Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar 20. febrúar 2025 11:02 Hagsmunaaðilar í landbúnaði, Mjólkursamsalan og nokkur samtök framleiðenda, hafa farið mikinn vegna áforma fjármálaráðherra um að breyta tollflokkun á pitsuosti með íblandaðri jurtaolíu. Því hefur verið haldið fram að falli tollar niður af þessari vöru sé ekki bara skógareyðing í Asíu í uppsiglingu, heldur líklegt að tugir kúabúa á Íslandi leggist af og bæði fæðuöryggi og byggðafestu í landinu verði í hættu stefnt. Það munar ekki um það. Horfið aftur til ástandsins fyrir mitt ár 2020 Sömuleiðis hefur verið látið í það skína að með áformunum um lagasetningu sé verið að svipta innlenda mjólkurframleiðslu einhverri vernd, sem hún hafi haft lengi. Það er rangfærsla. Það væri eingöngu verið að hverfa aftur til þess ástands, sem ríkti um langt árabil, eftir að Evrópusambandið og Ísland sömdu sín á milli um tollfríðindi fyrir ýmsar unnar búvörur, þar á meðal blöndur af mjólkur- og jurtafeiti, og fram til miðs árs 2020. Innflutningur á slíkum vörum hafði átt sér stað í smáum stíl árum saman. Hann jókst hins vegar talsvert á árunum 2019-2020, fyrst og fremst vegna þess að á markaðinn komu ostablöndur sem eru samkeppnishæfar í gæðum við hreina mjólkurosta og á hagstæðu verði. Ekki bárust neinar fregnir af fjöldagjaldþrotum bænda vegna þessa innflutnings. Mjólkursamsalan sá hins vegar ofsjónum yfir því að sitja ekki lengur ein að markaðnum fyrir rifinn ost til að bræða á pitsur og aðrar matvörur og lagði því upp í þá vegferð, ásamt Bændasamtökum Íslands, að fá ostablönduna endurtollflokkaða, þannig að hún bæri háa tolla. Það tókst hjá þeim á miðju ári 2020. Málsmeðferð stjórnvalda var makalaus og ekki rúm til að rekja hana hér, en það hefur greinarhöfundur gert áður hér á Vísi. Hagsmunir innflytjenda, veitinga- og matvælafyrirtækja og neytenda Mjólkursamsalan er einokunarfyrirtæki, sem varð til í skjóli undanþágu mjólkuriðnaðarins frá samkeppnislögum og hárra innflutningstolla. Veitingamenn og matvælafyrirtæki tóku því fagnandi að vera ekki ofurseld þessum eina birgja, heldur að eiga aðra kosti, sem gerðu þeim kleift að bjóða neytendum vörur sínar á hagstæðara verði. Þegar talsmenn landbúnaðarins segja að málið snúist um hagsmuni innflutningsfyrirtækja hafa þeir að hluta til rétt fyrir sér, en það snýst ekki síður um að einokunarrisinn hafi einhverja samkeppni og að veitinga- og matvælafyrirtæki og neytendur eigi fleiri kosti. Það eru mikilvægustu hagsmunirnir hér. Er samkeppni alls ekki tækifæri? Þegar málinu er stillt þannig upp að tollfrjáls innflutningur á jurtaolíublönduðum pitsuosti muni leiða til stórfellds samdráttar í mjólkurframleiðslu, er verið að gefa sér að samkeppni við einokunarrisann leiði alltaf til verstu mögulegrar niðurstöðu. Víða í atvinnulífinu fagna fyrirtæki samkeppni og líta á hana sem tækifæri til að gera betur, en það virðist ekki tilfellið þegar um MS og aðstandendur hennar í hópi bænda er að ræða. Þetta er ákaflega ólíkt viðbrögðum grænmetisbænda við því þegar Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra beitti sér fyrir því árið 2002 að tollar á nokkrum helztu framleiðsluvörum þeirra féllu niður. Grænmetisbændur mættu samkeppninni með frábærri vöruþróun og markaðssetningu og þurfa ekki að hafa neinar áhyggjur af samkeppni við innflutning af því að neytendur kaupa jafnan alla þeirra framleiðslu, jafnvel þótt hún sé dýrari en innflutta varan. Gæti verið að MS hefði gott af samkeppni á markaðnum fyrir rifinn ost til að bræða - og myndi jafnvel selja meira af honum þegar upp væri staðið? Af hverju er ekki mjólk frá íslenzkum bændum í skyrinu? Það er umhugsunarefni þegar sex samtök framleiðenda í landbúnaði lýsa því yfir að með fyrirhugaðri lagasetningu væri verið að færa hundruð milljóna króna á ársgrundvelli til erlendra bænda og það megi ekki undir neinum kringumstæðum eiga sér stað. Það er nefnilega einmitt þetta sem Mjólkursamsalan hefur gert á hverju ári undanfarin ár í alþjóðlegri markaðssókn sinni með „íslenzkt“ skyr. Dótturfyrirtæki MS, Ísey útflutningur, selur skyr í gegnum ýmsa samstarfsaðila á fjölda erlendra markaða. Einhverra hluta vegna er það svo að MS kýs að flytja ekki út skyr úr mjólk íslenzkra bænda nema í litlum mæli. Fyrirtækið nýtir til dæmis aðeins brot af þeim 4.000 tonna tollfrjálsa innflutningskvóta sem Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði (hagsmunagæzluarmur Mjólkursamsölunnar) beittu sér fyrir að íslenzk stjórnvöld semdu um við Evrópusambandið árið 2015. Sama má segja um tollkvóta fyrir skyr sem Ísland fékk á Bretlandsmarkaði eftir Brexit. Þess í stað er „íslenzka“ skyrið framleitt úr mjólk frá bændum á þeim mörkuðum þar sem Ísey útflutningur starfar. Þetta er ástæðan fyrir því að ekki er hægt að sækja um upprunaverndun á íslenzka skyrinu eins og t.d. íslenzka lambakjötið nýtur. 95% úr útlendri mjólk Tölur um sölu á Ísey skyrinu á alþjóðlegum vettvangi liggja ekki á lausu fyrir allra síðustu ár, en árið 2022 upplýsti framkvæmdastjóri fyrirtækisins að samstarfsaðilar MS hefðu selt um 20 þúsund tonn af „íslenzku“ skyri víða um heim árið áður. Það ár voru hins vegar aðeins flutt út tæplega þúsund tonn af skyri, sem þýðir að a.m.k. nítján þúsund tonn af „íslenzka“ skyrinu, eða 95%, voru framleidd úr útlendri mjólk. Þetta gerist þrátt fyrir að það sé margyfirlýst markmið MS og tengdra fyrirtækja að auka útflutning á skyri úr íslenzkri mjólk. Stjórnendur MS hafa aldrei útskýrt þetta með neinum skiljanlegum hætti. Getur stjórnarformaðurinn spurt stjórnarformanninn? Fyrst samtök framleiðenda í landbúnaði hafa svona miklar áhyggjur af því að viðskipti færist kannski til erlendra bænda vegna lækkunar tolla á jurtaolíublönduðum pitsuosti, ættu þau að krefja Mjólkursamsöluna skýringa á því hvers vegna hún hefur verzlað við erlenda bændur fyrir hundruð milljóna króna á undanförnum árum til að framleiða „íslenzkt“ skyr fremur en að flytja út skyr úr mjólk frá íslenzkum bændum. Það ættu t.d. að vera hæg heimatökin hjá Samtökum afurðastöðva í mjólkuriðnaði, sem eru ein framleiðendasamtakanna sex, að fá upplýsingar hjá MS, en formaður SAM er einmitt líka stjórnarformaður MS. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Skattar og tollar Ólafur Stephensen Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Sjá meira
Hagsmunaaðilar í landbúnaði, Mjólkursamsalan og nokkur samtök framleiðenda, hafa farið mikinn vegna áforma fjármálaráðherra um að breyta tollflokkun á pitsuosti með íblandaðri jurtaolíu. Því hefur verið haldið fram að falli tollar niður af þessari vöru sé ekki bara skógareyðing í Asíu í uppsiglingu, heldur líklegt að tugir kúabúa á Íslandi leggist af og bæði fæðuöryggi og byggðafestu í landinu verði í hættu stefnt. Það munar ekki um það. Horfið aftur til ástandsins fyrir mitt ár 2020 Sömuleiðis hefur verið látið í það skína að með áformunum um lagasetningu sé verið að svipta innlenda mjólkurframleiðslu einhverri vernd, sem hún hafi haft lengi. Það er rangfærsla. Það væri eingöngu verið að hverfa aftur til þess ástands, sem ríkti um langt árabil, eftir að Evrópusambandið og Ísland sömdu sín á milli um tollfríðindi fyrir ýmsar unnar búvörur, þar á meðal blöndur af mjólkur- og jurtafeiti, og fram til miðs árs 2020. Innflutningur á slíkum vörum hafði átt sér stað í smáum stíl árum saman. Hann jókst hins vegar talsvert á árunum 2019-2020, fyrst og fremst vegna þess að á markaðinn komu ostablöndur sem eru samkeppnishæfar í gæðum við hreina mjólkurosta og á hagstæðu verði. Ekki bárust neinar fregnir af fjöldagjaldþrotum bænda vegna þessa innflutnings. Mjólkursamsalan sá hins vegar ofsjónum yfir því að sitja ekki lengur ein að markaðnum fyrir rifinn ost til að bræða á pitsur og aðrar matvörur og lagði því upp í þá vegferð, ásamt Bændasamtökum Íslands, að fá ostablönduna endurtollflokkaða, þannig að hún bæri háa tolla. Það tókst hjá þeim á miðju ári 2020. Málsmeðferð stjórnvalda var makalaus og ekki rúm til að rekja hana hér, en það hefur greinarhöfundur gert áður hér á Vísi. Hagsmunir innflytjenda, veitinga- og matvælafyrirtækja og neytenda Mjólkursamsalan er einokunarfyrirtæki, sem varð til í skjóli undanþágu mjólkuriðnaðarins frá samkeppnislögum og hárra innflutningstolla. Veitingamenn og matvælafyrirtæki tóku því fagnandi að vera ekki ofurseld þessum eina birgja, heldur að eiga aðra kosti, sem gerðu þeim kleift að bjóða neytendum vörur sínar á hagstæðara verði. Þegar talsmenn landbúnaðarins segja að málið snúist um hagsmuni innflutningsfyrirtækja hafa þeir að hluta til rétt fyrir sér, en það snýst ekki síður um að einokunarrisinn hafi einhverja samkeppni og að veitinga- og matvælafyrirtæki og neytendur eigi fleiri kosti. Það eru mikilvægustu hagsmunirnir hér. Er samkeppni alls ekki tækifæri? Þegar málinu er stillt þannig upp að tollfrjáls innflutningur á jurtaolíublönduðum pitsuosti muni leiða til stórfellds samdráttar í mjólkurframleiðslu, er verið að gefa sér að samkeppni við einokunarrisann leiði alltaf til verstu mögulegrar niðurstöðu. Víða í atvinnulífinu fagna fyrirtæki samkeppni og líta á hana sem tækifæri til að gera betur, en það virðist ekki tilfellið þegar um MS og aðstandendur hennar í hópi bænda er að ræða. Þetta er ákaflega ólíkt viðbrögðum grænmetisbænda við því þegar Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra beitti sér fyrir því árið 2002 að tollar á nokkrum helztu framleiðsluvörum þeirra féllu niður. Grænmetisbændur mættu samkeppninni með frábærri vöruþróun og markaðssetningu og þurfa ekki að hafa neinar áhyggjur af samkeppni við innflutning af því að neytendur kaupa jafnan alla þeirra framleiðslu, jafnvel þótt hún sé dýrari en innflutta varan. Gæti verið að MS hefði gott af samkeppni á markaðnum fyrir rifinn ost til að bræða - og myndi jafnvel selja meira af honum þegar upp væri staðið? Af hverju er ekki mjólk frá íslenzkum bændum í skyrinu? Það er umhugsunarefni þegar sex samtök framleiðenda í landbúnaði lýsa því yfir að með fyrirhugaðri lagasetningu væri verið að færa hundruð milljóna króna á ársgrundvelli til erlendra bænda og það megi ekki undir neinum kringumstæðum eiga sér stað. Það er nefnilega einmitt þetta sem Mjólkursamsalan hefur gert á hverju ári undanfarin ár í alþjóðlegri markaðssókn sinni með „íslenzkt“ skyr. Dótturfyrirtæki MS, Ísey útflutningur, selur skyr í gegnum ýmsa samstarfsaðila á fjölda erlendra markaða. Einhverra hluta vegna er það svo að MS kýs að flytja ekki út skyr úr mjólk íslenzkra bænda nema í litlum mæli. Fyrirtækið nýtir til dæmis aðeins brot af þeim 4.000 tonna tollfrjálsa innflutningskvóta sem Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði (hagsmunagæzluarmur Mjólkursamsölunnar) beittu sér fyrir að íslenzk stjórnvöld semdu um við Evrópusambandið árið 2015. Sama má segja um tollkvóta fyrir skyr sem Ísland fékk á Bretlandsmarkaði eftir Brexit. Þess í stað er „íslenzka“ skyrið framleitt úr mjólk frá bændum á þeim mörkuðum þar sem Ísey útflutningur starfar. Þetta er ástæðan fyrir því að ekki er hægt að sækja um upprunaverndun á íslenzka skyrinu eins og t.d. íslenzka lambakjötið nýtur. 95% úr útlendri mjólk Tölur um sölu á Ísey skyrinu á alþjóðlegum vettvangi liggja ekki á lausu fyrir allra síðustu ár, en árið 2022 upplýsti framkvæmdastjóri fyrirtækisins að samstarfsaðilar MS hefðu selt um 20 þúsund tonn af „íslenzku“ skyri víða um heim árið áður. Það ár voru hins vegar aðeins flutt út tæplega þúsund tonn af skyri, sem þýðir að a.m.k. nítján þúsund tonn af „íslenzka“ skyrinu, eða 95%, voru framleidd úr útlendri mjólk. Þetta gerist þrátt fyrir að það sé margyfirlýst markmið MS og tengdra fyrirtækja að auka útflutning á skyri úr íslenzkri mjólk. Stjórnendur MS hafa aldrei útskýrt þetta með neinum skiljanlegum hætti. Getur stjórnarformaðurinn spurt stjórnarformanninn? Fyrst samtök framleiðenda í landbúnaði hafa svona miklar áhyggjur af því að viðskipti færist kannski til erlendra bænda vegna lækkunar tolla á jurtaolíublönduðum pitsuosti, ættu þau að krefja Mjólkursamsöluna skýringa á því hvers vegna hún hefur verzlað við erlenda bændur fyrir hundruð milljóna króna á undanförnum árum til að framleiða „íslenzkt“ skyr fremur en að flytja út skyr úr mjólk frá íslenzkum bændum. Það ættu t.d. að vera hæg heimatökin hjá Samtökum afurðastöðva í mjólkuriðnaði, sem eru ein framleiðendasamtakanna sex, að fá upplýsingar hjá MS, en formaður SAM er einmitt líka stjórnarformaður MS. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun