Fyrr í dag höfðu Íslendingalið West Ham United og Leicester City unnið góða sigra. Þá unnu liðin í kringum Manchester City á toppi deildarinnar öll sína leiki og því kom ekkert annað til greina en sigur í ljósbláa hluta Manchester-borgar.
Khadija Shaw sá til þess að Man City var 2-0 yfir í hálfleik með tveimur mörkum. Í bæði skiptin skoraði hún eftir sendingu Mary Fowler.
Jill Roord bætti við þriðja marki heimakvenna eftir klukkustund og hin tvítuga Gracie Prior fullkomnaði sigur City með marki eftir sendingu frá Roord á 77. mínútu.
Man City er nú með 28 stig í 4. sæti að loknum 14 leikjum. Arsenal er með 30 stig í 3. sætinu á meðan Manchester United er með 33 stig og Englandsmeistarar Chelsea tróna á toppnum með 40 stig.