Þónokkrir sem eigi ekkert erindi inn í fangelsiskerfið sitji inni Silja Rún Sigurbjörnsdóttir og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 16. febrúar 2025 23:47 Heiðar Smith, formaður Fangavarðafélagsins, segir stöðu geðheilbrigðismála í sveltu fangelsiskerfi mjög slæma. Vísir/Ívar Fannar Fangaverðir eru uggandi yfir stöðu geðheilbrigðisþjónustu innan fangelsisveggjanna. Formaður félagsins segir úrræðaleysi margoft hafa komið fangavörðum sem og föngum sjálfum í stórhættulegar aðstæður. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra, greindi frá því í síðustu viku að hún sé með í smíðum frumvarp til að skerpa á heimildum í lögum um öryggisráðstafanir, meðal annars fyrir menn sem hafa lokið afplánun í fangelsi en eru áfram metnir hættulegir. Eins er vinna í gangi til að efla geðheilbrigðisþjónustu innan veggja fangelsisins. Frá þessu greindi Þorbjörg eftir að upp kom að Alfreð Erling Þórðarson, sem er ákærður fyrir að hafa banað hjónum á áttræðisaldri í Neskaupstað síðasta sumar, hefði átt að vera í nauðungarvistun þegar voðaverkið var framið. Hann hafði í þrígang verið úrskurðaður í nauðungarvistun á einu ári. Engum til góðs að þeir sitji inni Formaður Fangavarðafélagsins segir stöðuna grafalvarlega og grípa þurfi hratt til aðgerða. „Við erum náttúrulega bara uggandi yfir stöðunni því að hjá okkur eru þónokkrir einstaklingar sem hafa að okkar mati ekkert erindi inn í fangelsiskerfið. Ættu í raun að vera vistaðir inni á annarri stofnun en í fangelsi því að það er hvorki þeim, samföngum þeirra né okkur til góðs að þeir séu þarna inni,“ segir Heiðar Smith, formaður Fangavarðafélags Íslands Oft hafi verið fátt um svör þegar leitað hafi verið með veika menn á geðdeild og eins hafi í sumum tilvikum verið gerð krafa um að þeim fylgi fangavörður. „Á meðan það er ekki hægt að manna fangelsin vegna fjárskorts getum við ekki mikið sinnt öðrum stofnunum í leiðinni,“ segir Heiðar. Erfitt að eiga að vera geðlæknar ofan á að vera fangaverðir Fangaverðir komist oft í mjög erfiðar aðstæður vegna úrræðaleysis. „Það er ítrekað búið að ráðast á starfsfólk fangelsanna og töluvert magn af starfandi fangavörðum sem hafa orðið fyrir árásum af hendi fanga,“ segir hann. „Við erum ekki með menntun eða þekkingu á miklum andlegum veikindum. Það er rosalega erfitt að setja okkur í aðstæður þar sem við þurfum að vera sálfræðingar og geðlæknar líka ofan á það að vera fangaverðir.“ Heiðar hefur óskað eftir fundi með bæði dómsmálaráðherra og heilbrigðisráðherra þar sem hann mun fara fram á að gripið verði til aðgerða. „Þetta er ekki gott fyrir hvorki þá né aðra sem koma að þessu kerfi að hafa þá þarna. Þeir bara daga uppi í kerfinu hjá okkur þar til þeir losna einhvers staðar annars staðar út í samfélagið þar sem þeir gera jafnvel verri hluti en þeir hafa nú þegar gert.“ Fangelsismál Geðheilbrigði Tengdar fréttir Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Verslunareigandi í Neskaupstað segir Alfreð Erling Þórðarson sem ákærður er fyrir að ráða hjónum í bænum bana hafa verið svakalega duglegan, greindan og færan í höndunum. Undanfarin ár hafi greinilega farið að halla á ógæfuhliðina sem sjá mátti á arki hans um bæinn. 10. febrúar 2025 11:42 „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Karlmaður sem sætir ákæru fyrir að hafa banað hjónum í Neskaupstað síðasta sumar átti að vera í nauðungarvistun þegar voðaverkið var framið. Heilbrigðisráðherra segir atvikið endurspegla langvinnan vanda kerfisins. Núverandi húsnæði undir geðþjónustu sé barn síns tíma. 6. febrúar 2025 19:10 „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Varaformaður Geðhjálpar segir að setja þurfi meira púður í fyrirbyggjandi aðgerðir í geðheilbrigðismálum. Maður sem sætir ákæru fyrir að hafa banað hjónum í Neskaupstað í fyrrasumar átti að vera í nauðungarvistun þegar voðaverkið var framið. 6. febrúar 2025 13:28 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Fleiri fréttir Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Sjá meira
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra, greindi frá því í síðustu viku að hún sé með í smíðum frumvarp til að skerpa á heimildum í lögum um öryggisráðstafanir, meðal annars fyrir menn sem hafa lokið afplánun í fangelsi en eru áfram metnir hættulegir. Eins er vinna í gangi til að efla geðheilbrigðisþjónustu innan veggja fangelsisins. Frá þessu greindi Þorbjörg eftir að upp kom að Alfreð Erling Þórðarson, sem er ákærður fyrir að hafa banað hjónum á áttræðisaldri í Neskaupstað síðasta sumar, hefði átt að vera í nauðungarvistun þegar voðaverkið var framið. Hann hafði í þrígang verið úrskurðaður í nauðungarvistun á einu ári. Engum til góðs að þeir sitji inni Formaður Fangavarðafélagsins segir stöðuna grafalvarlega og grípa þurfi hratt til aðgerða. „Við erum náttúrulega bara uggandi yfir stöðunni því að hjá okkur eru þónokkrir einstaklingar sem hafa að okkar mati ekkert erindi inn í fangelsiskerfið. Ættu í raun að vera vistaðir inni á annarri stofnun en í fangelsi því að það er hvorki þeim, samföngum þeirra né okkur til góðs að þeir séu þarna inni,“ segir Heiðar Smith, formaður Fangavarðafélags Íslands Oft hafi verið fátt um svör þegar leitað hafi verið með veika menn á geðdeild og eins hafi í sumum tilvikum verið gerð krafa um að þeim fylgi fangavörður. „Á meðan það er ekki hægt að manna fangelsin vegna fjárskorts getum við ekki mikið sinnt öðrum stofnunum í leiðinni,“ segir Heiðar. Erfitt að eiga að vera geðlæknar ofan á að vera fangaverðir Fangaverðir komist oft í mjög erfiðar aðstæður vegna úrræðaleysis. „Það er ítrekað búið að ráðast á starfsfólk fangelsanna og töluvert magn af starfandi fangavörðum sem hafa orðið fyrir árásum af hendi fanga,“ segir hann. „Við erum ekki með menntun eða þekkingu á miklum andlegum veikindum. Það er rosalega erfitt að setja okkur í aðstæður þar sem við þurfum að vera sálfræðingar og geðlæknar líka ofan á það að vera fangaverðir.“ Heiðar hefur óskað eftir fundi með bæði dómsmálaráðherra og heilbrigðisráðherra þar sem hann mun fara fram á að gripið verði til aðgerða. „Þetta er ekki gott fyrir hvorki þá né aðra sem koma að þessu kerfi að hafa þá þarna. Þeir bara daga uppi í kerfinu hjá okkur þar til þeir losna einhvers staðar annars staðar út í samfélagið þar sem þeir gera jafnvel verri hluti en þeir hafa nú þegar gert.“
Fangelsismál Geðheilbrigði Tengdar fréttir Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Verslunareigandi í Neskaupstað segir Alfreð Erling Þórðarson sem ákærður er fyrir að ráða hjónum í bænum bana hafa verið svakalega duglegan, greindan og færan í höndunum. Undanfarin ár hafi greinilega farið að halla á ógæfuhliðina sem sjá mátti á arki hans um bæinn. 10. febrúar 2025 11:42 „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Karlmaður sem sætir ákæru fyrir að hafa banað hjónum í Neskaupstað síðasta sumar átti að vera í nauðungarvistun þegar voðaverkið var framið. Heilbrigðisráðherra segir atvikið endurspegla langvinnan vanda kerfisins. Núverandi húsnæði undir geðþjónustu sé barn síns tíma. 6. febrúar 2025 19:10 „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Varaformaður Geðhjálpar segir að setja þurfi meira púður í fyrirbyggjandi aðgerðir í geðheilbrigðismálum. Maður sem sætir ákæru fyrir að hafa banað hjónum í Neskaupstað í fyrrasumar átti að vera í nauðungarvistun þegar voðaverkið var framið. 6. febrúar 2025 13:28 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Fleiri fréttir Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Sjá meira
Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Verslunareigandi í Neskaupstað segir Alfreð Erling Þórðarson sem ákærður er fyrir að ráða hjónum í bænum bana hafa verið svakalega duglegan, greindan og færan í höndunum. Undanfarin ár hafi greinilega farið að halla á ógæfuhliðina sem sjá mátti á arki hans um bæinn. 10. febrúar 2025 11:42
„Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Karlmaður sem sætir ákæru fyrir að hafa banað hjónum í Neskaupstað síðasta sumar átti að vera í nauðungarvistun þegar voðaverkið var framið. Heilbrigðisráðherra segir atvikið endurspegla langvinnan vanda kerfisins. Núverandi húsnæði undir geðþjónustu sé barn síns tíma. 6. febrúar 2025 19:10
„Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Varaformaður Geðhjálpar segir að setja þurfi meira púður í fyrirbyggjandi aðgerðir í geðheilbrigðismálum. Maður sem sætir ákæru fyrir að hafa banað hjónum í Neskaupstað í fyrrasumar átti að vera í nauðungarvistun þegar voðaverkið var framið. 6. febrúar 2025 13:28