„Mér finnst þetta ekki vera hægagangur“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir og Bjarki Sigurðsson skrifa 16. febrúar 2025 19:21 Líf Magneudóttir er oddviti Vinstri grænna í Reykjavíkurborg. Vísir/Sigurjón Meirihlutaviðræður vinstri flokka í Reykjavíkurborg ganga vel að sögn oddvita Vinstri grænna. Hún er ekki sammála ummælum oddvita Sjálfstæðisflokksins að um seinagang sé að ræða. Húsnæðismálin hafa verið áberandi í viðræðunum. Oddvitar Vinstri grænna, Samfylkingar, Pírata, Flokks fólksins og Sósíalista hafa fundað síðustu daga til að mynda meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkurborgar eftir að Einar Þorsteinsson borgarstjóri sleit meirihlutasamstarfi Framsóknar, Samfylkingarinnar, Pírata og Viðreisnar. „Ég hef góða tilfinningu fyrir því að við náum að klára að mynda þennan meirihluta. En við formgerðum okkar viðræður fyrir fjórum dögum þannig ég skil vel að fólk er óþreyjufullt eftir að fá eitthvað og vita eitthvað og ég er sjálf óþreyjufull. Þannig ég skil þetta en mér finnst ekki vera hægagangur, við erum bara ekki verklausar nema síður sé og við erum búnar að standa okkur gríðarlega vel við að funda,“ segir Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna. Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, sakaði oddvitana um seinagang í meirihlutaviðræðum í Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Hún sagði það vekja furðu hvað viðræðurnar taki langan tíma. Sjá hér: Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Líf tekur gagnrýni Hildar ekki alvarlega, oddvitarnir sem standa að meirihlutaviðræðum vilji vanda til verka. „Nei veistu ég held hún sé bara spennt að vita, ég held að það sé hennar gagnrýni. Ég held hún hafi notað orð eins og lamandi hægagangur og eitthvað svoleiðis en þá vil ég segja við erum heldur betur ekki verklausar og það er góður gangur í okkar samtali og samvinnu,“ segir Líf. „Ég myndi ekki segja að fjórir dagar sé ógurlegur tími þegar við höfum líka þurft að átta okkur á aðstæðum sem voru skapaðar fyrir okkur. Mér finnst þetta ekki vera hægagangur.“ Húsnæðismál á dagskrá í dag „Við erum ennþá að fara yfir alla þætti sem snúa að borgarbúum og þjónustu við þá og öll svið borgarinnar. Þannig að við höfum mestmegnis verið að ræða húsnæðismálin en líka skólamálin og svo tókum við aðeins fyrir þessa þjónustu, starfræn vegferð,“ segir Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í Reykjavíkurborg. Hún segir það hins vegar of snemmt að tilkynna hverjar aðgerðir meirihlutans séu í húsnæðismálum. „Það tekur sinn tíma að byggja, það tekur tíma að skipuleggja og það eru ekki til neinar barbabrellur eða töfralausnir sem hægt er að grípa strax til. En það er kannski hægt að hnikra einhverju til og breyta einhverju þannig að íbúar sjái skóflustunguna,“ segir Líf. Húsnæðismálin séu þá ekki einungis ábyrgð Reykjavíkurborgar heldur sé það samvinnuverkefni ríkis og borgar að sjá fyrir húsnæði íbúa. Þeir oddvitar sem standa í viðræðum séu þó sammála um stóru málin sem þurfi að fara í. Einungis fimmtán mánuðir eru eftir af kjörtímabilinu. „Það voru auðvitað þessar þreifingar sem áttu sér stað áður en við formgerðum okkar samtal. Stóru málin, stóru strokurnar sem að við erum allar sammála um. Þannig nú er að verkefnabinda þetta og það krefst yfirlegu vegna þess að verkefni kosta og við þurfum auðvitað að eiga fyrir þeim. Þannig að þetta er í rauninni vinnan sem við erum að liggja yfir núna,“ segir Líf. Hún neitaði að þátttaka hennar væri eins konar kosningaútspil. „Ég vona að ég nái að koma verkefnum á skrið sem að gagnast borgarbúum. Þetta snýst ekki um mig, þetta snýst ekki um Vinstri græn og þetta er síður en svo eitthvað kosningaútspil til þess að ná einhverjum atkvæðum,“ segir Líf. Reykjavík Borgarstjórn Vinstri græn Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira
Oddvitar Vinstri grænna, Samfylkingar, Pírata, Flokks fólksins og Sósíalista hafa fundað síðustu daga til að mynda meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkurborgar eftir að Einar Þorsteinsson borgarstjóri sleit meirihlutasamstarfi Framsóknar, Samfylkingarinnar, Pírata og Viðreisnar. „Ég hef góða tilfinningu fyrir því að við náum að klára að mynda þennan meirihluta. En við formgerðum okkar viðræður fyrir fjórum dögum þannig ég skil vel að fólk er óþreyjufullt eftir að fá eitthvað og vita eitthvað og ég er sjálf óþreyjufull. Þannig ég skil þetta en mér finnst ekki vera hægagangur, við erum bara ekki verklausar nema síður sé og við erum búnar að standa okkur gríðarlega vel við að funda,“ segir Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna. Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, sakaði oddvitana um seinagang í meirihlutaviðræðum í Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Hún sagði það vekja furðu hvað viðræðurnar taki langan tíma. Sjá hér: Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Líf tekur gagnrýni Hildar ekki alvarlega, oddvitarnir sem standa að meirihlutaviðræðum vilji vanda til verka. „Nei veistu ég held hún sé bara spennt að vita, ég held að það sé hennar gagnrýni. Ég held hún hafi notað orð eins og lamandi hægagangur og eitthvað svoleiðis en þá vil ég segja við erum heldur betur ekki verklausar og það er góður gangur í okkar samtali og samvinnu,“ segir Líf. „Ég myndi ekki segja að fjórir dagar sé ógurlegur tími þegar við höfum líka þurft að átta okkur á aðstæðum sem voru skapaðar fyrir okkur. Mér finnst þetta ekki vera hægagangur.“ Húsnæðismál á dagskrá í dag „Við erum ennþá að fara yfir alla þætti sem snúa að borgarbúum og þjónustu við þá og öll svið borgarinnar. Þannig að við höfum mestmegnis verið að ræða húsnæðismálin en líka skólamálin og svo tókum við aðeins fyrir þessa þjónustu, starfræn vegferð,“ segir Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í Reykjavíkurborg. Hún segir það hins vegar of snemmt að tilkynna hverjar aðgerðir meirihlutans séu í húsnæðismálum. „Það tekur sinn tíma að byggja, það tekur tíma að skipuleggja og það eru ekki til neinar barbabrellur eða töfralausnir sem hægt er að grípa strax til. En það er kannski hægt að hnikra einhverju til og breyta einhverju þannig að íbúar sjái skóflustunguna,“ segir Líf. Húsnæðismálin séu þá ekki einungis ábyrgð Reykjavíkurborgar heldur sé það samvinnuverkefni ríkis og borgar að sjá fyrir húsnæði íbúa. Þeir oddvitar sem standa í viðræðum séu þó sammála um stóru málin sem þurfi að fara í. Einungis fimmtán mánuðir eru eftir af kjörtímabilinu. „Það voru auðvitað þessar þreifingar sem áttu sér stað áður en við formgerðum okkar samtal. Stóru málin, stóru strokurnar sem að við erum allar sammála um. Þannig nú er að verkefnabinda þetta og það krefst yfirlegu vegna þess að verkefni kosta og við þurfum auðvitað að eiga fyrir þeim. Þannig að þetta er í rauninni vinnan sem við erum að liggja yfir núna,“ segir Líf. Hún neitaði að þátttaka hennar væri eins konar kosningaútspil. „Ég vona að ég nái að koma verkefnum á skrið sem að gagnast borgarbúum. Þetta snýst ekki um mig, þetta snýst ekki um Vinstri græn og þetta er síður en svo eitthvað kosningaútspil til þess að ná einhverjum atkvæðum,“ segir Líf.
Reykjavík Borgarstjórn Vinstri græn Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira