Segir menntuð fífl hættuleg fífl Jakob Bjarnar skrifar 20. febrúar 2025 16:12 Lýður fettir fingur út í það sem hann telur sérfræðingablæti þeirra Huldu og Þorsteins: „Það er hinsvegar grunnregla sem allir ættu að vita af, jafnvel sérfræðingar, að beina gagnrýni sinni að skoðun manna en ekki gera lítið úr aldri þeirra, menntun eða reynslu.“ Vísir Lýður Árnason læknir blandar sér með óvæntum hætti inn í „rimmu“ þeirra Þorgríms Þráinssonar rithöfundar og þeirra hjóna Huldu Tölgyes sálfræðings og Þorsteins V. Einarssonar kynjafræðings. „Mikill blástur er nú um innlegg Þorgríms Þráinssonar vegna líðan barna í skólum. Sérfræðingar átelja meiningar hans og telja jafnvel skaðlegar krökkum,“ segir Lýður í Facebook-færslu sem hefur vakið verulega athygli. Vísir greindi fyrr í dag frá harðri gagnrýni þeirra hjóna á messu Þorgríms sem taldi börn og ungmenni í tómu tjóni, meðal annars vegna farsímanotkunar og pilluáts. Hulda og Þorsteinn töldu þetta alveg úr vegi og töldu reyndar nálgun Þorgríms aftan úr grárri forneskju: „Lífsskoðanir og forneskjulegar hugmyndir miðaldra rithöfundar með enga haldbæra menntun á sviðinu sem hann er að tjá sig um.“ Lýður fettir fingur út í þessa nálgun, segir hnýtt í menntun Þorgríms og raunar sagt að þeir sem ekki hafa menntun á þessu sviði eigi ekkert upp á pallborðið. Sem sagt, þeir eigi að halda kjafti og hlusta á sérfræðingana. „Sem einum úr þeirra hópi lærði ég þetta á langri háskólagöngu: Þeir sem fífl eru fyrir og mennta sig verða hættuleg fífl. Eitt stærsta mein í þessu samfélagi eru nefnilega sérfræðingar sem telja sig eina þess umkomna að mæla með viti og með þessu skapa þeir sér ómælda vinnu, oft um ekki neitt.“ Lýður segir að með þessu sé hann ekki að segja Þorgrím Þráinsson hafi rétt fyrir sér, alls ekki. „Það er hinsvegar grunnregla sem allir ættu að vita af, jafnvel sérfræðingar, að beina gagnrýni sinni að skoðun manna en ekki gera lítið úr aldri þeirra, menntun eða reynslu.“ Börn og uppeldi Jafnréttismál Skóla- og menntamál Samfélagsmiðlar Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
„Mikill blástur er nú um innlegg Þorgríms Þráinssonar vegna líðan barna í skólum. Sérfræðingar átelja meiningar hans og telja jafnvel skaðlegar krökkum,“ segir Lýður í Facebook-færslu sem hefur vakið verulega athygli. Vísir greindi fyrr í dag frá harðri gagnrýni þeirra hjóna á messu Þorgríms sem taldi börn og ungmenni í tómu tjóni, meðal annars vegna farsímanotkunar og pilluáts. Hulda og Þorsteinn töldu þetta alveg úr vegi og töldu reyndar nálgun Þorgríms aftan úr grárri forneskju: „Lífsskoðanir og forneskjulegar hugmyndir miðaldra rithöfundar með enga haldbæra menntun á sviðinu sem hann er að tjá sig um.“ Lýður fettir fingur út í þessa nálgun, segir hnýtt í menntun Þorgríms og raunar sagt að þeir sem ekki hafa menntun á þessu sviði eigi ekkert upp á pallborðið. Sem sagt, þeir eigi að halda kjafti og hlusta á sérfræðingana. „Sem einum úr þeirra hópi lærði ég þetta á langri háskólagöngu: Þeir sem fífl eru fyrir og mennta sig verða hættuleg fífl. Eitt stærsta mein í þessu samfélagi eru nefnilega sérfræðingar sem telja sig eina þess umkomna að mæla með viti og með þessu skapa þeir sér ómælda vinnu, oft um ekki neitt.“ Lýður segir að með þessu sé hann ekki að segja Þorgrím Þráinsson hafi rétt fyrir sér, alls ekki. „Það er hinsvegar grunnregla sem allir ættu að vita af, jafnvel sérfræðingar, að beina gagnrýni sinni að skoðun manna en ekki gera lítið úr aldri þeirra, menntun eða reynslu.“
Börn og uppeldi Jafnréttismál Skóla- og menntamál Samfélagsmiðlar Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira