt fram tillögu að mótaðgerðum til að leysa þau samkeppnislegu vandkvæði sem Samkeppniseftirlitið hafði bent á. Á þeim grunni og eftir frekari viðræður hafi Landsbankinn nú gert sátt við Samkeppniseftirlitið. „Með sáttinni skuldbindur bankinn sig til þess að tryggja að sérstök kjör á vátryggingum TM verði ekki háð því skilyrði að laun viðskiptavinar verði greidd inn á reikning hans hjá bankanum.“ Launareikningar mikilvægt aðdráttarafl „Það að fá viðskiptavini í launareikningsviðskipti getur haft mikla þýðingu í samkeppni á viðskiptabankamarkaði. Þannig geta launareikningar talist mikilvæg aðdráttarleið fyrir víðtækari viðskipti,“ segir í tilkynningu. Rannsókn málsins bendi til þess að smærri keppinautar á viðskiptabankamarkaði geti átt erfitt með að standa af sér áhrifin af því að bankar með sterka stöðu, líkt og Landsbankinn, bindi sérstök kjör á vátryggingum því skilyrði að viðskiptavinir séu með launareikning hjá viðkomandi banka. Þannig gæti slík háttsemi skert möguleika smærri keppinauta til vaxtar og viðgangs og þeir jafnvel útilokast frá samkeppni um stóran hluta viðskiptavina á markaðnum fyrir almenna viðskiptabankaþjónustu.
Landsbankinn Fjármálafyrirtæki Kaup og sala fyrirtækja Samkeppnismál Mest lesið Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Sjá meira