Þrenn slagsmál á fyrstu níu sekúndunum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. febrúar 2025 11:31 Íshokkíleikur Bandaríkjanna og Kanada minnti um margt á bardagakvöld. getty/Minas Panagiotakis Ekki er ofsögum sagt að mikið hafi gengið á í leik karlaliða Kanada og Bandaríkjanna í 4 Nations Face-Off keppninni í íshokkí í fyrradag. Þrívegis brutust út slagsmál á fyrstu níu sekúndum leiksins. Mikil spenna var í loftinu fyrir leikinn í Bell Centre í Montreal í fyrradag. Kanadískir áhorfendur púuðu á meðan þjóðsöngur Bandaríkjanna var leikinn. Eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti sagðist ætla að leggja 25 prósent tollgjöld á innflutningsvörur frá Kanada og viðraði hugmyndir um að gera landið að 51. ríki Bandaríkjanna hefur verið púað meðan bandaríski þjóðsöngurinn hefur verið leikinn fyrir leiki í NHL og NBA í Kanada. Andrúmsloftið í leiknum í gær var rafmagnað og leikmenn voru greinilega sem hengdir upp á þráð. Eftir aðeins tvær sekúndur voru tveir leikmenn, Brandon Hagel hjá Kanada og Bandaríkjamaðurinn Matthew Tkachuk, sendir í kælingu eftir að hafa látið hnefana tala. Skömmu síðar reif bróðir Tkachuks, Brady, af sér hanskana og byrjaði að slást við Kanadamanninn Sam Bennett. Loks slógust JT Miller og Colton Parayko en þrenn slagsmál brutust út á fyrstu níu sekúndum leiksins. Canada v USA hockey:Announcer: "In the spirit of this great game that unites everyone that you kindly respect the anthems and the players that represent each country."Canada fans roundly boo the US anthem. Mass fight 2 seconds in. Outstanding. pic.twitter.com/ftoZ3poddp— HLTCO (@HLTCO) February 16, 2025 Báðir þjálfarar báru blak af æsingamönnunum eftir leikinn og sögðu að lætin væru til marks um það hversu mikið var í húfi. Þetta var í fyrsta sinn í áratug sem leikmenn úr NHL mætast í landsleik. Venjulega sleppa NHL-leikmenn að taka þátt á heimsmeistaramótum og Vetrarólympíuleikum. Bandaríkin unnu leikinn, 3-1, og tryggðu sér sæti í úrslitum 4 Nations Face-Off. Í dag kemur í ljós hverjum bandaríska liðið mætir í úrslitaleiknum á fimmtudaginn. Síðustu leikirnir í riðlakeppninni fara fram í dag. Bandaríkjamenn mæta þá Svíum og Kanadamenn og Finnar eigast við. Íshokkí Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Sjá meira
Mikil spenna var í loftinu fyrir leikinn í Bell Centre í Montreal í fyrradag. Kanadískir áhorfendur púuðu á meðan þjóðsöngur Bandaríkjanna var leikinn. Eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti sagðist ætla að leggja 25 prósent tollgjöld á innflutningsvörur frá Kanada og viðraði hugmyndir um að gera landið að 51. ríki Bandaríkjanna hefur verið púað meðan bandaríski þjóðsöngurinn hefur verið leikinn fyrir leiki í NHL og NBA í Kanada. Andrúmsloftið í leiknum í gær var rafmagnað og leikmenn voru greinilega sem hengdir upp á þráð. Eftir aðeins tvær sekúndur voru tveir leikmenn, Brandon Hagel hjá Kanada og Bandaríkjamaðurinn Matthew Tkachuk, sendir í kælingu eftir að hafa látið hnefana tala. Skömmu síðar reif bróðir Tkachuks, Brady, af sér hanskana og byrjaði að slást við Kanadamanninn Sam Bennett. Loks slógust JT Miller og Colton Parayko en þrenn slagsmál brutust út á fyrstu níu sekúndum leiksins. Canada v USA hockey:Announcer: "In the spirit of this great game that unites everyone that you kindly respect the anthems and the players that represent each country."Canada fans roundly boo the US anthem. Mass fight 2 seconds in. Outstanding. pic.twitter.com/ftoZ3poddp— HLTCO (@HLTCO) February 16, 2025 Báðir þjálfarar báru blak af æsingamönnunum eftir leikinn og sögðu að lætin væru til marks um það hversu mikið var í húfi. Þetta var í fyrsta sinn í áratug sem leikmenn úr NHL mætast í landsleik. Venjulega sleppa NHL-leikmenn að taka þátt á heimsmeistaramótum og Vetrarólympíuleikum. Bandaríkin unnu leikinn, 3-1, og tryggðu sér sæti í úrslitum 4 Nations Face-Off. Í dag kemur í ljós hverjum bandaríska liðið mætir í úrslitaleiknum á fimmtudaginn. Síðustu leikirnir í riðlakeppninni fara fram í dag. Bandaríkjamenn mæta þá Svíum og Kanadamenn og Finnar eigast við.
Íshokkí Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Sjá meira