Rómverjar og FCK sneru við dæminu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. febrúar 2025 20:29 Dybala fór mikinn í liði Roma. EPA-EFE/Riccardo Antimiani Nú er ljóst hvaða lið eru komin í 16-liða úrslit Evrópu- og Sambandsdeildar Evrópu í knattspyrnu. Rómverjar sneru við dæminu á heimavelli á meðan það var framlengt í bæði Noregi sem og Þýskalandi þar sem FC Kaupmannahöfn fór áfram á dramatískan hátt. Evrópudeildin Rómverjar sneru við dæminu eftir tap í Portúgal þegar Roma vann 3-2 sigur á Porto. Paulo Dybala skoraði tvö fyrstu mörk Roma en markið sem skildi liðin að skoraði hinn tvítugi Niccola Pisilli. Roma mætir annað hvort Athletic Bilbao eða erkifjendum sínum í Lazio. 🔚 Finisce così, vinciamo noi grazie ai gol di Dybala (doppietta) e Pisilli. 🔜 Siamo agli ottavi di finale di Europa League. E domani, ore 13, il sorteggio. #RomaPorto #UEL pic.twitter.com/ewTFdwNFRl— AS Roma (@OfficialASRoma) February 20, 2025 FCSB frá Rúmeníu lagði PAOK 2-0 og vann einvígi liðanna því 4-1 samanlagt. FCSB mætir annað hvort Lyon eða Eintracht Frankfurt. FCSB book their spot in tomorrow's #UELdraw 🤩#UEL pic.twitter.com/roJ6kCzbO1— UEFA Europa League (@EuropaLeague) February 20, 2025 Bodø/Glimt vann ótrúlegan 5-2 sigur á Twente í framlengdum leik. Staðan 3-2 að loknum venjulegum leiktíma þar sem þrjú mörk voru skoruð í uppbótartímar. Í Tyrklandi var AZ Alkmaar í heimsókn hjá Galatasaray. Gestirnir unnu fyrri leik liðanna 4-1 og voru því í góðri stöðu fyrir leik kvöldsins sem endaði með 2-2 jafntefli. Seiya Maikuma kom Alkmaar yfir og Denso Kasius tvöfaldaði forystuna áður en Galatasaray jafnaði leikinn. Victor Osimhen með fyrra markið og Roland Sallai það síðara. Það var þó langt því frá nóg og AZ komið áfram. AZ Alkmaar mætir annað hvort Tottenhm Hotspur eða Manchester United. AZ Alkmaar draw in Istanbul to progress 👏#UEL pic.twitter.com/HSmuFRSZFE— UEFA Europa League (@EuropaLeague) February 20, 2025 Sambandsdeild Evrópu Andri Lucas Guðjohnsen kom inn af bekknum þegar stundarfjórðungur var til leiksloka og Gent tryggði sér í kjölfarið 1-0 útisigur á Real Betis. Það dugði þó ekki til þar sem Betis vann fyrri leikinn 3-0 og er komið áfram. Betis mætir annað hvort Chelsea eða Vitória de Guimarães í 16-liða úrslitum. Íslendingalið FC Kaupmannahöfn sneri sínu einvígi gegn Heidenheim við. Eftir að tapa 2-1 á heimavelli vann FCK 3-1 í framlengdum leik. Hinn ungi Amin Chiakha, Kevin Diks (úr vítaspyrnu) og Rodrigo Huescas skoruðu mörk FCK í kvöld. FCK mætir annað hvort Chelsea eða Vitória de Guimarães í 16-liða úrslitum. Fantastisk fight gennem 120 minutter sikrede F.C. København avancement til 1/8-finalerne med en 3-1-sejr i Heidenheim! #fcklive https://t.co/BW7q1tBa8j— F.C. København (@FCKobenhavn) February 20, 2025 Þá eru Borac og Pafos komin áfram. Fótbolti Evrópudeild UEFA Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Sjá meira
Rómverjar sneru við dæminu á heimavelli á meðan það var framlengt í bæði Noregi sem og Þýskalandi þar sem FC Kaupmannahöfn fór áfram á dramatískan hátt. Evrópudeildin Rómverjar sneru við dæminu eftir tap í Portúgal þegar Roma vann 3-2 sigur á Porto. Paulo Dybala skoraði tvö fyrstu mörk Roma en markið sem skildi liðin að skoraði hinn tvítugi Niccola Pisilli. Roma mætir annað hvort Athletic Bilbao eða erkifjendum sínum í Lazio. 🔚 Finisce così, vinciamo noi grazie ai gol di Dybala (doppietta) e Pisilli. 🔜 Siamo agli ottavi di finale di Europa League. E domani, ore 13, il sorteggio. #RomaPorto #UEL pic.twitter.com/ewTFdwNFRl— AS Roma (@OfficialASRoma) February 20, 2025 FCSB frá Rúmeníu lagði PAOK 2-0 og vann einvígi liðanna því 4-1 samanlagt. FCSB mætir annað hvort Lyon eða Eintracht Frankfurt. FCSB book their spot in tomorrow's #UELdraw 🤩#UEL pic.twitter.com/roJ6kCzbO1— UEFA Europa League (@EuropaLeague) February 20, 2025 Bodø/Glimt vann ótrúlegan 5-2 sigur á Twente í framlengdum leik. Staðan 3-2 að loknum venjulegum leiktíma þar sem þrjú mörk voru skoruð í uppbótartímar. Í Tyrklandi var AZ Alkmaar í heimsókn hjá Galatasaray. Gestirnir unnu fyrri leik liðanna 4-1 og voru því í góðri stöðu fyrir leik kvöldsins sem endaði með 2-2 jafntefli. Seiya Maikuma kom Alkmaar yfir og Denso Kasius tvöfaldaði forystuna áður en Galatasaray jafnaði leikinn. Victor Osimhen með fyrra markið og Roland Sallai það síðara. Það var þó langt því frá nóg og AZ komið áfram. AZ Alkmaar mætir annað hvort Tottenhm Hotspur eða Manchester United. AZ Alkmaar draw in Istanbul to progress 👏#UEL pic.twitter.com/HSmuFRSZFE— UEFA Europa League (@EuropaLeague) February 20, 2025 Sambandsdeild Evrópu Andri Lucas Guðjohnsen kom inn af bekknum þegar stundarfjórðungur var til leiksloka og Gent tryggði sér í kjölfarið 1-0 útisigur á Real Betis. Það dugði þó ekki til þar sem Betis vann fyrri leikinn 3-0 og er komið áfram. Betis mætir annað hvort Chelsea eða Vitória de Guimarães í 16-liða úrslitum. Íslendingalið FC Kaupmannahöfn sneri sínu einvígi gegn Heidenheim við. Eftir að tapa 2-1 á heimavelli vann FCK 3-1 í framlengdum leik. Hinn ungi Amin Chiakha, Kevin Diks (úr vítaspyrnu) og Rodrigo Huescas skoruðu mörk FCK í kvöld. FCK mætir annað hvort Chelsea eða Vitória de Guimarães í 16-liða úrslitum. Fantastisk fight gennem 120 minutter sikrede F.C. København avancement til 1/8-finalerne med en 3-1-sejr i Heidenheim! #fcklive https://t.co/BW7q1tBa8j— F.C. København (@FCKobenhavn) February 20, 2025 Þá eru Borac og Pafos komin áfram.
Fótbolti Evrópudeild UEFA Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Sjá meira