Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Kjartan Kjartansson skrifar 20. febrúar 2025 15:10 Elliði Vignisson bæjarstjóri Þorlákshafnar, Benjamín Þorvaldsson hafnarstjóri Þorlákshafnar, Edda Sif Pind Aradóttir framkvæmdastýra Carbfix, og Sólrún Kristjánsdóttir framkvæmdastýra Veitna, við undirritun viljayfirlýsingar um Coda Terminal í Ölfusi. Carbfix Fulltrúar sveitarfélagsins Ölfuss og Carbfix skrifuðu undir viljayfirlýsingu um að reist verði svonefnd Coda Terminal-stöð í sveitarfélaginu. Vinna við leyfisferla og samráð við íbúa og hagaðila á að hefjast á næstu mánuðum. Viljayfirlýsingin var undirrituð af sveitarfélaginu Ölfusi, Carbfix, hafnarsjóði Þorlákshafnar, Veitum og Coda Terminal. Hún felur í sér samstarf um uppbyggingu og rekstur athafnasvæðis fyrir móttöku og förgun á koltvísýringi undir merkjum Coda Terminal. Carbfix stefnir einnig á að reisa slíkar stöðvar í Hafnarfirði og á Bakka. Kolefnisförgun Coda Terminal á að fara fram með aðferð sem Carbfix þróaði við Hellisheiðarvirkjun í Ölfusi. Koltvísýringur er leystur upp í vatni og því síðan dælt niður í berglög þar sem það binst varanlega í steindir. Ungt basískt gosberg líkt og það sem er að finna í Ölfusi er sagt sérstaklega hagfellt fyrir tæknina í tilkynningu frá Carbfix um viljayfirlýsinguna. Viðræður eru nú sagðar eiga að fara af stað með það að markmiði að kanna möguleikann á að ráðast í þær aðgerðir sem talin sé þörf á til að undirbúa uppbyggingu Coda-stöðvar. Fram hefur komið að móttökustöð fyrir erlend flutningaskip sem kæmu með koltvísýring til förgunar gæti verið í Þorlákshöfn. Niðurdælingarholur gætu verið nánast hvar sem er utan vatnsverndarsvæða. Skipulagsstofnun skilaði áliti sínu á umhverfismatsskýrslu um fyrirhugaða Coda-stöð í Straumsvík í Hafnarfirði í síðustu viku. Hún lagði til sautján skilyrði fyrir framkvæmdum þar en þau vörðuðu flest vöktun og eftirlit með áhrifum starfseminnar, þar á meðal á sérstakar sjávarfallatjarnir við Straumsvík, skjálftavirkni og grunnvatnsborð. Ekki var talið líklegt að niðurdæling á koltvísýring ylli jarðskjálftavirkni eða hefði áhrif á vatnsból sem var á meðal helstu aðfinnsluefna andstæðinga verkefnisins í Hafnarfirði. Coda Terminal Ölfus Skipulag Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Kolefnisförgunarfyrirtækið Carbfix skoðar nú möguleikann á að reisa svonefnda Coda-stöð á Bakka fyrir utan Húsavík. Bakki er þriðji staðurinn á landinu þar sem Carbfix leitar hófanna um að koma upp slíkri kolefnisförgunarstöð. 13. febrúar 2025 14:07 Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Bæjarstjórn Ölfuss samþykkti viljayfirlýsingu við Carbfix um undirbúning kolefnisförgunarstöðvar í gær. Verkefnið er sagt geta skapað fjölbreytt atvinnutækifæri og skilað sveitarfélaginu auknar tekjur. Sérstaka áherslu á að leggja á samráð við samfélagið um verkefnið. 31. janúar 2025 14:05 Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli Sjá meira
Viljayfirlýsingin var undirrituð af sveitarfélaginu Ölfusi, Carbfix, hafnarsjóði Þorlákshafnar, Veitum og Coda Terminal. Hún felur í sér samstarf um uppbyggingu og rekstur athafnasvæðis fyrir móttöku og förgun á koltvísýringi undir merkjum Coda Terminal. Carbfix stefnir einnig á að reisa slíkar stöðvar í Hafnarfirði og á Bakka. Kolefnisförgun Coda Terminal á að fara fram með aðferð sem Carbfix þróaði við Hellisheiðarvirkjun í Ölfusi. Koltvísýringur er leystur upp í vatni og því síðan dælt niður í berglög þar sem það binst varanlega í steindir. Ungt basískt gosberg líkt og það sem er að finna í Ölfusi er sagt sérstaklega hagfellt fyrir tæknina í tilkynningu frá Carbfix um viljayfirlýsinguna. Viðræður eru nú sagðar eiga að fara af stað með það að markmiði að kanna möguleikann á að ráðast í þær aðgerðir sem talin sé þörf á til að undirbúa uppbyggingu Coda-stöðvar. Fram hefur komið að móttökustöð fyrir erlend flutningaskip sem kæmu með koltvísýring til förgunar gæti verið í Þorlákshöfn. Niðurdælingarholur gætu verið nánast hvar sem er utan vatnsverndarsvæða. Skipulagsstofnun skilaði áliti sínu á umhverfismatsskýrslu um fyrirhugaða Coda-stöð í Straumsvík í Hafnarfirði í síðustu viku. Hún lagði til sautján skilyrði fyrir framkvæmdum þar en þau vörðuðu flest vöktun og eftirlit með áhrifum starfseminnar, þar á meðal á sérstakar sjávarfallatjarnir við Straumsvík, skjálftavirkni og grunnvatnsborð. Ekki var talið líklegt að niðurdæling á koltvísýring ylli jarðskjálftavirkni eða hefði áhrif á vatnsból sem var á meðal helstu aðfinnsluefna andstæðinga verkefnisins í Hafnarfirði.
Coda Terminal Ölfus Skipulag Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Kolefnisförgunarfyrirtækið Carbfix skoðar nú möguleikann á að reisa svonefnda Coda-stöð á Bakka fyrir utan Húsavík. Bakki er þriðji staðurinn á landinu þar sem Carbfix leitar hófanna um að koma upp slíkri kolefnisförgunarstöð. 13. febrúar 2025 14:07 Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Bæjarstjórn Ölfuss samþykkti viljayfirlýsingu við Carbfix um undirbúning kolefnisförgunarstöðvar í gær. Verkefnið er sagt geta skapað fjölbreytt atvinnutækifæri og skilað sveitarfélaginu auknar tekjur. Sérstaka áherslu á að leggja á samráð við samfélagið um verkefnið. 31. janúar 2025 14:05 Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli Sjá meira
Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Kolefnisförgunarfyrirtækið Carbfix skoðar nú möguleikann á að reisa svonefnda Coda-stöð á Bakka fyrir utan Húsavík. Bakki er þriðji staðurinn á landinu þar sem Carbfix leitar hófanna um að koma upp slíkri kolefnisförgunarstöð. 13. febrúar 2025 14:07
Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Bæjarstjórn Ölfuss samþykkti viljayfirlýsingu við Carbfix um undirbúning kolefnisförgunarstöðvar í gær. Verkefnið er sagt geta skapað fjölbreytt atvinnutækifæri og skilað sveitarfélaginu auknar tekjur. Sérstaka áherslu á að leggja á samráð við samfélagið um verkefnið. 31. janúar 2025 14:05