Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. maí 2025 09:00 Næstu dagana verður fjallað um bestu leikmenn efstu deildar í fótbolta frá 1992. grafík/sara Vísir gerðist stórhuga og ákvað að setja saman lista yfir sextíu bestu leikmenn efstu deildar karla frá 1992. Listinn yfir þessa sextíu leikmenn birtist á næstu dögum. Fyrir tveimur árum stóð Vísir fyrir valinu á fimmtíu bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. Og nú er komið að fótboltanum. Fyrst af öllu, af hverju að byrja 1992? Fótboltinn var nú ekki fundinn upp fyrir 33 árum. Vissulega ekki en einhvers staðar varð að byrja. Kannski væri takmarkað mark takandi á lista yfir bestu leikmenn allra tíma í efstu deild á Íslandi, frá 1912 þegar fyrsta Íslandsmótið fór fram. Rúm þrjátíu ár er líka dágóður tími. Svo markar 1992 líka þáttaskil í fótboltasögunni. Jújú, enska úrvalsdeildin og Meistaradeild Evrópu voru settar á laggirnar þá máttu markverðir heldur ekki lengur taka boltann upp með höndum eftir sendingu frá samherja. Það er ef til vill besta breyting sem hefur verið gerð á fótboltanum. Horfiði á úrslitaleik EM 1992 milli Danmerkur og Þýskalands og reynið að vera ósammála. Það sem þetta snýst allt um.vísir/vilhelm Reglan um sendingar til baka var vissulega bara tekin upp í síðustu umferðunum á Íslandi sumarið 1992 en það er ágætt að miða við það. Það sumar var líka byrjað að taka saman tölfræði yfir stoðsendingar í efstu deild á Íslandi. Svo það sé sagt er þetta ekki listi yfir bestu leikmenn Íslands á umræddu tímabili heldur frekar þá sem hafa sett mestan svip á fótboltann hér heima, gerðu mest í deildinni okkar og höfðu úrslitaáhrif á það hvert stóru titlarnir fóru. Goðsagnir efstu deildar með öðrum orðum. Ólafur Jóhannesson þjálfaði marga leikmenn á listanum.vísir/bára Líkt og við valið á fimmtíu bestu handboltamönnunum var notast við heimatilbúið og heldur nördalegt stigakerfi. Rúmlega tvö hundruð leikmenn voru vegnir og metnir samkvæmt því. Þar var horft til titla, einstaklingsverðlauna, marka, stoðsendinga og sérstakra bónus stiga fyrir varnarmenn og markverði. Hægt hefði verið að hafa fleiri leikmenn undir en einhvers staðar varð að segja stopp. En svo listinn yrði nú marktækur var einnig leitað til 25 álitsgjafa sem voru beðnir um að velja sína tíu bestu leikmenn í efstu deild frá 1992. Reynt var að hafa álitsgjafana á nokkuð breiðu aldursbili en þeir hafa allir fjallað um íslensku deildina með einum eða öðrum hætti síðustu ár. Og þeir deila ástríðu og áhuga á deildinni okkar. Sérfræðingarnir Andri Geir Gunnarsson Andri Már Eggertsson Ari Erlingsson Árni Jóhannsson Einar Örn Jónsson Elvar Geir Magnússon Guðmundur Hilmarsson Hjörvar Hafliðason Hrafnkell Freyr Ágústsson Jóhann Páll Ástvaldsson Jóhann Skúli Jónsson Kolbeinn Tumi Daðason Kristinn Páll Teitsson Kristján Jónsson Magnús Már Einarsson Óskar Ófeigur Jónsson Ríkharð Óskar Guðnason Runólfur Trausti Þórhallsson Smári Jökull Jónsson Stefán Árni Pálsson Tómas Þór Þórðarson Víðir Sigurðsson Vilhjálmur Freyr Hallsson Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson Þorkell Máni Pétursson Stigagjöfin og álit sérfræðinga rímaði ágætlega saman og ætti að gefa ágætis mynd af því hverjir bestu leikmenn efstu deildar frá 1992 eru. Eða allavega eitthvað nálægt því. Svona lagað er auðvitað aldrei meitlað í stein eða einhvers konar ríkisskoðun. Hverjum finnst sinn fugl fagur og allt það. Fólk lítur líka eflaust til mismunandi þátta þegar það vegur og metur hverja það telur besta í einhverju. Og hvað er að vera bestur? Það er líka afstætt. Stuðningsmenn ÍA hafa séð marga frábæra leikmenn klæðast gula og svarta búningnum.vísir/anton En þetta er allavega tilraun til að greina sögu efstu deildar síðustu rúmu þrjátíu árin og hampa þeim leikmönnum sem gerðu sig öðrum fremur gildandi á því tímabili. Athugið að öll tölfræði og afrekaskrá miðast við tímabilin 1992-2024. Fyrsti hluti niðurtalningarinnar birtist í dag. Fyrst munu birtast tíu leikmenn í einu, síðan fimm, svo tveir og loks einn. Njótið! Besta deild karla Þeir bestu Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Sport Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Körfubolti Fleiri fréttir „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Sjá meira
Fyrir tveimur árum stóð Vísir fyrir valinu á fimmtíu bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. Og nú er komið að fótboltanum. Fyrst af öllu, af hverju að byrja 1992? Fótboltinn var nú ekki fundinn upp fyrir 33 árum. Vissulega ekki en einhvers staðar varð að byrja. Kannski væri takmarkað mark takandi á lista yfir bestu leikmenn allra tíma í efstu deild á Íslandi, frá 1912 þegar fyrsta Íslandsmótið fór fram. Rúm þrjátíu ár er líka dágóður tími. Svo markar 1992 líka þáttaskil í fótboltasögunni. Jújú, enska úrvalsdeildin og Meistaradeild Evrópu voru settar á laggirnar þá máttu markverðir heldur ekki lengur taka boltann upp með höndum eftir sendingu frá samherja. Það er ef til vill besta breyting sem hefur verið gerð á fótboltanum. Horfiði á úrslitaleik EM 1992 milli Danmerkur og Þýskalands og reynið að vera ósammála. Það sem þetta snýst allt um.vísir/vilhelm Reglan um sendingar til baka var vissulega bara tekin upp í síðustu umferðunum á Íslandi sumarið 1992 en það er ágætt að miða við það. Það sumar var líka byrjað að taka saman tölfræði yfir stoðsendingar í efstu deild á Íslandi. Svo það sé sagt er þetta ekki listi yfir bestu leikmenn Íslands á umræddu tímabili heldur frekar þá sem hafa sett mestan svip á fótboltann hér heima, gerðu mest í deildinni okkar og höfðu úrslitaáhrif á það hvert stóru titlarnir fóru. Goðsagnir efstu deildar með öðrum orðum. Ólafur Jóhannesson þjálfaði marga leikmenn á listanum.vísir/bára Líkt og við valið á fimmtíu bestu handboltamönnunum var notast við heimatilbúið og heldur nördalegt stigakerfi. Rúmlega tvö hundruð leikmenn voru vegnir og metnir samkvæmt því. Þar var horft til titla, einstaklingsverðlauna, marka, stoðsendinga og sérstakra bónus stiga fyrir varnarmenn og markverði. Hægt hefði verið að hafa fleiri leikmenn undir en einhvers staðar varð að segja stopp. En svo listinn yrði nú marktækur var einnig leitað til 25 álitsgjafa sem voru beðnir um að velja sína tíu bestu leikmenn í efstu deild frá 1992. Reynt var að hafa álitsgjafana á nokkuð breiðu aldursbili en þeir hafa allir fjallað um íslensku deildina með einum eða öðrum hætti síðustu ár. Og þeir deila ástríðu og áhuga á deildinni okkar. Sérfræðingarnir Andri Geir Gunnarsson Andri Már Eggertsson Ari Erlingsson Árni Jóhannsson Einar Örn Jónsson Elvar Geir Magnússon Guðmundur Hilmarsson Hjörvar Hafliðason Hrafnkell Freyr Ágústsson Jóhann Páll Ástvaldsson Jóhann Skúli Jónsson Kolbeinn Tumi Daðason Kristinn Páll Teitsson Kristján Jónsson Magnús Már Einarsson Óskar Ófeigur Jónsson Ríkharð Óskar Guðnason Runólfur Trausti Þórhallsson Smári Jökull Jónsson Stefán Árni Pálsson Tómas Þór Þórðarson Víðir Sigurðsson Vilhjálmur Freyr Hallsson Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson Þorkell Máni Pétursson Stigagjöfin og álit sérfræðinga rímaði ágætlega saman og ætti að gefa ágætis mynd af því hverjir bestu leikmenn efstu deildar frá 1992 eru. Eða allavega eitthvað nálægt því. Svona lagað er auðvitað aldrei meitlað í stein eða einhvers konar ríkisskoðun. Hverjum finnst sinn fugl fagur og allt það. Fólk lítur líka eflaust til mismunandi þátta þegar það vegur og metur hverja það telur besta í einhverju. Og hvað er að vera bestur? Það er líka afstætt. Stuðningsmenn ÍA hafa séð marga frábæra leikmenn klæðast gula og svarta búningnum.vísir/anton En þetta er allavega tilraun til að greina sögu efstu deildar síðustu rúmu þrjátíu árin og hampa þeim leikmönnum sem gerðu sig öðrum fremur gildandi á því tímabili. Athugið að öll tölfræði og afrekaskrá miðast við tímabilin 1992-2024. Fyrsti hluti niðurtalningarinnar birtist í dag. Fyrst munu birtast tíu leikmenn í einu, síðan fimm, svo tveir og loks einn. Njótið!
Andri Geir Gunnarsson Andri Már Eggertsson Ari Erlingsson Árni Jóhannsson Einar Örn Jónsson Elvar Geir Magnússon Guðmundur Hilmarsson Hjörvar Hafliðason Hrafnkell Freyr Ágústsson Jóhann Páll Ástvaldsson Jóhann Skúli Jónsson Kolbeinn Tumi Daðason Kristinn Páll Teitsson Kristján Jónsson Magnús Már Einarsson Óskar Ófeigur Jónsson Ríkharð Óskar Guðnason Runólfur Trausti Þórhallsson Smári Jökull Jónsson Stefán Árni Pálsson Tómas Þór Þórðarson Víðir Sigurðsson Vilhjálmur Freyr Hallsson Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson Þorkell Máni Pétursson
Besta deild karla Þeir bestu Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Sport Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Körfubolti Fleiri fréttir „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Sjá meira