Fótbolti

Sjáðu Bæjara bók­staf­lega tækla sig á­fram og öll hin mörkin í Meistara­deildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alphonso Davies fagnar jöfnunarmarki sínu með Josip Stanisic og Leon Goretzka en það var um leið sigurmarkið í einvíginu. Bayern München komast áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar.
Alphonso Davies fagnar jöfnunarmarki sínu með Josip Stanisic og Leon Goretzka en það var um leið sigurmarkið í einvíginu. Bayern München komast áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar. Getty/Markus Gilliar

Bayern München, Club Brugge, Feyenoord og Benfica komust öll áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Nú má sjá mörkin úr leikjum gærkvöldsins hér inn á Vísi.

Þetta var ekki gott kvöld fyrir Ítala því bæði Club Brugge og Feyenoord fóru til Ítalíu og slógu út heimaliðið.

Feyenoord nægði 1-1 jafntefli á móti AC Milan til að slá þá út en Club Brugge vann aftur á móti 3-1 sannfærandi sigur á Atalanta og þar með 5-2 samanlagt.

Það var mikil dramatík í leik Bayern München og Celtic í München.

Staðan var 1-0 fyrir gestina í Celtic þegar það var komið langt fram í uppbótatíma. Sú úrslit hefðu þýtt framlengingu því Bæjarar unnu fyrri leikinn 2-1 í Skotlandi.

Klippa: Mörkin úr leik Bayern og Celtic

Það var hins vegar Alphonso Davies sem kom Bayern til bjargar á fjórðu mínútu uppbótatímans þegar hann bókstaflega tæklaði boltann í netið eftir frákast.

Mesti markaleikur kvöldsins var í Lissabon þar sem Benfica og Mónakó gerðu 3-3 jafntefli. Benfica vann fyrri leikinn 1-0 í Frakklandi og tryggði sig áfram með því að jafna metin sex mínútum fyrir leikslok.

Hér fyrir ofan og neðan má sjá öll mörkin úr leikjunum.

Klippa: Mörkin úr leik AC Milan og Feyenoord
Klippa: Mörkin úr leik Atalanta og Club Brugge
Klippa: Mörkin úr leik Benfica og Mónakó



Fleiri fréttir

Sjá meira


×