Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ Almar Guðmundsson skrifar 19. febrúar 2025 17:30 Við vitum að góð þjónusta skiptir sköpum, á sama hátt og fátt er meira ergjandi en slæm þjónusta. Það er því sérstakleglega ánægjulegt að sjá að Garðbæingar eru mjög ánægðir með sveitarfélagið sitt og þá þjónustu sem við veitum. Þetta kemur skýrt fram í þjónustukönnun Gallup fyrir árið 2024. Markmið könnunarinnar er að kanna ánægju með þjónustu stærstu sveitarfélaga landsins, gera samanburð þeirra á milli og fylgjast með breytingum frá fyrri mælingum. Við stöndum vel að vígi í þessum samanburði. Við leggjum áherslu á að mæta væntingum íbúa um þjónustu í ört stækkandi bæjarfélagi. Það skiptir nefnilega máli að geta haft samband við sveitarfélagið og fengið skjót svör, að sorphirða gangi hnökralaust fyrir sig og að leik- og grunnskólar uppfylli væntingar íbúa. Litlu hlutirnir og stóru – þeir skipta máli. Skólarnir okkar: Öflug leik- og grunnskólaþjónusta Garðabær er meðal hæstu sveitarfélaga í ánægju með leikskólaþjónustu og bætir sig á milli ára. Þetta sýnir að umfangsmiklar breytingar á leikskólaumhverfinu síðastliðinn vetur hafa skilað sér vel og að Garðabæjarleiðin er að virka. Mikil ánægja með leikskóla helgast líka af því að í Garðabæ komast börn fyrr inn í leikskóla en víðast hvar annars staðar. Garðabær skorar hæst í ánægju með grunnskólaþjónustu meðal stærstu sveitarfélaganna. Þetta gefur til kynna að við höfum náð að viðhalda fagmennsku í síbreytilegu skólaumhverfi ásamt því að bæta skólahúsnæði markvisst. Það ætti því ekki að koma á óvart að Garðbæingar eru einnig almennt ánægðir með þjónustu við barnafjölskyldur og við stöndum þar fremst meðal stærstu sveitarfélaganna. Umhverfið, náttúran og sorphirða Menningarmálin eru í góðum og blómlegum farvegi. Garðbæingar eru ánægðir með umhverfi sitt, og skyldi engan undra. Hér er stutt í alla áttir í náttúruna og auðvelt að komast hjólandi, gangandi og keyrandi leiðar sinnar. Þeir eru ánægðastir með skipulagsmálin af stærstu sveitarfélögunum. Garðbæingar eru ánægðir með sorphirðuna, en við sjáum tækifæri til að bæta hana enn frekar. Tækifærin til úrbóta Það er mikilvægt að bregðast vel við þegar okkur er bent á hluti sem betur mættu fara. Við tökum ábendingum um málefni fatlaðs fólks í sveitarfélaginu alvarlega og höfum verið í mikilli vinnu við að rýna þjónustuna nánar og móta aðgerðir til að bæta úr. Það er okkur líka kappsmál að bæta þjónustu við eldri borgara . Á heildina litið er þó ánægjuefni að notendur þjónustunnar eru ánægðari en þeir sem ekki hafa nýtt sér þjónustuna. Það segir okkur að við erum að gera vel á borði, en ekki bara í orði. Verkefninu lýkur aldrei Góð þjónusta er samvinnuverkefni allra sem koma að. Starfsfólk Garðabæjar á heiður skilinn fyrir sína framgöngu, Íbúar bæjarins kunna vel að meta þeirra daglegu störf sem er afar gleðilegt. Ánægja íbúa endurspeglar líka jákvæð viðbrögð við stefnu og áherslum sveitarfélagsins. Markmið okkar er ávallt að veita íbúum framúrskarandi þjónustu og við ætlum að halda áfram að þróa hana í takt við þarfir bæjarbúa. Við stoppum ekki hér, heldur stefnum á stöðugar umbætur. Það er okkur hvatning að íbúar Garðabæjar séu þeir ánægðustu með þjónustu síns sveitarfélags. Við ætlum okkur að standa undir því trausti áfram og erum meðvituð um að það gerist ekki af sjálfu sér. Við verðum áfram til þjónustu reiðubúin. Höfundur er bæjarstjóri Garðabæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Almar Guðmundsson Garðabær Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Við vitum að góð þjónusta skiptir sköpum, á sama hátt og fátt er meira ergjandi en slæm þjónusta. Það er því sérstakleglega ánægjulegt að sjá að Garðbæingar eru mjög ánægðir með sveitarfélagið sitt og þá þjónustu sem við veitum. Þetta kemur skýrt fram í þjónustukönnun Gallup fyrir árið 2024. Markmið könnunarinnar er að kanna ánægju með þjónustu stærstu sveitarfélaga landsins, gera samanburð þeirra á milli og fylgjast með breytingum frá fyrri mælingum. Við stöndum vel að vígi í þessum samanburði. Við leggjum áherslu á að mæta væntingum íbúa um þjónustu í ört stækkandi bæjarfélagi. Það skiptir nefnilega máli að geta haft samband við sveitarfélagið og fengið skjót svör, að sorphirða gangi hnökralaust fyrir sig og að leik- og grunnskólar uppfylli væntingar íbúa. Litlu hlutirnir og stóru – þeir skipta máli. Skólarnir okkar: Öflug leik- og grunnskólaþjónusta Garðabær er meðal hæstu sveitarfélaga í ánægju með leikskólaþjónustu og bætir sig á milli ára. Þetta sýnir að umfangsmiklar breytingar á leikskólaumhverfinu síðastliðinn vetur hafa skilað sér vel og að Garðabæjarleiðin er að virka. Mikil ánægja með leikskóla helgast líka af því að í Garðabæ komast börn fyrr inn í leikskóla en víðast hvar annars staðar. Garðabær skorar hæst í ánægju með grunnskólaþjónustu meðal stærstu sveitarfélaganna. Þetta gefur til kynna að við höfum náð að viðhalda fagmennsku í síbreytilegu skólaumhverfi ásamt því að bæta skólahúsnæði markvisst. Það ætti því ekki að koma á óvart að Garðbæingar eru einnig almennt ánægðir með þjónustu við barnafjölskyldur og við stöndum þar fremst meðal stærstu sveitarfélaganna. Umhverfið, náttúran og sorphirða Menningarmálin eru í góðum og blómlegum farvegi. Garðbæingar eru ánægðir með umhverfi sitt, og skyldi engan undra. Hér er stutt í alla áttir í náttúruna og auðvelt að komast hjólandi, gangandi og keyrandi leiðar sinnar. Þeir eru ánægðastir með skipulagsmálin af stærstu sveitarfélögunum. Garðbæingar eru ánægðir með sorphirðuna, en við sjáum tækifæri til að bæta hana enn frekar. Tækifærin til úrbóta Það er mikilvægt að bregðast vel við þegar okkur er bent á hluti sem betur mættu fara. Við tökum ábendingum um málefni fatlaðs fólks í sveitarfélaginu alvarlega og höfum verið í mikilli vinnu við að rýna þjónustuna nánar og móta aðgerðir til að bæta úr. Það er okkur líka kappsmál að bæta þjónustu við eldri borgara . Á heildina litið er þó ánægjuefni að notendur þjónustunnar eru ánægðari en þeir sem ekki hafa nýtt sér þjónustuna. Það segir okkur að við erum að gera vel á borði, en ekki bara í orði. Verkefninu lýkur aldrei Góð þjónusta er samvinnuverkefni allra sem koma að. Starfsfólk Garðabæjar á heiður skilinn fyrir sína framgöngu, Íbúar bæjarins kunna vel að meta þeirra daglegu störf sem er afar gleðilegt. Ánægja íbúa endurspeglar líka jákvæð viðbrögð við stefnu og áherslum sveitarfélagsins. Markmið okkar er ávallt að veita íbúum framúrskarandi þjónustu og við ætlum að halda áfram að þróa hana í takt við þarfir bæjarbúa. Við stoppum ekki hér, heldur stefnum á stöðugar umbætur. Það er okkur hvatning að íbúar Garðabæjar séu þeir ánægðustu með þjónustu síns sveitarfélags. Við ætlum okkur að standa undir því trausti áfram og erum meðvituð um að það gerist ekki af sjálfu sér. Við verðum áfram til þjónustu reiðubúin. Höfundur er bæjarstjóri Garðabæjar.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar