Þrenn slagsmál á fyrstu níu sekúndunum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. febrúar 2025 11:31 Íshokkíleikur Bandaríkjanna og Kanada minnti um margt á bardagakvöld. getty/Minas Panagiotakis Ekki er ofsögum sagt að mikið hafi gengið á í leik karlaliða Kanada og Bandaríkjanna í 4 Nations Face-Off keppninni í íshokkí í fyrradag. Þrívegis brutust út slagsmál á fyrstu níu sekúndum leiksins. Mikil spenna var í loftinu fyrir leikinn í Bell Centre í Montreal í fyrradag. Kanadískir áhorfendur púuðu á meðan þjóðsöngur Bandaríkjanna var leikinn. Eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti sagðist ætla að leggja 25 prósent tollgjöld á innflutningsvörur frá Kanada og viðraði hugmyndir um að gera landið að 51. ríki Bandaríkjanna hefur verið púað meðan bandaríski þjóðsöngurinn hefur verið leikinn fyrir leiki í NHL og NBA í Kanada. Andrúmsloftið í leiknum í gær var rafmagnað og leikmenn voru greinilega sem hengdir upp á þráð. Eftir aðeins tvær sekúndur voru tveir leikmenn, Brandon Hagel hjá Kanada og Bandaríkjamaðurinn Matthew Tkachuk, sendir í kælingu eftir að hafa látið hnefana tala. Skömmu síðar reif bróðir Tkachuks, Brady, af sér hanskana og byrjaði að slást við Kanadamanninn Sam Bennett. Loks slógust JT Miller og Colton Parayko en þrenn slagsmál brutust út á fyrstu níu sekúndum leiksins. Canada v USA hockey:Announcer: "In the spirit of this great game that unites everyone that you kindly respect the anthems and the players that represent each country."Canada fans roundly boo the US anthem. Mass fight 2 seconds in. Outstanding. pic.twitter.com/ftoZ3poddp— HLTCO (@HLTCO) February 16, 2025 Báðir þjálfarar báru blak af æsingamönnunum eftir leikinn og sögðu að lætin væru til marks um það hversu mikið var í húfi. Þetta var í fyrsta sinn í áratug sem leikmenn úr NHL mætast í landsleik. Venjulega sleppa NHL-leikmenn að taka þátt á heimsmeistaramótum og Vetrarólympíuleikum. Bandaríkin unnu leikinn, 3-1, og tryggðu sér sæti í úrslitum 4 Nations Face-Off. Í dag kemur í ljós hverjum bandaríska liðið mætir í úrslitaleiknum á fimmtudaginn. Síðustu leikirnir í riðlakeppninni fara fram í dag. Bandaríkjamenn mæta þá Svíum og Kanadamenn og Finnar eigast við. Íshokkí Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fattaði ekki að hún væri búin að vinna Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fannst látinn í hótelherbergi sínu Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Sjá meira
Mikil spenna var í loftinu fyrir leikinn í Bell Centre í Montreal í fyrradag. Kanadískir áhorfendur púuðu á meðan þjóðsöngur Bandaríkjanna var leikinn. Eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti sagðist ætla að leggja 25 prósent tollgjöld á innflutningsvörur frá Kanada og viðraði hugmyndir um að gera landið að 51. ríki Bandaríkjanna hefur verið púað meðan bandaríski þjóðsöngurinn hefur verið leikinn fyrir leiki í NHL og NBA í Kanada. Andrúmsloftið í leiknum í gær var rafmagnað og leikmenn voru greinilega sem hengdir upp á þráð. Eftir aðeins tvær sekúndur voru tveir leikmenn, Brandon Hagel hjá Kanada og Bandaríkjamaðurinn Matthew Tkachuk, sendir í kælingu eftir að hafa látið hnefana tala. Skömmu síðar reif bróðir Tkachuks, Brady, af sér hanskana og byrjaði að slást við Kanadamanninn Sam Bennett. Loks slógust JT Miller og Colton Parayko en þrenn slagsmál brutust út á fyrstu níu sekúndum leiksins. Canada v USA hockey:Announcer: "In the spirit of this great game that unites everyone that you kindly respect the anthems and the players that represent each country."Canada fans roundly boo the US anthem. Mass fight 2 seconds in. Outstanding. pic.twitter.com/ftoZ3poddp— HLTCO (@HLTCO) February 16, 2025 Báðir þjálfarar báru blak af æsingamönnunum eftir leikinn og sögðu að lætin væru til marks um það hversu mikið var í húfi. Þetta var í fyrsta sinn í áratug sem leikmenn úr NHL mætast í landsleik. Venjulega sleppa NHL-leikmenn að taka þátt á heimsmeistaramótum og Vetrarólympíuleikum. Bandaríkin unnu leikinn, 3-1, og tryggðu sér sæti í úrslitum 4 Nations Face-Off. Í dag kemur í ljós hverjum bandaríska liðið mætir í úrslitaleiknum á fimmtudaginn. Síðustu leikirnir í riðlakeppninni fara fram í dag. Bandaríkjamenn mæta þá Svíum og Kanadamenn og Finnar eigast við.
Íshokkí Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fattaði ekki að hún væri búin að vinna Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fannst látinn í hótelherbergi sínu Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Sjá meira