Dúabíllinn og kraftur sköpunar Einar Mikael Sverrisson skrifar 17. febrúar 2025 13:31 Í dag rifjum við upp einstaka sögu Leikfangasmiðjunnar Öldu og Dúabílsins – táknmynd framtakssemi, sköpunarkrafts og vonar. Þetta er saga um litla leikfangasmiðju á Þingeyri, stofnaða árið 1985 af bjartsýnum hugsjónamönnum sem trúðu á eigin hugmyndir og kraft lítillar en samheldinnar byggðar. Þetta er líka saga um börn – börnin sem léku sér við Dúa, börnin sem hönnuðu hann og börnin sem verða framtíð okkar allra. Þegar Hallgrímur Sveinsson og félagar hans komu saman til að ræða atvinnumál, höfðu þeir fjöldann allan af hugmyndum. Þeir gátu stofnað bakarí, fiskréttaverksmiðju eða tölvuframleiðslu – en það voru leikföngin sem urðu niðurstaðan. Leikföng smíðuð úr tré, hönnuð af Íslendingum fyrir íslensk börn. Upphaflega var hugmyndin um leikfangaframleiðslu tilkomin vegna þess að allur kvótinn var farinn frá byggðinni og það vantaði eitthvað spennandi fyrir ungmennin á svæðinu til að vinna við og koma í veg fyrir að þau flyttu suður eða yfirgæfu byggðarlagið. Og svo fæddist Dúabíllinn – hugmynd sem kviknaði í smíðastofu grunnskólans á Þingeyri og varð síðan vinsælasta leikfang Íslandssögunnar. Það var hægt að framleiða leikföng á hjara veraldar áður en samgöngur voru góðar, því samtakamáttur lítillar byggðar gerði hið ómögulega mögulegt. En Dúabíllinn var ekki bara vinsælt leikfang – hann var einnig framúrskarandi vara, langt á undan sinni samtíð. Hver bíll var merktur eigandanum með sérstöku skráningarnúmeri, sem gerði hann einstaklega persónulegan. Hann var með fjöðrunarbúnaði eins og alvörubíll, sem var hannaður af Kristjáni Gunnarssyni. Kristján sá ekki aðeins um að þróa fjöðrunarbúnaðinn heldur bauð hann einnig upp á viðhald fyrir Dúabílana, sem tryggði að þeir entust lengur og héldu gæðum sínum. Einnig var reynt að gera alla bíla einstaka í útliti, svo enginn væri nákvæmlega eins. Þetta var leikfang sem sameinaði hágæða handverk, nýsköpun og persónuleg tengsl milli barnsins og leikfangsins. Það voru framleiddir 2.400 Dúabílar sem þýðir að einn af hverjum 100 íslendingum átti Dúabíl á sínum tíma. Þessi saga sýnir okkur að hugvit og vilji skipta öllu máli. Ef það var hægt að smíða leikföng á hjara veraldar, án nútíma framleiðslu- og dreifikerfa, hvað getum við þá gert í dag? En nú er spurningin. Hvað ef við gætum endurvakið þennan anda? Hvað ef íslensk börn í dag fengju sömu tækifæri? Nútímatækni gerir þetta mögulegt. Með sjálfbærri framleiðslu, tölvustýrðum tréskurðarvélum og íslenskri hönnun getum við búið til leikföng sem ekki aðeins gleðja börn heldur efla skapandi hugsun og stuðla að sjálfbærni. Við gætum þróað nýja kynslóð íslenskra leikfanga sem endurspegla menningu okkar, handverk og nýsköpun. Leikföng eru okkar fyrstu kennarar. Þau hjálpa börnum að þroskast, læra og skilja heiminn í kringum sig. Því skiptir miklu máli að þau séu vönduð og hönnuð með þarfir ungra barna í huga. Með því að búa til leikföng sem örva sköpunargleði, fínhreyfingar og ímyndunarafl, getum við lagt grunn að sterkari og hugmyndaríkari kynslóð framtíðarinnar. Við lifum á tímum þar sem nær allar leikfangabúðir á Íslandi selja erlend leikföng. Hvað ef við gætum aftur keypt íslensk leikföng, hönnuð og framleidd af íslenskum börnum og ungmennum? Hvað ef við gætum kennt börnum okkar að þeirra hugvit er verðmætasta auðlindin sem þau eiga? Í hverju einasta barni býr sköpunarkraftur. Við þurfum að gefa þeim tækin, þekkinguna og traustið til að leiða okkur inn í nýjan heim. Heim þar sem þau skapa umhverfi sitt, hanna framtíð sína og sjá eigin hugmyndir verða að veruleika. Við höfum þegar sönnun þess að þetta er hægt – Dúabíllinn var ekki aðeins draumur, heldur raunveruleiki sem íslensk börn ólust upp með. Þetta snýst ekki bara um leikföng – þetta snýst um sjálfstæði okkar sem þjóðar. Við eigum að hlúa að íslenskri hönnun og framleiðslu, efla skapandi hugsun og gefa börnunum okkar það forskot sem þau eiga skilið. Hugsum til þess hvernig íslensk sköpunargleði hefur þegar haft áhrif á heiminn, frá fornum handverkshefðum til hátækniiðnaðar. Hvað ef Ísland gæti orðið miðstöð sjálfbærrar leikfangaframleiðslu? Hvað ef við gæfum komandi kynslóðum tækifæri til að verða eftirsóttir hönnuðir á heimsvísu? Nú eru 40 ár liðin frá stofnun Leikfangasmiðjunnar Öldu og uppruna Dúabílsins. Þessi saga sýnir okkur að það er hægt að skapa stórkostlega hluti, jafnvel í litlu samfélagi á afskekktum stað. Við sköpum ekki bara leikföng – við sköpum framtíð. Framtíð sem við smíðum saman, með nýjum hugmyndum, óbilandi sköpunarkrafti og trú á okkar eigin getu. Gefum börnunum okkar þetta tækifæri. Gefum þeim von um að þau geti mótað heiminn að eigin vilja og skapað eitthvað sem endist kynslóð eftir kynslóð. Hugsum okkur heim þar sem börn leika sér með leikföng sem eru ekki aðeins falleg og vönduð heldur endurspegla sögu, arfleifð og sköpunarkraft lands okkar. Heim þar sem höndin sem smíðar leikfangið er sama höndin sem einn daginn mótar framtíðina. Heim þar sem íslenskt hugvit, ást og töfrar leiða okkur inn í nýja öld – öld þar sem við þorum að skapa, treysta og byggja drauma okkar saman. Dúabíllinn var meira en leikfang. Hann var tákn um von. Og nú er kominn tími til að kveikja þessa von á ný. Höfundur er töframaður og leikfangahönnuður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Í dag rifjum við upp einstaka sögu Leikfangasmiðjunnar Öldu og Dúabílsins – táknmynd framtakssemi, sköpunarkrafts og vonar. Þetta er saga um litla leikfangasmiðju á Þingeyri, stofnaða árið 1985 af bjartsýnum hugsjónamönnum sem trúðu á eigin hugmyndir og kraft lítillar en samheldinnar byggðar. Þetta er líka saga um börn – börnin sem léku sér við Dúa, börnin sem hönnuðu hann og börnin sem verða framtíð okkar allra. Þegar Hallgrímur Sveinsson og félagar hans komu saman til að ræða atvinnumál, höfðu þeir fjöldann allan af hugmyndum. Þeir gátu stofnað bakarí, fiskréttaverksmiðju eða tölvuframleiðslu – en það voru leikföngin sem urðu niðurstaðan. Leikföng smíðuð úr tré, hönnuð af Íslendingum fyrir íslensk börn. Upphaflega var hugmyndin um leikfangaframleiðslu tilkomin vegna þess að allur kvótinn var farinn frá byggðinni og það vantaði eitthvað spennandi fyrir ungmennin á svæðinu til að vinna við og koma í veg fyrir að þau flyttu suður eða yfirgæfu byggðarlagið. Og svo fæddist Dúabíllinn – hugmynd sem kviknaði í smíðastofu grunnskólans á Þingeyri og varð síðan vinsælasta leikfang Íslandssögunnar. Það var hægt að framleiða leikföng á hjara veraldar áður en samgöngur voru góðar, því samtakamáttur lítillar byggðar gerði hið ómögulega mögulegt. En Dúabíllinn var ekki bara vinsælt leikfang – hann var einnig framúrskarandi vara, langt á undan sinni samtíð. Hver bíll var merktur eigandanum með sérstöku skráningarnúmeri, sem gerði hann einstaklega persónulegan. Hann var með fjöðrunarbúnaði eins og alvörubíll, sem var hannaður af Kristjáni Gunnarssyni. Kristján sá ekki aðeins um að þróa fjöðrunarbúnaðinn heldur bauð hann einnig upp á viðhald fyrir Dúabílana, sem tryggði að þeir entust lengur og héldu gæðum sínum. Einnig var reynt að gera alla bíla einstaka í útliti, svo enginn væri nákvæmlega eins. Þetta var leikfang sem sameinaði hágæða handverk, nýsköpun og persónuleg tengsl milli barnsins og leikfangsins. Það voru framleiddir 2.400 Dúabílar sem þýðir að einn af hverjum 100 íslendingum átti Dúabíl á sínum tíma. Þessi saga sýnir okkur að hugvit og vilji skipta öllu máli. Ef það var hægt að smíða leikföng á hjara veraldar, án nútíma framleiðslu- og dreifikerfa, hvað getum við þá gert í dag? En nú er spurningin. Hvað ef við gætum endurvakið þennan anda? Hvað ef íslensk börn í dag fengju sömu tækifæri? Nútímatækni gerir þetta mögulegt. Með sjálfbærri framleiðslu, tölvustýrðum tréskurðarvélum og íslenskri hönnun getum við búið til leikföng sem ekki aðeins gleðja börn heldur efla skapandi hugsun og stuðla að sjálfbærni. Við gætum þróað nýja kynslóð íslenskra leikfanga sem endurspegla menningu okkar, handverk og nýsköpun. Leikföng eru okkar fyrstu kennarar. Þau hjálpa börnum að þroskast, læra og skilja heiminn í kringum sig. Því skiptir miklu máli að þau séu vönduð og hönnuð með þarfir ungra barna í huga. Með því að búa til leikföng sem örva sköpunargleði, fínhreyfingar og ímyndunarafl, getum við lagt grunn að sterkari og hugmyndaríkari kynslóð framtíðarinnar. Við lifum á tímum þar sem nær allar leikfangabúðir á Íslandi selja erlend leikföng. Hvað ef við gætum aftur keypt íslensk leikföng, hönnuð og framleidd af íslenskum börnum og ungmennum? Hvað ef við gætum kennt börnum okkar að þeirra hugvit er verðmætasta auðlindin sem þau eiga? Í hverju einasta barni býr sköpunarkraftur. Við þurfum að gefa þeim tækin, þekkinguna og traustið til að leiða okkur inn í nýjan heim. Heim þar sem þau skapa umhverfi sitt, hanna framtíð sína og sjá eigin hugmyndir verða að veruleika. Við höfum þegar sönnun þess að þetta er hægt – Dúabíllinn var ekki aðeins draumur, heldur raunveruleiki sem íslensk börn ólust upp með. Þetta snýst ekki bara um leikföng – þetta snýst um sjálfstæði okkar sem þjóðar. Við eigum að hlúa að íslenskri hönnun og framleiðslu, efla skapandi hugsun og gefa börnunum okkar það forskot sem þau eiga skilið. Hugsum til þess hvernig íslensk sköpunargleði hefur þegar haft áhrif á heiminn, frá fornum handverkshefðum til hátækniiðnaðar. Hvað ef Ísland gæti orðið miðstöð sjálfbærrar leikfangaframleiðslu? Hvað ef við gæfum komandi kynslóðum tækifæri til að verða eftirsóttir hönnuðir á heimsvísu? Nú eru 40 ár liðin frá stofnun Leikfangasmiðjunnar Öldu og uppruna Dúabílsins. Þessi saga sýnir okkur að það er hægt að skapa stórkostlega hluti, jafnvel í litlu samfélagi á afskekktum stað. Við sköpum ekki bara leikföng – við sköpum framtíð. Framtíð sem við smíðum saman, með nýjum hugmyndum, óbilandi sköpunarkrafti og trú á okkar eigin getu. Gefum börnunum okkar þetta tækifæri. Gefum þeim von um að þau geti mótað heiminn að eigin vilja og skapað eitthvað sem endist kynslóð eftir kynslóð. Hugsum okkur heim þar sem börn leika sér með leikföng sem eru ekki aðeins falleg og vönduð heldur endurspegla sögu, arfleifð og sköpunarkraft lands okkar. Heim þar sem höndin sem smíðar leikfangið er sama höndin sem einn daginn mótar framtíðina. Heim þar sem íslenskt hugvit, ást og töfrar leiða okkur inn í nýja öld – öld þar sem við þorum að skapa, treysta og byggja drauma okkar saman. Dúabíllinn var meira en leikfang. Hann var tákn um von. Og nú er kominn tími til að kveikja þessa von á ný. Höfundur er töframaður og leikfangahönnuður.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun