Dagný og Hlín komu við sögu í sigrum West Ham og Leicester Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. febrúar 2025 17:20 Dagný kom inn af bekknum. Paul Harding/Getty Images Dagný Brynjarsdóttir kom inn í blálokin á mikilvægum 3-1 sigri West Ham United á Brighton & Hove Albion í efstu deild enska fótboltans í dag. Hlín Eiríksdóttir spilaði þá rúmlega klukkustund í 3-0 sigri Leicester City á Aston Villa. Shekiera Martinez kom Hömrunum yfir en hin reynslumikla Nikita Parris jafnaði metin og staðan 1-1 í hálfleik. Heimakonur gerðu hins vegar út um leikinn á fjögurra mínútna kafla í síðari hálfleik. Riko Ueki kom West Ham yfir og Viviane Asseyi tryggði sigurinn með marki úr vítaspyrnu þegar 68 mínútur voru komnar á klukkuna. Dagný kom inn af bekknum þegar tvær mínútur voru til loka venjulegs leiktíma og hjálpaði við að sigla sigrinum heim. Sigurinn þýðir að West Ham er komið með 14 stig í 8. sæti. Three goals, three points ⚒️#BarclaysWSL pic.twitter.com/0pb4imegGU— West Ham United Women (@westhamwomen) February 16, 2025 Refirnir í Leicester City unnu heldur betur óvæntan 3-0 sigur enda liðið ekki þanið netmöskvana oft til þessa á leiktíðinni. Hlín Eiríksdóttir hóf leikinn sem fremsti maður og var tekin af velli á 66. mínútu þegar staðan var orðin 3-0. Hin 36 ára gamla Janice Cayman skoraði tvö mörk Leicester og Julie Thibaud það þriðja. Eftir sigurinn eru Hlín og stöllur hennar í 10. sæti með 12 stig, sex stigum frá botnliði Palace. Hlín fagnar með liðsfélögum sínum.Molly Darlington/Getty Images Englandsmeistarar Chelsea mörðu Everton 2-1 þökk sé sigurmarki Lauren James í uppbótartíma. Kelly Gago hafði komið Everton yfir áður en Maya Ramírez jafnaði metin. Það var svo James sem bjargaði meisturunum og Chelsea áfram með sjö stiga forystu á toppnum. Manchester United er í 2. sæti með 33 stig eftir 3-1 sigur á Crystal Palace í dag. Elisabeth Terland skoraði tvívegis fyrir Rauðu djöflanna og Grace Clinton bætti þriðja markinu við. Mille Gejl skoraði mark Palace. Arsenal vann 5-0 stórsigur á nágrönnum sínum í Tottenham Hotspur. Mariona Caldentey, Frida Leonhardsen-Maanum, Alessia Russo og Emily Fox með mörkin en eitt var sjálfsmark. Skytturnar eru í 3. sæti með 30 stig á meðan Spurs er í 6. sæti með 17 stig. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Fyrsti leikurinn undir stjórn Postecoglou Enski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Fyrsti leikurinn undir stjórn Postecoglou Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Sjá meira
Shekiera Martinez kom Hömrunum yfir en hin reynslumikla Nikita Parris jafnaði metin og staðan 1-1 í hálfleik. Heimakonur gerðu hins vegar út um leikinn á fjögurra mínútna kafla í síðari hálfleik. Riko Ueki kom West Ham yfir og Viviane Asseyi tryggði sigurinn með marki úr vítaspyrnu þegar 68 mínútur voru komnar á klukkuna. Dagný kom inn af bekknum þegar tvær mínútur voru til loka venjulegs leiktíma og hjálpaði við að sigla sigrinum heim. Sigurinn þýðir að West Ham er komið með 14 stig í 8. sæti. Three goals, three points ⚒️#BarclaysWSL pic.twitter.com/0pb4imegGU— West Ham United Women (@westhamwomen) February 16, 2025 Refirnir í Leicester City unnu heldur betur óvæntan 3-0 sigur enda liðið ekki þanið netmöskvana oft til þessa á leiktíðinni. Hlín Eiríksdóttir hóf leikinn sem fremsti maður og var tekin af velli á 66. mínútu þegar staðan var orðin 3-0. Hin 36 ára gamla Janice Cayman skoraði tvö mörk Leicester og Julie Thibaud það þriðja. Eftir sigurinn eru Hlín og stöllur hennar í 10. sæti með 12 stig, sex stigum frá botnliði Palace. Hlín fagnar með liðsfélögum sínum.Molly Darlington/Getty Images Englandsmeistarar Chelsea mörðu Everton 2-1 þökk sé sigurmarki Lauren James í uppbótartíma. Kelly Gago hafði komið Everton yfir áður en Maya Ramírez jafnaði metin. Það var svo James sem bjargaði meisturunum og Chelsea áfram með sjö stiga forystu á toppnum. Manchester United er í 2. sæti með 33 stig eftir 3-1 sigur á Crystal Palace í dag. Elisabeth Terland skoraði tvívegis fyrir Rauðu djöflanna og Grace Clinton bætti þriðja markinu við. Mille Gejl skoraði mark Palace. Arsenal vann 5-0 stórsigur á nágrönnum sínum í Tottenham Hotspur. Mariona Caldentey, Frida Leonhardsen-Maanum, Alessia Russo og Emily Fox með mörkin en eitt var sjálfsmark. Skytturnar eru í 3. sæti með 30 stig á meðan Spurs er í 6. sæti með 17 stig.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Fyrsti leikurinn undir stjórn Postecoglou Enski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Fyrsti leikurinn undir stjórn Postecoglou Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Sjá meira