„Þetta var alveg pínu óþægilegt“ Stefán Árni Pálsson skrifar 18. febrúar 2025 11:31 Eggert Aron Guðmundsson hefur leikið með yngri landsliðum Íslands síðustu ár. Getty/Seb Daly Eggerti Aroni Guðmundssyni brá heldur betur þegar hann lenti í Málaga á Spáni og norskir blaðamenn tóku á móti honum. Eggert skrifaði undir við Brann um helgina. Knattspyrnumaðurinn var kynntur sem nýr leikmaður félagsins á laugardaginn. Hann samdi til ársins 2028 og mun leika þar undir stjórn Freys Alexanderssonar. Eggert kemur til Brann frá sænska liðinu Elfsborg þar sem tækifærin voru af skornum skammti en hann var á mála hjá félaginu allt síðasta tímabil, hann kom við sögu í sjö deildarleikjum þar og skoraði eitt mark. „Þetta var alveg pínu óþægilegt en þetta er svona í Bergen þar sem Brann er,“ segir Eggert um móttökurnar sem hann fékk á vellinum í Málaga. „Stuðningsmennirnir eru bara trylltir þarna og maður verður bara í toppmálum.“ Brann hafnaði í 2. sæti í norsku deildinni á síðasta tímabili en liðið leikur sína heimaleiki í Bergen þar sem allt hreinlega snýst um fótboltaliðið Brann. Fimm blaðamenn í kringum þá á Spáni „Þar eru tveir fjölmiðlar í mikilli samkeppni og hérna eru fimm blaðamenn sem eru í fullu starfi hér á Spáni næstu vikurnar,“ segir Eggert og bætir við að hann hafi verið við það að koma sér vel fyrir í Svíþjóð. „Ég var byrjaður að gera tilkall í byrjunarliðið og þetta leit alveg vel út og það var erfitt að fara frá Elfsborg þar sem mér leið mjög vel, þrátt fyrir að hafa ekki beint slegið í gegn. Þetta var geggjaður tími og ég tók þátt í Evrópukeppni, eitthvað sem hafði aldrei áður gert.“ En spilaði Freyr Alexandersson stóra rullu í því að Eggert valdi Brann? „Þegar Brann kemur var það strax mjög spennandi og þetta er lið sem er búið að vera í öðru sæti núna tvö tímabil í röð sem er mjög sterkt og er vonandi að fara í Evrópudeildina. Freyr spilar klárlega þátt í þessari ákvörðun en Brann út af fyrir sig er bara geðveikt.“ Hér að neðan má sjá viðtal við Eggert úr Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi. Norski boltinn Mest lesið Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn Aron Einar með en enginn Gylfi Fótbolti Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Íslenski boltinn Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Fótbolti Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fótbolti Hörður kominn undan feldinum Körfubolti Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fótbolti Ólympíumeistarinn hallar sér að Jesú og fjölskyldunni í kjölfar handtöku Sport Fleiri fréttir Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Sjá meira
Knattspyrnumaðurinn var kynntur sem nýr leikmaður félagsins á laugardaginn. Hann samdi til ársins 2028 og mun leika þar undir stjórn Freys Alexanderssonar. Eggert kemur til Brann frá sænska liðinu Elfsborg þar sem tækifærin voru af skornum skammti en hann var á mála hjá félaginu allt síðasta tímabil, hann kom við sögu í sjö deildarleikjum þar og skoraði eitt mark. „Þetta var alveg pínu óþægilegt en þetta er svona í Bergen þar sem Brann er,“ segir Eggert um móttökurnar sem hann fékk á vellinum í Málaga. „Stuðningsmennirnir eru bara trylltir þarna og maður verður bara í toppmálum.“ Brann hafnaði í 2. sæti í norsku deildinni á síðasta tímabili en liðið leikur sína heimaleiki í Bergen þar sem allt hreinlega snýst um fótboltaliðið Brann. Fimm blaðamenn í kringum þá á Spáni „Þar eru tveir fjölmiðlar í mikilli samkeppni og hérna eru fimm blaðamenn sem eru í fullu starfi hér á Spáni næstu vikurnar,“ segir Eggert og bætir við að hann hafi verið við það að koma sér vel fyrir í Svíþjóð. „Ég var byrjaður að gera tilkall í byrjunarliðið og þetta leit alveg vel út og það var erfitt að fara frá Elfsborg þar sem mér leið mjög vel, þrátt fyrir að hafa ekki beint slegið í gegn. Þetta var geggjaður tími og ég tók þátt í Evrópukeppni, eitthvað sem hafði aldrei áður gert.“ En spilaði Freyr Alexandersson stóra rullu í því að Eggert valdi Brann? „Þegar Brann kemur var það strax mjög spennandi og þetta er lið sem er búið að vera í öðru sæti núna tvö tímabil í röð sem er mjög sterkt og er vonandi að fara í Evrópudeildina. Freyr spilar klárlega þátt í þessari ákvörðun en Brann út af fyrir sig er bara geðveikt.“ Hér að neðan má sjá viðtal við Eggert úr Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi.
Norski boltinn Mest lesið Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn Aron Einar með en enginn Gylfi Fótbolti Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Íslenski boltinn Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Fótbolti Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fótbolti Hörður kominn undan feldinum Körfubolti Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fótbolti Ólympíumeistarinn hallar sér að Jesú og fjölskyldunni í kjölfar handtöku Sport Fleiri fréttir Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn