Arnór sendi öllum í Blackburn kveðju: Vildi ekki enda þetta svona Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. febrúar 2025 07:31 Arnór Sigurðsson í síðasta leiknum sem hann skoraði fyrir Blackburn Rovers sem var á móti Oxford United í ágúst. Getty/Lee Parker Arnór Sigurðsson er að leita sér að nýju félagi en vildi senda öllum í kringum Blackburn Rovers kveðju eftir fréttir gærdagsis. Íslenski landsliðsmaðurinn er laus úr prísund sinni hjá B-deildarliðinu Blackburn Rovers eftir að hann náði í gær samkomulagi um starfslok við félagið. Arnór sendi í framhaldinu leikmönnum, starfsmönnum og stuðningsmönnum Blackburn kveðju á samfélagsmiðlum. Arnór hefur glímt við mikil meiðsli og veikindi í vetur og ekki komið mikið við sögu hjá Blackburn. Hann fékk síðan skell á dögunum þegar forráðamenn félagsins tjáðu honum að hann væri ekki í leikmannahópi liðsins í ensku B-deildinni. „Það hefur verið unaður að fá að klæðast Blackburn Rovers treyjunni undanfarin tvö ár. Ég vill þakka öllum leikmönnum og starfsmönnum félagsins fyrir að láta mér liða eins og heima hjá mér frá fyrsta degi. Þessi hópur er svo sannarlega sérstakur,“ skrifaði Arnór á ensku. „Ég vildi ekki enda þetta svona og ég var farinn að hlakka til að koma til baka og hjálpa liðinu að komast upp um deild. Svona er bara fótboltinn og það er sumt sem þú hefur enga stjórn á sjálfur,“ skrifaði Arnór. „Til ykkar stuðningsmannanna þá vil ég þakka fyrir mig og þakka ykkur fyrir allan þann stuðning sem þið hafi gefið mér í bæði hæðum og lægðum. Minningarnar sem við höfum búið til saman verða hluti af mér til eilífðar. Þið létuð mig líða eins og heima hjá mér hjá þessum klúbbi og ég mun alltaf bera það með mér í hjarta mínu,“ skrifaði Arnór. Arnór lék 41 leik með Blackburn Rovers en hann skoraði átta mörk og gaf fimm stoðsendingar í þeim. Í ensku b-deildinni var hann með sex mörk og tvær stoðsendingar í 34 leik. Hann skoraði síðasta mark sitt fyrir félagið í 2-1 sigri á Oxford United í ágúst. Hér fyrir neðan má sjá færsluna sem yfir tíu þúsund manns höfðu líkað við. View this post on Instagram A post shared by Arnór Sigurðsson (@arnor.sigurdsson) Tengdar fréttir Arnór skoraði sigurmark Blackburn Blackburn Rovers vann 2-1 sigur á Oxford United í ensku B-deildinni í dag. Arnór Sigurðsson skoraði sigurmark liðsins. 24. ágúst 2024 16:07 Arnór laus úr prísund Blackburn Landsliðsmaðurinn Arnór Sigurðsson hefur komist að samkomulagi um starfslok við enska B-deildarliðið Blackburn Rovers. Hann er því laus allra mála og getur fundið sér nýtt lið. 17. febrúar 2025 16:55 Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn „Ég get ekki beðið“ Handbolti „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Gunnar mætir þrautreyndum kappa í sumar Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Hamilton: „Dæmið okkur eftir nokkur ár“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Friðrik Ingi hættur með Hauka Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn Mikilmennin misstíga sig á PGA-meistaramótinu Hörður kominn undan feldinum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Sjá meira
Íslenski landsliðsmaðurinn er laus úr prísund sinni hjá B-deildarliðinu Blackburn Rovers eftir að hann náði í gær samkomulagi um starfslok við félagið. Arnór sendi í framhaldinu leikmönnum, starfsmönnum og stuðningsmönnum Blackburn kveðju á samfélagsmiðlum. Arnór hefur glímt við mikil meiðsli og veikindi í vetur og ekki komið mikið við sögu hjá Blackburn. Hann fékk síðan skell á dögunum þegar forráðamenn félagsins tjáðu honum að hann væri ekki í leikmannahópi liðsins í ensku B-deildinni. „Það hefur verið unaður að fá að klæðast Blackburn Rovers treyjunni undanfarin tvö ár. Ég vill þakka öllum leikmönnum og starfsmönnum félagsins fyrir að láta mér liða eins og heima hjá mér frá fyrsta degi. Þessi hópur er svo sannarlega sérstakur,“ skrifaði Arnór á ensku. „Ég vildi ekki enda þetta svona og ég var farinn að hlakka til að koma til baka og hjálpa liðinu að komast upp um deild. Svona er bara fótboltinn og það er sumt sem þú hefur enga stjórn á sjálfur,“ skrifaði Arnór. „Til ykkar stuðningsmannanna þá vil ég þakka fyrir mig og þakka ykkur fyrir allan þann stuðning sem þið hafi gefið mér í bæði hæðum og lægðum. Minningarnar sem við höfum búið til saman verða hluti af mér til eilífðar. Þið létuð mig líða eins og heima hjá mér hjá þessum klúbbi og ég mun alltaf bera það með mér í hjarta mínu,“ skrifaði Arnór. Arnór lék 41 leik með Blackburn Rovers en hann skoraði átta mörk og gaf fimm stoðsendingar í þeim. Í ensku b-deildinni var hann með sex mörk og tvær stoðsendingar í 34 leik. Hann skoraði síðasta mark sitt fyrir félagið í 2-1 sigri á Oxford United í ágúst. Hér fyrir neðan má sjá færsluna sem yfir tíu þúsund manns höfðu líkað við. View this post on Instagram A post shared by Arnór Sigurðsson (@arnor.sigurdsson)
Tengdar fréttir Arnór skoraði sigurmark Blackburn Blackburn Rovers vann 2-1 sigur á Oxford United í ensku B-deildinni í dag. Arnór Sigurðsson skoraði sigurmark liðsins. 24. ágúst 2024 16:07 Arnór laus úr prísund Blackburn Landsliðsmaðurinn Arnór Sigurðsson hefur komist að samkomulagi um starfslok við enska B-deildarliðið Blackburn Rovers. Hann er því laus allra mála og getur fundið sér nýtt lið. 17. febrúar 2025 16:55 Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn „Ég get ekki beðið“ Handbolti „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Gunnar mætir þrautreyndum kappa í sumar Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Hamilton: „Dæmið okkur eftir nokkur ár“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Friðrik Ingi hættur með Hauka Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn Mikilmennin misstíga sig á PGA-meistaramótinu Hörður kominn undan feldinum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Sjá meira
Arnór skoraði sigurmark Blackburn Blackburn Rovers vann 2-1 sigur á Oxford United í ensku B-deildinni í dag. Arnór Sigurðsson skoraði sigurmark liðsins. 24. ágúst 2024 16:07
Arnór laus úr prísund Blackburn Landsliðsmaðurinn Arnór Sigurðsson hefur komist að samkomulagi um starfslok við enska B-deildarliðið Blackburn Rovers. Hann er því laus allra mála og getur fundið sér nýtt lið. 17. febrúar 2025 16:55
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó