Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. febrúar 2025 22:22 Orri Steinn spakur eftir mark kvöldsins. Juanma - UEFA/UEFA via Getty Images Real Sociedad er komið í 16-liða úrslit Evrópudeildar karla í knattspyrnu eftir sannfærandi sigur á Danmerkurmeisturum Midtjylland. Landsliðsframherjinn Orri Steinn Óskarsson kom inn af bekknum og rak síðasta naglann í kistu Dananna. Real Sociedad var 2-1 yfir eftir fyrri leik liðanna og þegar leikur hófst var Orri Steinn á bekknum hjá Sociedad á meðan markvörðurinn Elías Rafn Ólafsson sat á bekknum hjá gestunum. Þegar Orri steinn kom inn af bekknum var staðan 4-2 og gestirnir manni færri eftir að Dani Silva fékk rautt spjald á 70. mínútu. Íslenski landsliðsframherjinn ákvað hins vegar að nýta mínútur sínar vel og skoraði sitt 7. mark fyrir Sociedad með skoti af stuttu færi eftir fyrirgjöf Arsen Zakharyan. Orri Steinn og félagar mæta annað hvort Tottenham Hotspur eða Manchester United í 16-liða úrslitum. Í Belgíu var leik Anderlecht og Fenerbahçe seinkað vegna láta í áhorfendum. Gestirnir frá Tyrklandi unnu fyrri leikinn 3-0 og því dugði 2-2 jafntefli í kvöld þeim til að tryggja sæti sitt í 16-liða úrslitum. #SONDAKİKA | Tribünde, Fenerbahçe taraftarlarına saldırı oldu. Fenerbahçe, UEFA ile görüşme halinde. (TRT)pic.twitter.com/ecphKguCoc— Tek Yol FENER (@TekYolFener) February 20, 2025 Fenerbahçe mætir Rangers eða Olympiacos í 16-liða úrslitum. Ajax tók á móti Union SG frá Belgíu og þar er framlenging í gangi eftir að gestirnir voru 2-0 yfir að loknum venjulegum leiktíma. Davy Klaasen fékk rautt spjald eftir hálftíma og heimamenn því manni færri það sem eftir lifir leiks. Í upphafi framlengingar fengu heimamenn vítaspyrnu sem Kenneth Taylor skoraði úr. Reyndist það á endanum markið sem skildi liðin að. Lokatölur í Amsterdam 1-2 sem þýðir að Ajax vinnur einvígið 3-2. Ajax fær Frankfurt eða Lyon í 16-liða úrslitum. Fótbolti Evrópudeild UEFA Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Partey ákærður fyrir nauðgun Fótbolti Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Íslenski boltinn Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Fótbolti Fleiri fréttir Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Í beinni: Þýskaland - Pólland | Grannaslagur í St. Gallen Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Stjarnan selur Kjartan Má til Aberdeen Heimsmeistarar Spánverja í ham í fyrsta leik á EM Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Sjá meira
Real Sociedad var 2-1 yfir eftir fyrri leik liðanna og þegar leikur hófst var Orri Steinn á bekknum hjá Sociedad á meðan markvörðurinn Elías Rafn Ólafsson sat á bekknum hjá gestunum. Þegar Orri steinn kom inn af bekknum var staðan 4-2 og gestirnir manni færri eftir að Dani Silva fékk rautt spjald á 70. mínútu. Íslenski landsliðsframherjinn ákvað hins vegar að nýta mínútur sínar vel og skoraði sitt 7. mark fyrir Sociedad með skoti af stuttu færi eftir fyrirgjöf Arsen Zakharyan. Orri Steinn og félagar mæta annað hvort Tottenham Hotspur eða Manchester United í 16-liða úrslitum. Í Belgíu var leik Anderlecht og Fenerbahçe seinkað vegna láta í áhorfendum. Gestirnir frá Tyrklandi unnu fyrri leikinn 3-0 og því dugði 2-2 jafntefli í kvöld þeim til að tryggja sæti sitt í 16-liða úrslitum. #SONDAKİKA | Tribünde, Fenerbahçe taraftarlarına saldırı oldu. Fenerbahçe, UEFA ile görüşme halinde. (TRT)pic.twitter.com/ecphKguCoc— Tek Yol FENER (@TekYolFener) February 20, 2025 Fenerbahçe mætir Rangers eða Olympiacos í 16-liða úrslitum. Ajax tók á móti Union SG frá Belgíu og þar er framlenging í gangi eftir að gestirnir voru 2-0 yfir að loknum venjulegum leiktíma. Davy Klaasen fékk rautt spjald eftir hálftíma og heimamenn því manni færri það sem eftir lifir leiks. Í upphafi framlengingar fengu heimamenn vítaspyrnu sem Kenneth Taylor skoraði úr. Reyndist það á endanum markið sem skildi liðin að. Lokatölur í Amsterdam 1-2 sem þýðir að Ajax vinnur einvígið 3-2. Ajax fær Frankfurt eða Lyon í 16-liða úrslitum.
Fótbolti Evrópudeild UEFA Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Partey ákærður fyrir nauðgun Fótbolti Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Íslenski boltinn Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Fótbolti Fleiri fréttir Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Í beinni: Þýskaland - Pólland | Grannaslagur í St. Gallen Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Stjarnan selur Kjartan Má til Aberdeen Heimsmeistarar Spánverja í ham í fyrsta leik á EM Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Sjá meira