Talar við látna móður sína fyrir hvern leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. febrúar 2025 11:03 Nicky Hayen, þjálfari belgíska félagsins Club Brugge fagnar hér sigrinum óvænta á Atalanta í gær. Getty/Francesco Scaccianoce Nicky Hayen, þjálfari Club Brugge, er að gera frábæra hluti með liðið í Meistaradeildinni en belgíska félagið komst í gærkvöldi í sextán liða úrslit keppninnar. Club Brugge fór til Ítalíu og vann 3-1 útisigur á Atalanta. Belgarnir unnu þar með 5-2 samanlagt því þeir unnu fyrri leikinn 2-1. Þetta voru ein óvæntustu úrslitin í umspilinu til þessa. Blaðamannafundur þjálfarans fyrir leikinn mikilvæga vakti líka nokkra athygli. Hinn 44 ára gamli Hayen viðurkenndi þá að tala við móður sína fyrir hvern leik. Það væri svo sem ekkert óeðlilegt nema vegna þess að hún er ekki á lífi. Hayen missti móður sína fyrir fjórum árum. „Ég tala við móður mína fyrir hvern leik. Hún lést fyrir fjórum langt fyrir aldur fram,“ sagði Nicky Hayen. „Á síðasta tímabili fyrir úrslitakeppnina í belgísku deildinni þá sagði ég henni að ég vildi gera eitthvað klikkað og að lokum þá unnum við titilinn,“ sagði Hayen. „Er ég mjög trúaður? Nei, en mér finnst þetta gefa mér eitthvað. Ég verð því að trúa að það sé eitthvað þarna úti,“ sagði Hayen. Hayen fékk fastráðningu sem þjálfari Club Brugge í júní í fyrra. Hann hafði tekið tímabundið við í marsmánuði. Liðið er nú komið í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar og er i öðru sæti belgísku deildarinnar, átta stigum á eftir Genk. Club Brugge manager Nicky Hayen kept his ritual of speaking to his late mother before their UCL playoff vs. Atalanta.The reigning Belgian Pro League champions are now into the last 16 after finishing 24th in the league phase 🌟 pic.twitter.com/Vj6vXxfjy3— CBS Sports Golazo ⚽️ (@CBSSportsGolazo) February 19, 2025 Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Sjá meira
Club Brugge fór til Ítalíu og vann 3-1 útisigur á Atalanta. Belgarnir unnu þar með 5-2 samanlagt því þeir unnu fyrri leikinn 2-1. Þetta voru ein óvæntustu úrslitin í umspilinu til þessa. Blaðamannafundur þjálfarans fyrir leikinn mikilvæga vakti líka nokkra athygli. Hinn 44 ára gamli Hayen viðurkenndi þá að tala við móður sína fyrir hvern leik. Það væri svo sem ekkert óeðlilegt nema vegna þess að hún er ekki á lífi. Hayen missti móður sína fyrir fjórum árum. „Ég tala við móður mína fyrir hvern leik. Hún lést fyrir fjórum langt fyrir aldur fram,“ sagði Nicky Hayen. „Á síðasta tímabili fyrir úrslitakeppnina í belgísku deildinni þá sagði ég henni að ég vildi gera eitthvað klikkað og að lokum þá unnum við titilinn,“ sagði Hayen. „Er ég mjög trúaður? Nei, en mér finnst þetta gefa mér eitthvað. Ég verð því að trúa að það sé eitthvað þarna úti,“ sagði Hayen. Hayen fékk fastráðningu sem þjálfari Club Brugge í júní í fyrra. Hann hafði tekið tímabundið við í marsmánuði. Liðið er nú komið í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar og er i öðru sæti belgísku deildarinnar, átta stigum á eftir Genk. Club Brugge manager Nicky Hayen kept his ritual of speaking to his late mother before their UCL playoff vs. Atalanta.The reigning Belgian Pro League champions are now into the last 16 after finishing 24th in the league phase 🌟 pic.twitter.com/Vj6vXxfjy3— CBS Sports Golazo ⚽️ (@CBSSportsGolazo) February 19, 2025
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Sjá meira